ÍA fékk í dag Ragnar Már Lárusson á láni frá enska Championship-liðinu Brighton út tímabilið.
Ragnar sem er 18 árs gamall gekk til liðs við Brighton frá ÍA fyrir tveimur árum síðan en hann hefur leikið með unglinga- og varaliði enska félagsins undanfarin tvö ár.
Ragnar sem hefur leikið 18 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fjögur mörk mun ljúka tímabilinu með ÍA en Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, var skiljanlega sáttur með liðsstyrkinn.
„Það er virkilega ánægjulegt að fá Ragnar til liðs við okkur, þrátt fyrir ungan aldur hefur fengið fína reynslu í Englandi og verður gaman að sjá hann í leikmannahóp okkar. Þetta bar fljótt að en þegar Brighton viðraði þann möguleika að hann skyldi enda tímabilið hjá okkur var þetta aldrei spurning,“ sagði Gunnlaugur Jónsson í samtali við ia.is
Ragnar Már genginn til liðs við ÍA á láni út tímabilið
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið





„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Körfubolti


Tatum með slitna hásin
Körfubolti

Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta
Íslenski boltinn

Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz
Enski boltinn

Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
