Barnatrú Jón Gnarr skrifar 1. ágúst 2015 07:00 Þegar fólk útskýrir trúarskoðanir sínar þá segir það gjarnan að það “haldi í sína barnatrú.” Það er yfirleitt ekkert útskýrt neitt frekar hvað það þýðir. Barnatrúin er almennt talin góð. Í ræðu sinni við setningu Kirkjuþings 2013 sagði þáverandi Innanríkisráðherra meðal annars: “Það er oft talað um að eiga sér barnatrú. Sú trú er að mínu mati mikilvægari en flest annað.” Mér fannst þetta mjög athyglisverð yfirlýsing. Barnatrúin er hér ekki eitthvað saklaust krydd í tilveruna heldur mikilvæg heimspeki eða jafnvel lífsmáti. Ráðherrann útskýrði orðið ekkert en gekk útfrá því að allir hefðu einhvern sameiginlegan skilning á því, tengdan tilfinningum og minningum úr barnæsku. Barnatrúin virðist því vera sú kristilega innræting sem maður fékk sem barn, mismunandi eftir eðli og aðstæðum og sú uppfræðsla sem maður fékk um eðli alheimsins frá fullorðnu fólki í kringum mann. Sumt af þessu er frekar mystískt og varðar guðlega heima á meðan annað er praktískt og snýst um siðfræðileg málefni einsog sannleika, heiðarleika og muninn á réttu og röngu eða góðu og illu. Og oft hefur ótti afgerandi hlutverki að gegna í innrætingunni; ef maður breytir ekki rétt þá gæti Guði misboðið. Allt rangt er synd og það er sama hvað við reynum að fela Guð sér alltaf til okkar og gæti tekið uppá því að refsa okkur.Heilsu-glussi Mér hefur alltaf fundist gaman að bulla og rugla í börnunum mínum. Þau kunna öll margar sögur af því. Þegar yngsti sonur minn byrjaði að læra að tala kenndi ég honum samviskusamlega að kalla fötin sín vitlausum nöfnum. Ég kenndi honum að jakkinn hans héti blússa og úlpan hans kápa. Trefillinn hét ekki trefill heldur slæða. Það veitti mér svo ótrúlega ánægju þegar hann var að fara út að leika sér og spurði um blússuna sína og slæðuna. –Það er svo kalt úti. Viltu ekki frekar fara í kápu? Margra mánaða þrautseigja mín var svo á augabragði öll unnin fyrir gíg þegar mamma hans skemmdi þetta fyrir mér með því að leiðrétta þetta við hann. En það var gaman á meðan á því stóð. Ég hef haft sérstaklega gaman af að kenna þeim fornaldarleg orð yfir hluti og athafnir. Sokkar eru leistar eða hosur. Grjónagrautur er ábrestir og allt mauk og allt sem gert er í blender er einfaldlega glussi. En þetta er allt gott grín, með smávægilegri kennslu í orðaforða og þau bíða engan skaða af þessu. Ekkert þeirra fær sé ískaldan orkuglussa áður en þau huppla sér í leista og vindblússu áður en þau fara út í daginn. Ekkert þeirra er eitthvað sérstaklega miður sín yfir að muna ekki Gildi Landsbankans þótt ég hafi margoft hvatt þau til þess.Andlegt nammigott Kristinfræði er nauðsynleg því hún er hugmyndafræði sem er nátengt samfélagi okkar og sögu. En trúarleg innræting er hættuleg. Með henni er verið að kenna börnum svo margt sem er ekki rétt. Það er alhæft við þau um ýmislegt sem enginn veit. Þeim er kennt að til sé ósýnileg vera sem sé að hálfu leiti manneskja en að hálfu leiti geimvera. Þau hafa ekki raunverulegt val um það hvort þau trúa þessu því það eitt og sér getur komið verunni í uppnám. Ákveði maður hins vegar að fallast á þetta fylgir því ákveðin sefjun og börnum talin trú um að þarmeð muni þeim ganga betur í öllu lífinu en ella. Þetta er tæling. Þetta verður svo ennþá alvarlegra þegar fjöldi fullorðins fólks á atvinnu sína og afkomu undir því að sem flest börn fallist á þetta. Barnatrú er að trúa einhverju sem maður trúði á þegar maður var barn, en komst svo að því þegar maður varð eldri að var kannski frekar ótrúverðugt og órökrétt en ákveða samt, þrátt fyrir aukinn þroska og nýjar upplýsingar, að halda áfram að trúa á það. Kannski af því að það lætur manni líða vel. Það hálftrúir á eitthvað sem það veit ekki alveg hvað er og heldur í það einsog gamla minningu. Einsog að vera fullorðinn og trúa á jólasveininn og halda því fram, án þess að blikka auga, að hann sé í alvörunni til. En það sem lætur manni líða vel er ekki alltaf gott. Mestu máli skiptir að við höfum val og leyfum börnunum okkar að velja og þjálfa sína eigin dómgreind og læra að taka sjálfstæðar ákvarðanir því sá eiginleiki mun líklega verða þeim að meira gagni í lífinu heldur en geðþótti einhverrar ímyndaðrar veru. Barnatrú er ekki raunveruleg speki heldur bara bull. Hún er allt í lagi en hún er langt frá því að vera mikilvæg. Ekki frekar en úlpa er kappa. Sannleikurinn gerir okkur frjáls, sagði maðurinn. Leitum því sannleikans en trúum bara því sem við viljum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Þegar fólk útskýrir trúarskoðanir sínar þá segir það gjarnan að það “haldi í sína barnatrú.” Það er yfirleitt ekkert útskýrt neitt frekar hvað það þýðir. Barnatrúin er almennt talin góð. Í ræðu sinni við setningu Kirkjuþings 2013 sagði þáverandi Innanríkisráðherra meðal annars: “Það er oft talað um að eiga sér barnatrú. Sú trú er að mínu mati mikilvægari en flest annað.” Mér fannst þetta mjög athyglisverð yfirlýsing. Barnatrúin er hér ekki eitthvað saklaust krydd í tilveruna heldur mikilvæg heimspeki eða jafnvel lífsmáti. Ráðherrann útskýrði orðið ekkert en gekk útfrá því að allir hefðu einhvern sameiginlegan skilning á því, tengdan tilfinningum og minningum úr barnæsku. Barnatrúin virðist því vera sú kristilega innræting sem maður fékk sem barn, mismunandi eftir eðli og aðstæðum og sú uppfræðsla sem maður fékk um eðli alheimsins frá fullorðnu fólki í kringum mann. Sumt af þessu er frekar mystískt og varðar guðlega heima á meðan annað er praktískt og snýst um siðfræðileg málefni einsog sannleika, heiðarleika og muninn á réttu og röngu eða góðu og illu. Og oft hefur ótti afgerandi hlutverki að gegna í innrætingunni; ef maður breytir ekki rétt þá gæti Guði misboðið. Allt rangt er synd og það er sama hvað við reynum að fela Guð sér alltaf til okkar og gæti tekið uppá því að refsa okkur.Heilsu-glussi Mér hefur alltaf fundist gaman að bulla og rugla í börnunum mínum. Þau kunna öll margar sögur af því. Þegar yngsti sonur minn byrjaði að læra að tala kenndi ég honum samviskusamlega að kalla fötin sín vitlausum nöfnum. Ég kenndi honum að jakkinn hans héti blússa og úlpan hans kápa. Trefillinn hét ekki trefill heldur slæða. Það veitti mér svo ótrúlega ánægju þegar hann var að fara út að leika sér og spurði um blússuna sína og slæðuna. –Það er svo kalt úti. Viltu ekki frekar fara í kápu? Margra mánaða þrautseigja mín var svo á augabragði öll unnin fyrir gíg þegar mamma hans skemmdi þetta fyrir mér með því að leiðrétta þetta við hann. En það var gaman á meðan á því stóð. Ég hef haft sérstaklega gaman af að kenna þeim fornaldarleg orð yfir hluti og athafnir. Sokkar eru leistar eða hosur. Grjónagrautur er ábrestir og allt mauk og allt sem gert er í blender er einfaldlega glussi. En þetta er allt gott grín, með smávægilegri kennslu í orðaforða og þau bíða engan skaða af þessu. Ekkert þeirra fær sé ískaldan orkuglussa áður en þau huppla sér í leista og vindblússu áður en þau fara út í daginn. Ekkert þeirra er eitthvað sérstaklega miður sín yfir að muna ekki Gildi Landsbankans þótt ég hafi margoft hvatt þau til þess.Andlegt nammigott Kristinfræði er nauðsynleg því hún er hugmyndafræði sem er nátengt samfélagi okkar og sögu. En trúarleg innræting er hættuleg. Með henni er verið að kenna börnum svo margt sem er ekki rétt. Það er alhæft við þau um ýmislegt sem enginn veit. Þeim er kennt að til sé ósýnileg vera sem sé að hálfu leiti manneskja en að hálfu leiti geimvera. Þau hafa ekki raunverulegt val um það hvort þau trúa þessu því það eitt og sér getur komið verunni í uppnám. Ákveði maður hins vegar að fallast á þetta fylgir því ákveðin sefjun og börnum talin trú um að þarmeð muni þeim ganga betur í öllu lífinu en ella. Þetta er tæling. Þetta verður svo ennþá alvarlegra þegar fjöldi fullorðins fólks á atvinnu sína og afkomu undir því að sem flest börn fallist á þetta. Barnatrú er að trúa einhverju sem maður trúði á þegar maður var barn, en komst svo að því þegar maður varð eldri að var kannski frekar ótrúverðugt og órökrétt en ákveða samt, þrátt fyrir aukinn þroska og nýjar upplýsingar, að halda áfram að trúa á það. Kannski af því að það lætur manni líða vel. Það hálftrúir á eitthvað sem það veit ekki alveg hvað er og heldur í það einsog gamla minningu. Einsog að vera fullorðinn og trúa á jólasveininn og halda því fram, án þess að blikka auga, að hann sé í alvörunni til. En það sem lætur manni líða vel er ekki alltaf gott. Mestu máli skiptir að við höfum val og leyfum börnunum okkar að velja og þjálfa sína eigin dómgreind og læra að taka sjálfstæðar ákvarðanir því sá eiginleiki mun líklega verða þeim að meira gagni í lífinu heldur en geðþótti einhverrar ímyndaðrar veru. Barnatrú er ekki raunveruleg speki heldur bara bull. Hún er allt í lagi en hún er langt frá því að vera mikilvæg. Ekki frekar en úlpa er kappa. Sannleikurinn gerir okkur frjáls, sagði maðurinn. Leitum því sannleikans en trúum bara því sem við viljum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun