Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Selfoss 0-2 | Selfyssingar í þriðja sætið Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 20. júlí 2015 20:00 Dagný Brynjarsdóttir skoraði í kvöld. Vísir Selfoss vann góðan sigur á Eyjakonum í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Leiknum lauk með tveggja marka sigri gestanna sem skoruðu í báðum hálfleikjum. Þetta er þriðji leikurinn sem Selfoss vinnur á móti ÍBV á tímabilinu. Fátt kom á óvart í liðsuppstillingum liðanna en Esther Rós Arnarsdóttir var þó á bekknum hjá ÍBV. Í hennar stað í byrjunarliðinu var Díana Dögg Magnúsdóttir líkt og gegn Þór/KA. ÍBV byrjaði leikinn mun betur og voru nánast búnar að skora í sinni fyrstu sókn. Þar komst Cloe Lacasse upp að endamörkum en þá vantaði hlaup inn í teiginn frá sóknarmönnum. Næstu færi voru einnig hjá Eyjastúlkum en alltaf vantaði upp á síðustu snertingu sóknarinnar. Chante Sandiford var einnig sterk í marki gestanna en hún átti frábæran leik í dag. Donna Kay Henry ákvað að taka til sinna ráða eftir hálftíma leik en þá fékk hún boltann við miðju vallarins. Hún valsaði framhjá hverjum leikmanninum á fætur öðrum og lagði boltann síðan framhjá Bryndísi Láru í markinu, frábærlega gert. Eftir markið róaðist leikurinn niður en færin urðu ekki fleiri áður en flautað var til hálfleiks. Þessi fyrri hálfleikur var lifandi sönnun þess að mörk breyta leikjum. Síðari hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri endaði, Selfyssingar sóttu meira. Dagný Brynjarsdóttir átti skalla í slána af stuttu færi en það var þó nokkuð þröngt. Guðmunda Brynja átti flott færi stuttu síðar en Bryndís Lára var vel staðsett í markinu. Selfyssingar gerðu úti um leikinn eftir klukkutíma þegar Dagný Brynjarsdóttir slapp í gegnum vörn Eyjakvenna. Hún virtist vera rangstæð en aðstoðardómarinn lyfti ekki flaggi sínu. Það var því orðið erfitt fyrir heimakonur að koma til baka úr þessari stöðu, hægt og rólega fjaraði leikurinn út. Cloe Lacasse fékk dauðafæri stuttu eftir seinna mark Selfyssinga en skot hennar var arfaslakt framhjá markinu. Bryndís Lára átti einnig tíma fyrir eina frábæra vörslu áður en Guðmundur Ársæll Guðmundsson, góður dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Selfoss lyfti sér upp í þriðja sætið með sigrinum en ÍBV situr enn í 5. sætinu, nokkrum stigum á eftir Selfyssingum.Gunnar Borgþórsson: Tókum yfirhöndina þegar við skoruðum „Ég er klárlega sáttur með stelpurnar, mjög góð liðsheild og vinnuframlagið var gott,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfyssinga, eftir góðan sigur sinna stelpna úti í Eyjum. Selfoss hafði ekki unnið leik í Pepsi-deild kvenna síðan 16. júní. Við spurðum Gunnar hvernig þessi leikur var frábrugðinn síðustu leikjum. „Við erum að skora úr færum núna, við erum ekki að fá mjög mikið af færum í dag. Við fáum fjögur góð færi og skorum úr tveimur, það liggur í því.“ Leikurinn var í járnum þangað til að Selfoss skoraði fyrsta markið í leiknum þá tóku gestirnir leikinn yfir. „Ég er sammála því, við vissum að allir leikir á móti ÍBV eru jafnir. Þetta er að fara í framlengingar og svona í bikarnum. Við unnum þær í deildinni á síðustu sekúndunum þannig að við vissum að þetta yrði gríðarlega jafnt,“ sagði Gunnar en hans stelpur eru búnar að sigra ÍBV þrisvar á tímabilinu. „Þetta eru áþekk lið, en þegar við skorum þá tökum við yfirhöndina og mér fannst við halda henni og bæta jafnvel í, út allan leikinn.“ „Liðið er í mjög góðu formi og nær að klára leikina mjög vel, við erum að skora á síðustu mínútunum það er það sem er að gefa okkur þetta extra.“ Við enduðum á því að spyrja Gunnar út í markmið liðsins í deildinni. „Við viljum enda eins ofarlega og mögulegt er, við höfum gefið það út hér oft og mörgum sinnum að við viljum keppa um titla og verðlaun. Við skömmumst okkur ekkert fyrir það og verðum bara að sjá hvort það gangi upp eða ekki.“Ian Jeffs: Þær áttu þetta skilið „Ég er ekki ánægður að tapa á heimavelli, en mér fannst við byrja leikinn vel eins og oft áður í sumar,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari Eyjastúlkna, eftir tveggja marka tap gegn Selfossi á heimavelli. „Mér fannst við betri fyrstu 20-25 mínútur, en svo skora þær. Enn og aftur erum við búnar að vera betri í byrjun leiks en fáum samt mark á okkur. Þá fannst mér við brotna niður eftir það.“ „Þegar þær skoruðu annað markið þá áttum við engin svör.“ „Þetta er eitthvað sálfræðilegt hjá stelpunum, þegar við spilum við þessi stóru lið í deildinni, eins og Stjörnunni, Breiðablik og Selfoss. Um leið og við lendum undir brotnum við niður, við þurfum að sýna meiri karakter og vilja.“ ÍBV fékk ekki færri færi en Selfoss liðið, en annað liðið kláraði færin sín eins og sást á lokastöðunni. „Þetta var oftast svona hálffæri, leit vel út fyrst en svo fjaraði það út. Þær áttu þetta skilið í dag Selfossstelpur, ég verð að segja eins og er.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Selfoss vann góðan sigur á Eyjakonum í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Leiknum lauk með tveggja marka sigri gestanna sem skoruðu í báðum hálfleikjum. Þetta er þriðji leikurinn sem Selfoss vinnur á móti ÍBV á tímabilinu. Fátt kom á óvart í liðsuppstillingum liðanna en Esther Rós Arnarsdóttir var þó á bekknum hjá ÍBV. Í hennar stað í byrjunarliðinu var Díana Dögg Magnúsdóttir líkt og gegn Þór/KA. ÍBV byrjaði leikinn mun betur og voru nánast búnar að skora í sinni fyrstu sókn. Þar komst Cloe Lacasse upp að endamörkum en þá vantaði hlaup inn í teiginn frá sóknarmönnum. Næstu færi voru einnig hjá Eyjastúlkum en alltaf vantaði upp á síðustu snertingu sóknarinnar. Chante Sandiford var einnig sterk í marki gestanna en hún átti frábæran leik í dag. Donna Kay Henry ákvað að taka til sinna ráða eftir hálftíma leik en þá fékk hún boltann við miðju vallarins. Hún valsaði framhjá hverjum leikmanninum á fætur öðrum og lagði boltann síðan framhjá Bryndísi Láru í markinu, frábærlega gert. Eftir markið róaðist leikurinn niður en færin urðu ekki fleiri áður en flautað var til hálfleiks. Þessi fyrri hálfleikur var lifandi sönnun þess að mörk breyta leikjum. Síðari hálfleikurinn hófst eins og sá fyrri endaði, Selfyssingar sóttu meira. Dagný Brynjarsdóttir átti skalla í slána af stuttu færi en það var þó nokkuð þröngt. Guðmunda Brynja átti flott færi stuttu síðar en Bryndís Lára var vel staðsett í markinu. Selfyssingar gerðu úti um leikinn eftir klukkutíma þegar Dagný Brynjarsdóttir slapp í gegnum vörn Eyjakvenna. Hún virtist vera rangstæð en aðstoðardómarinn lyfti ekki flaggi sínu. Það var því orðið erfitt fyrir heimakonur að koma til baka úr þessari stöðu, hægt og rólega fjaraði leikurinn út. Cloe Lacasse fékk dauðafæri stuttu eftir seinna mark Selfyssinga en skot hennar var arfaslakt framhjá markinu. Bryndís Lára átti einnig tíma fyrir eina frábæra vörslu áður en Guðmundur Ársæll Guðmundsson, góður dómari leiksins, flautaði til leiksloka. Selfoss lyfti sér upp í þriðja sætið með sigrinum en ÍBV situr enn í 5. sætinu, nokkrum stigum á eftir Selfyssingum.Gunnar Borgþórsson: Tókum yfirhöndina þegar við skoruðum „Ég er klárlega sáttur með stelpurnar, mjög góð liðsheild og vinnuframlagið var gott,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfyssinga, eftir góðan sigur sinna stelpna úti í Eyjum. Selfoss hafði ekki unnið leik í Pepsi-deild kvenna síðan 16. júní. Við spurðum Gunnar hvernig þessi leikur var frábrugðinn síðustu leikjum. „Við erum að skora úr færum núna, við erum ekki að fá mjög mikið af færum í dag. Við fáum fjögur góð færi og skorum úr tveimur, það liggur í því.“ Leikurinn var í járnum þangað til að Selfoss skoraði fyrsta markið í leiknum þá tóku gestirnir leikinn yfir. „Ég er sammála því, við vissum að allir leikir á móti ÍBV eru jafnir. Þetta er að fara í framlengingar og svona í bikarnum. Við unnum þær í deildinni á síðustu sekúndunum þannig að við vissum að þetta yrði gríðarlega jafnt,“ sagði Gunnar en hans stelpur eru búnar að sigra ÍBV þrisvar á tímabilinu. „Þetta eru áþekk lið, en þegar við skorum þá tökum við yfirhöndina og mér fannst við halda henni og bæta jafnvel í, út allan leikinn.“ „Liðið er í mjög góðu formi og nær að klára leikina mjög vel, við erum að skora á síðustu mínútunum það er það sem er að gefa okkur þetta extra.“ Við enduðum á því að spyrja Gunnar út í markmið liðsins í deildinni. „Við viljum enda eins ofarlega og mögulegt er, við höfum gefið það út hér oft og mörgum sinnum að við viljum keppa um titla og verðlaun. Við skömmumst okkur ekkert fyrir það og verðum bara að sjá hvort það gangi upp eða ekki.“Ian Jeffs: Þær áttu þetta skilið „Ég er ekki ánægður að tapa á heimavelli, en mér fannst við byrja leikinn vel eins og oft áður í sumar,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari Eyjastúlkna, eftir tveggja marka tap gegn Selfossi á heimavelli. „Mér fannst við betri fyrstu 20-25 mínútur, en svo skora þær. Enn og aftur erum við búnar að vera betri í byrjun leiks en fáum samt mark á okkur. Þá fannst mér við brotna niður eftir það.“ „Þegar þær skoruðu annað markið þá áttum við engin svör.“ „Þetta er eitthvað sálfræðilegt hjá stelpunum, þegar við spilum við þessi stóru lið í deildinni, eins og Stjörnunni, Breiðablik og Selfoss. Um leið og við lendum undir brotnum við niður, við þurfum að sýna meiri karakter og vilja.“ ÍBV fékk ekki færri færi en Selfoss liðið, en annað liðið kláraði færin sín eins og sást á lokastöðunni. „Þetta var oftast svona hálffæri, leit vel út fyrst en svo fjaraði það út. Þær áttu þetta skilið í dag Selfossstelpur, ég verð að segja eins og er.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira