Stjóri Celtic: Leikmennirnir mínir eru vanir að spila fyrir framan þúsund manns T'omas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 20:03 Ronny Deila ræðir við leikmenn sína fyrir æfinguna í kvöld. vísir/andri marinó Ronny Deila, knattspyrnustjóri Celtic, býst ekki við öðru en skosku meistaranir fari áfram þegar liðið mætir Stjörnunni öðru sinni í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar á Samsung-vellinum annað kvöld. Celtic vann fyrri leikinn ytra, 2-0, þar sem Gunnar Nielsen, færeyski landsliðsmarkvörðurinn í liði Stjörnunnar, fór á kostum. „Stjarnan er gott lið sem leggur mikið á sig, er skipulagt og erfitt að brjóta á bak aftur. Það spilaði aftarlega gegn okkur og því áttum við í vandræðum með að skora til að byrja með,“ sagði Deila við Vísi á Samsung-vellinum í kvöld. „Stjarnan fékk nokkur ágætis færi í byrjun seinni hálfleiks. Þetta er fínt lið en við eigum að vera betri.“ Celtic gæti verið í enn betri stöðu fyrir seinni leikinn, en er Stjarnan nógu gott lið til að skora tvívegis á skosku meistarana? „Öll lið geta skorað á okkur ef við spilum illa en ef við spilum vel eigum við góðan möguleika á að vinna leikinn,“ sagði Deila.Ronny Deila og Craig Gordon, markvörður Celtic, á blaðamannafundinum í kvöld.vísir/tomVanir að spila á litlum völlum Fyrsti leikur hans með Celtic-liðið var gegn KR á sama stað í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Þá vann liðið nauman sigur á útivelli en pakkaði Vesturbæingum svo saman á Celtic Park. Telur hann betra að byrja á útivelli? „Það er erfitt að segja til um. Ég bara veit það ekki. Oftast er betra að spila á útivelli fyrst en það er ekkert sem maður ræður við,“ sagði Deila sem telur að það verði ekkert mál fyrir sína stráka að gíra sig upp í leikinn fyrir framan 1.000 manna stúku í Garðabænum. „Leikmennirnir eru vanir því frá Skotlandi. Við erum heppnir að vera með 50.000 manns á vellinum á hverjum leik en svo getum við spilað útileiki á móti liðum þar sem eru eitt til tvö þúsund manns,“ sagði Norðmaðurinn. „Þeir eru vanir mismunandi leikvöngum og mismunandi völlum. Ég hef því engar áhyggjur af því.“ Aðspurður að lokum hvort hann telji að gervigrasið muni hafa áhrif annað kvöld sagði Deila: „Strákarnir hafa spilað leiki á gervigrasi og unnið þá alla. Við fáum líka að æfa á vellinum í kvöld. Góð lið vinna sama á hvaða velli þau spila.“ Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Sjá meira
Ronny Deila, knattspyrnustjóri Celtic, býst ekki við öðru en skosku meistaranir fari áfram þegar liðið mætir Stjörnunni öðru sinni í annarri umferð forkeppni Meistaradeildarinnar á Samsung-vellinum annað kvöld. Celtic vann fyrri leikinn ytra, 2-0, þar sem Gunnar Nielsen, færeyski landsliðsmarkvörðurinn í liði Stjörnunnar, fór á kostum. „Stjarnan er gott lið sem leggur mikið á sig, er skipulagt og erfitt að brjóta á bak aftur. Það spilaði aftarlega gegn okkur og því áttum við í vandræðum með að skora til að byrja með,“ sagði Deila við Vísi á Samsung-vellinum í kvöld. „Stjarnan fékk nokkur ágætis færi í byrjun seinni hálfleiks. Þetta er fínt lið en við eigum að vera betri.“ Celtic gæti verið í enn betri stöðu fyrir seinni leikinn, en er Stjarnan nógu gott lið til að skora tvívegis á skosku meistarana? „Öll lið geta skorað á okkur ef við spilum illa en ef við spilum vel eigum við góðan möguleika á að vinna leikinn,“ sagði Deila.Ronny Deila og Craig Gordon, markvörður Celtic, á blaðamannafundinum í kvöld.vísir/tomVanir að spila á litlum völlum Fyrsti leikur hans með Celtic-liðið var gegn KR á sama stað í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Þá vann liðið nauman sigur á útivelli en pakkaði Vesturbæingum svo saman á Celtic Park. Telur hann betra að byrja á útivelli? „Það er erfitt að segja til um. Ég bara veit það ekki. Oftast er betra að spila á útivelli fyrst en það er ekkert sem maður ræður við,“ sagði Deila sem telur að það verði ekkert mál fyrir sína stráka að gíra sig upp í leikinn fyrir framan 1.000 manna stúku í Garðabænum. „Leikmennirnir eru vanir því frá Skotlandi. Við erum heppnir að vera með 50.000 manns á vellinum á hverjum leik en svo getum við spilað útileiki á móti liðum þar sem eru eitt til tvö þúsund manns,“ sagði Norðmaðurinn. „Þeir eru vanir mismunandi leikvöngum og mismunandi völlum. Ég hef því engar áhyggjur af því.“ Aðspurður að lokum hvort hann telji að gervigrasið muni hafa áhrif annað kvöld sagði Deila: „Strákarnir hafa spilað leiki á gervigrasi og unnið þá alla. Við fáum líka að æfa á vellinum í kvöld. Góð lið vinna sama á hvaða velli þau spila.“
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Sjá meira