77 raddir Óskar Steinn Ómarsson skrifar 22. júlí 2015 08:43 Sharidyn Svebakk-Bøhn var nýorðin 14 ára. Hún hafði gaman af stjórnmálum og þann 22. júlí árið 2011 var hún mætt í sínar fyrstu sumarbúðir hjá AUF, ungum jafnaðarmönnum í Noregi. Útey var sannkölluð paradís í augum ungmennanna en á augabragði breyttist hún í helvíti á jörð. Sharidyn var skotin tvisvar sinnum í bakið af öfgamanninum Anders Behring Breivik. Þennan dag myrti Breivik 77 manns í tveimur aðskildum árásum. Átta fórust í sprengjutilræði hans við stjórnarráð Noregs í miðborg Oslóar. Þar næst keyrði Breivik til Úteyjar þar sem hann tók 69 ungmenni af lífi. Í réttarhöldunum sagðist hann hafa verið að verja Noreg gegn svikurum. Svikurum sem væru að fremja menningarlegt þjóðarmorð. Í augum Breiviks voru ungmennin í Útey að eyðileggja norskt þjóðfélag. Breivik vildi varðveita evrópska menningu. Hann lagði áherslu á “menningarlega einsleitni, siðferði, kjarnafjölskylduna, frjálsan markað, stuðning við Ísrael, lög og reglu og kristna trú,” eins og segir í manifestói hans. Þessi gildi áttu að vera Evrópu að leiðarljósi. Í veginum fyrir þessum draumi hans stóðu “menningarmarxistarnir”, 14 til 20 ára ungliðar norska Verkamannaflokksins. Svo hann skaut þá. Breivik er ekki einn um þessar skoðanir. Það er í raun ógnvænlegt hversu mikið viðhorf hans ríma við orðræðu margra þeirra sem berjast gegn “íslamvæðingu Evrópu”, bæði á meginlandi álfunnar og hér heima. Á sama tíma og neyð flóttamanna við Miðjarðarhaf hefur aldrei verið meiri fer hatursglæpum gegn múslimum og öðrum innflytjendum fjölgandi víða í Evrópu. Dæmi eru um að íslenskir stjórnmálamenn tortryggi múslima og yfir þrjú þúsund manns hafa líkað við Facebook-síðu íslandsdeildar PEGIDA, alþjóðlegra haturssamtaka gegn múslimum. Þetta ætti að vekja ugg í brjósti okkar allra. Svar Norðmanna við árásunum var meira lýðræði, meira umburðarlyndi og meiri víðsýni. Við sem viljum berjast fyrir opnu og frjálsu samfélagi þurfum alltaf að vera á varðbergi, því hatursorðræða getur fljótt leitt af sér hatursglæpi og hryðjuverk. Við megum aldrei leyfa öfgafólki að normalísera hatursorðræðu. Þann 22. júlí þaggaði Breivik niður í 77 röddum. Svar okkar verður að vera að virkja okkar eigin raddir í þágu frelsis, lýðræðis og víðsýni. Það eru gildi sem eru þess virði að verja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Sharidyn Svebakk-Bøhn var nýorðin 14 ára. Hún hafði gaman af stjórnmálum og þann 22. júlí árið 2011 var hún mætt í sínar fyrstu sumarbúðir hjá AUF, ungum jafnaðarmönnum í Noregi. Útey var sannkölluð paradís í augum ungmennanna en á augabragði breyttist hún í helvíti á jörð. Sharidyn var skotin tvisvar sinnum í bakið af öfgamanninum Anders Behring Breivik. Þennan dag myrti Breivik 77 manns í tveimur aðskildum árásum. Átta fórust í sprengjutilræði hans við stjórnarráð Noregs í miðborg Oslóar. Þar næst keyrði Breivik til Úteyjar þar sem hann tók 69 ungmenni af lífi. Í réttarhöldunum sagðist hann hafa verið að verja Noreg gegn svikurum. Svikurum sem væru að fremja menningarlegt þjóðarmorð. Í augum Breiviks voru ungmennin í Útey að eyðileggja norskt þjóðfélag. Breivik vildi varðveita evrópska menningu. Hann lagði áherslu á “menningarlega einsleitni, siðferði, kjarnafjölskylduna, frjálsan markað, stuðning við Ísrael, lög og reglu og kristna trú,” eins og segir í manifestói hans. Þessi gildi áttu að vera Evrópu að leiðarljósi. Í veginum fyrir þessum draumi hans stóðu “menningarmarxistarnir”, 14 til 20 ára ungliðar norska Verkamannaflokksins. Svo hann skaut þá. Breivik er ekki einn um þessar skoðanir. Það er í raun ógnvænlegt hversu mikið viðhorf hans ríma við orðræðu margra þeirra sem berjast gegn “íslamvæðingu Evrópu”, bæði á meginlandi álfunnar og hér heima. Á sama tíma og neyð flóttamanna við Miðjarðarhaf hefur aldrei verið meiri fer hatursglæpum gegn múslimum og öðrum innflytjendum fjölgandi víða í Evrópu. Dæmi eru um að íslenskir stjórnmálamenn tortryggi múslima og yfir þrjú þúsund manns hafa líkað við Facebook-síðu íslandsdeildar PEGIDA, alþjóðlegra haturssamtaka gegn múslimum. Þetta ætti að vekja ugg í brjósti okkar allra. Svar Norðmanna við árásunum var meira lýðræði, meira umburðarlyndi og meiri víðsýni. Við sem viljum berjast fyrir opnu og frjálsu samfélagi þurfum alltaf að vera á varðbergi, því hatursorðræða getur fljótt leitt af sér hatursglæpi og hryðjuverk. Við megum aldrei leyfa öfgafólki að normalísera hatursorðræðu. Þann 22. júlí þaggaði Breivik niður í 77 röddum. Svar okkar verður að vera að virkja okkar eigin raddir í þágu frelsis, lýðræðis og víðsýni. Það eru gildi sem eru þess virði að verja.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar