Ný stikla úr James Bond – Spectre Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2015 15:21 Aðstandendur James Bond myndanna hafa sent frá sér nýja kynningarstiklu úr myndinni og þar er Aston Martin DB10 bíll James Bond í mun stærra hlutverki en í fyrri stiklum. Þeir sem áhugasamir eru um þessa næstu James Bond mynd ættu ekki að láta hana framhjá sér fara, hvað þá bílaáhugamenn, en hana má sjá hér að ofan. Í myndinni er James Bond að kljást við illvægan glæpaflokk, Spectre, sem stjórnað er af illmenni sem austurríski leikarinn Christoph Waltz leikur og kemur hann mikið fyrir í stiklunni. Eins og í fyrri James Bond myndum er Aston Martin bíll James Bond búinn skemmtilegum búnaði sem hjálpar Bond að komast úr tíðri vonlausri stöðu og í þessari mynd er Aston Martin DB10 bíllinn með öfluga eldvörpu aftan á bílnum sem ekki gleður þá sem veita honum eftirför. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent
Aðstandendur James Bond myndanna hafa sent frá sér nýja kynningarstiklu úr myndinni og þar er Aston Martin DB10 bíll James Bond í mun stærra hlutverki en í fyrri stiklum. Þeir sem áhugasamir eru um þessa næstu James Bond mynd ættu ekki að láta hana framhjá sér fara, hvað þá bílaáhugamenn, en hana má sjá hér að ofan. Í myndinni er James Bond að kljást við illvægan glæpaflokk, Spectre, sem stjórnað er af illmenni sem austurríski leikarinn Christoph Waltz leikur og kemur hann mikið fyrir í stiklunni. Eins og í fyrri James Bond myndum er Aston Martin bíll James Bond búinn skemmtilegum búnaði sem hjálpar Bond að komast úr tíðri vonlausri stöðu og í þessari mynd er Aston Martin DB10 bíllinn með öfluga eldvörpu aftan á bílnum sem ekki gleður þá sem veita honum eftirför. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent