Milljarða tekjur af skemmtiferðaskipum Linda Blöndal skrifar 22. júlí 2015 19:00 Tekjur vegna komu erlendra ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur eru miklar og aukast sífellt en gera þarf betur til að fá fólk frá borði og til að kaupa vörur og þjónustu í borginni. Þetta segir Katrín Sif Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Atlantik og umboðsmaður skemmtiferðaskipa hér á landi. Eyða langt fyrir milljarði krónaÁætlað er að hver ferðamaður eyði að minnsta kosti tólf þúsund krónum í borginni samkvæmt upplýsingum Faxaflóahafna. Tæplega 105 þúsund ferðamenn komu í fyrra með skemmtiferðaskipi til Reykjavíkur og eyddu því tæplega 1,3 milljörðum króna. Hafnargjöld sem skipin greiddu til Faxaflóahafna námu 240 milljónum króna. Hagnaðurinn almennt af komu þessara ferðamanna er þó miklu meiri en þessar tölur segja til um. Fyrirtækið Atlantic hefur í 37 ár verið umboðsaðili fyrir skemmtiferðaskip um allt land. Þar verður vart breytinga á tilhögun skipaferðanna en í ár stoppa fleiri skip yfir nótt. „Flestir fara í rútuferðir en svo eru alltaf fleiri og fleiri sem kaupa sér dýrari skoðunarferðir, eins og útsýnisflug og jafnvel þyrluflug og aðra nýja afþreyingu,“ sagði Katrín í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Margskonar tekjulindTekjur vegna komu skipanna verða til á mörgum stöðum, eins og vegna eldsneytiskaupa, og kostur er keyptur hjá heildsölum í borginni. Samkvæmt könnun Sjávarklasans haustið 2012 er áætlaður matarkostnaður skemmtiferðaskipa hátt í þrír milljarðar á öllu landinu. Reykvísk fyrirtæki fá einnig tekjur af skipulögðum ferðum út á land svo ekki fer allur gjaldeyririnn bara í gullna hringinn, þótt það gagnist líka fyrirtækjum í borginni þegar allt kemur til alls. „Þó ferðamennirnir fari út úr borginni, þá eru þeir að kaupa þjónustu sem er starfrækt hér í Reykjavík, þannig að ef við tökum hinn dæmigerða farþega skemmtiferðaskips sem fer gullhringinn, þá er hann kannski í rútu sem gerð er út frá Reykjavík og með farastjóra þaðan, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Kristín.Oftar sem skip skipta um áhöfnSkipin skipta einnig oftar um áhöfn og þá framlengja flestir dvölina hér á landi. „Síðustu ár er orðið algengara að skipaferðirnar byrji og endi hér á Íslandi. Í stað þess að nota Ísland sem viðkomuhöfn, þá er aðalstaðurinn hér og farið er hringinn kringum landið. Svo skipta þeir alfarið um alla farþegana eftir það og taka nýja um borð,“ útskýrir Kristín. Þarf fríar skutluferðirEnn er til mikils að vinna segir Kristín, en í sumum skipum fara allt að fjörutíu prósent farþeganna aldrei frá borði og þess virði að fá þá til að koma inn í borgina til að versla eða kaupa veitingar. „Það þarf að ná til þeirra farþega sem ekki fara í skipulagðar skoðunarferðir og auka aðgengi þeirra að miðborginni. Flest skipin leggjast að Skarfabakka, sem ekki er í göngufæri frá miðbænum nema fyrir þá allra frískustu. Margar erlendar borgir bjóða upp á fríar skutluferðir milli hafnarinnar og miðbæjarins til þess að draga fólk frá borði og inn í bæ.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Tekjur vegna komu erlendra ferðamanna sem koma með skemmtiferðaskipum til Reykjavíkur eru miklar og aukast sífellt en gera þarf betur til að fá fólk frá borði og til að kaupa vörur og þjónustu í borginni. Þetta segir Katrín Sif Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Atlantik og umboðsmaður skemmtiferðaskipa hér á landi. Eyða langt fyrir milljarði krónaÁætlað er að hver ferðamaður eyði að minnsta kosti tólf þúsund krónum í borginni samkvæmt upplýsingum Faxaflóahafna. Tæplega 105 þúsund ferðamenn komu í fyrra með skemmtiferðaskipi til Reykjavíkur og eyddu því tæplega 1,3 milljörðum króna. Hafnargjöld sem skipin greiddu til Faxaflóahafna námu 240 milljónum króna. Hagnaðurinn almennt af komu þessara ferðamanna er þó miklu meiri en þessar tölur segja til um. Fyrirtækið Atlantic hefur í 37 ár verið umboðsaðili fyrir skemmtiferðaskip um allt land. Þar verður vart breytinga á tilhögun skipaferðanna en í ár stoppa fleiri skip yfir nótt. „Flestir fara í rútuferðir en svo eru alltaf fleiri og fleiri sem kaupa sér dýrari skoðunarferðir, eins og útsýnisflug og jafnvel þyrluflug og aðra nýja afþreyingu,“ sagði Katrín í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Margskonar tekjulindTekjur vegna komu skipanna verða til á mörgum stöðum, eins og vegna eldsneytiskaupa, og kostur er keyptur hjá heildsölum í borginni. Samkvæmt könnun Sjávarklasans haustið 2012 er áætlaður matarkostnaður skemmtiferðaskipa hátt í þrír milljarðar á öllu landinu. Reykvísk fyrirtæki fá einnig tekjur af skipulögðum ferðum út á land svo ekki fer allur gjaldeyririnn bara í gullna hringinn, þótt það gagnist líka fyrirtækjum í borginni þegar allt kemur til alls. „Þó ferðamennirnir fari út úr borginni, þá eru þeir að kaupa þjónustu sem er starfrækt hér í Reykjavík, þannig að ef við tökum hinn dæmigerða farþega skemmtiferðaskips sem fer gullhringinn, þá er hann kannski í rútu sem gerð er út frá Reykjavík og með farastjóra þaðan, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Kristín.Oftar sem skip skipta um áhöfnSkipin skipta einnig oftar um áhöfn og þá framlengja flestir dvölina hér á landi. „Síðustu ár er orðið algengara að skipaferðirnar byrji og endi hér á Íslandi. Í stað þess að nota Ísland sem viðkomuhöfn, þá er aðalstaðurinn hér og farið er hringinn kringum landið. Svo skipta þeir alfarið um alla farþegana eftir það og taka nýja um borð,“ útskýrir Kristín. Þarf fríar skutluferðirEnn er til mikils að vinna segir Kristín, en í sumum skipum fara allt að fjörutíu prósent farþeganna aldrei frá borði og þess virði að fá þá til að koma inn í borgina til að versla eða kaupa veitingar. „Það þarf að ná til þeirra farþega sem ekki fara í skipulagðar skoðunarferðir og auka aðgengi þeirra að miðborginni. Flest skipin leggjast að Skarfabakka, sem ekki er í göngufæri frá miðbænum nema fyrir þá allra frískustu. Margar erlendar borgir bjóða upp á fríar skutluferðir milli hafnarinnar og miðbæjarins til þess að draga fólk frá borði og inn í bæ.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira