Flóðbylgja ferðafólks troðfyllir torfbæinn Kristján Már Unnarsson skrifar 22. júlí 2015 20:29 Ráðamenn Glaumbæjar í Skagafirði segja blasa við að setja verði fjöldatakmarkanir á ferðamenn sem vilja skoða gamla torfbæinn. Hann sé of lítill fyrir flóðbylgju ferðamanna yfir hásumarið. Þetta kom fram í viðtali við Sigríði Sigurðardóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, í fréttum Stöðvar 2. Byggðasafnið í Glaumbæ er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Skagafjarðar. Þegar við stöldruðum við stóðu sex rútur á bílastæðinu auk fjölda einkabíla. Allir vilja skoða gamla torfbæinn en þegar mörghundruð manns eru á staðnum á sama tíma fer að verða flókið fyrir alla að komast inn.Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við vorum að vandræðast núna í gær og í fyrradag með yfir 600 manns þannig að það má ekki meira vera fyrir þennan gamla og litla bæ,“ segir Sigríður. Hann hafi þó verið með stærri torfbæjum á 19. öld. „En hann er lítill í samanburði við þær flóðbylgjur sem fara inn.“ Eins og annars staðar á landinu hefur gestafjöldinn snaraukist, einkum síðustu tvö árin. Þetta segir Sigríður farið að verða áhyggjuefni. Brugðist hafi verið við í sumar með því að setja gangstéttir í kringum torfbæinn. „Þannig að fólk geti gengið á gangstéttunum en ekki að troða niður grasið því það var alveg komið niður í svað í fyrra.“ Þurft hefur að setja upp skilti þar sem ferðamenn eru vinsamlegast beðnir um að ganga ekki á torfþökunum og nú velta menn því fyrir sér hvort setja þurfi takmarkanir á þann fjölda gesta sem getur verið inni í torfbænum hverju sinni. „Það blasir við, - á þessum tíma. Hópatakmarkanir,“ segir Sigríður. Hún vill þó ekki gera of mikið úr vandanum og flestir gangi vel um þessar fornminjar. „Þetta eru dásamlegir gestir yfirleitt. Það er einn og einn sem mætti hugsa sig betur um áður en hann gerir ákveðna ranga hluti. En það eru mjög fáir sem eru til vandræða miðað við allan fjöldann. Bara yfirleitt frábærir gestir.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Ráðamenn Glaumbæjar í Skagafirði segja blasa við að setja verði fjöldatakmarkanir á ferðamenn sem vilja skoða gamla torfbæinn. Hann sé of lítill fyrir flóðbylgju ferðamanna yfir hásumarið. Þetta kom fram í viðtali við Sigríði Sigurðardóttur, safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, í fréttum Stöðvar 2. Byggðasafnið í Glaumbæ er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Skagafjarðar. Þegar við stöldruðum við stóðu sex rútur á bílastæðinu auk fjölda einkabíla. Allir vilja skoða gamla torfbæinn en þegar mörghundruð manns eru á staðnum á sama tíma fer að verða flókið fyrir alla að komast inn.Sigríður Sigurðardóttir, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Við vorum að vandræðast núna í gær og í fyrradag með yfir 600 manns þannig að það má ekki meira vera fyrir þennan gamla og litla bæ,“ segir Sigríður. Hann hafi þó verið með stærri torfbæjum á 19. öld. „En hann er lítill í samanburði við þær flóðbylgjur sem fara inn.“ Eins og annars staðar á landinu hefur gestafjöldinn snaraukist, einkum síðustu tvö árin. Þetta segir Sigríður farið að verða áhyggjuefni. Brugðist hafi verið við í sumar með því að setja gangstéttir í kringum torfbæinn. „Þannig að fólk geti gengið á gangstéttunum en ekki að troða niður grasið því það var alveg komið niður í svað í fyrra.“ Þurft hefur að setja upp skilti þar sem ferðamenn eru vinsamlegast beðnir um að ganga ekki á torfþökunum og nú velta menn því fyrir sér hvort setja þurfi takmarkanir á þann fjölda gesta sem getur verið inni í torfbænum hverju sinni. „Það blasir við, - á þessum tíma. Hópatakmarkanir,“ segir Sigríður. Hún vill þó ekki gera of mikið úr vandanum og flestir gangi vel um þessar fornminjar. „Þetta eru dásamlegir gestir yfirleitt. Það er einn og einn sem mætti hugsa sig betur um áður en hann gerir ákveðna ranga hluti. En það eru mjög fáir sem eru til vandræða miðað við allan fjöldann. Bara yfirleitt frábærir gestir.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira