Ráðherra útilokar ekki gjaldtöku á Laugaveginum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2015 10:34 Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segist ekki vera mótfallin því að rukka þá sem ganga Laugaveginn frá Landamannalaugum til Þórsmerkur. Þá segir hún „vel geta verið“ að göngufólk verði skikkað til að vera með leiðsögumann þegar það hyggst ganga leiðina. Þetta kom fram í Bítinu í morgun þar sem Ragnheiður var gestur þeirra Sigurjóns M. Egilssonar og Gulla Helga. Þar ræddi hún stöðuna sem upp er komin vegna hins mikla fjölda ferðamanna hér á landi, hvernig best skuli varðveita ímynd Íslands sem áfangastaðar og gagnrýnina sem hún hefur mátt sæta vegna meints aðgerðaleysis í málaflokknum. Ragnheiður vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna og reifaði þá vinnu sem hefur átt sér stað innan ráðuneytisins - til að mynda þá stefnumótun sem sé í gangi í málefnum ferðamanna.Þarfa að huga að tærleika vörunnar Ísland Ráðherrann sagði að við stefnumótunarvinnuna væri mikið litið til fordæma utan úr heimi, svo sem til Nýja-Sjálands en Nýsjálendingar eru eins og Íslendingar, „með svona vinsælar leiðir eins og Laugaveginn.“ „Hvað gera þeir, þeir eru bara með betra skipulag heldur en við erum með. Þeir segja það er bara leyfilegt labba úr þessari átt og þangað, það eru bara ákveðin slott, það eru ákveðnir göngustígar og það eru bara viðurlög við því að víkja frá þeim og ef að einhver myndi voga sér að skilja eftir rusl þar þá er það bara refsivert. Þetta eitthvað sem við eigum bara að gera,“ sagði ráðherrann. Talið barst þá að gjaldtöku.Af hverju má ekki kosta að ganga Laugaveginn?„Nákvæmlega,“ sagði Ragnheiður. „Ég er ekkert á móti því. Og þurfum við að skikka að vera með leiðsögumann? Það getur bara vel verið.“ Til þess að tryggja þær náttúruauðlindir sem farið sé að ganga á með auknum straumi ferðamanna taldi ráðherrann að nauðsynlegt sé að leita leiða sem þessa til að tryggja að varan Íslands sé sem tærust og sem fallegust. Spjall þeirra Ragnheiðar, Sigurjóns og Gulla má heyra í heild sinni hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segist ekki vera mótfallin því að rukka þá sem ganga Laugaveginn frá Landamannalaugum til Þórsmerkur. Þá segir hún „vel geta verið“ að göngufólk verði skikkað til að vera með leiðsögumann þegar það hyggst ganga leiðina. Þetta kom fram í Bítinu í morgun þar sem Ragnheiður var gestur þeirra Sigurjóns M. Egilssonar og Gulla Helga. Þar ræddi hún stöðuna sem upp er komin vegna hins mikla fjölda ferðamanna hér á landi, hvernig best skuli varðveita ímynd Íslands sem áfangastaðar og gagnrýnina sem hún hefur mátt sæta vegna meints aðgerðaleysis í málaflokknum. Ragnheiður vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna og reifaði þá vinnu sem hefur átt sér stað innan ráðuneytisins - til að mynda þá stefnumótun sem sé í gangi í málefnum ferðamanna.Þarfa að huga að tærleika vörunnar Ísland Ráðherrann sagði að við stefnumótunarvinnuna væri mikið litið til fordæma utan úr heimi, svo sem til Nýja-Sjálands en Nýsjálendingar eru eins og Íslendingar, „með svona vinsælar leiðir eins og Laugaveginn.“ „Hvað gera þeir, þeir eru bara með betra skipulag heldur en við erum með. Þeir segja það er bara leyfilegt labba úr þessari átt og þangað, það eru bara ákveðin slott, það eru ákveðnir göngustígar og það eru bara viðurlög við því að víkja frá þeim og ef að einhver myndi voga sér að skilja eftir rusl þar þá er það bara refsivert. Þetta eitthvað sem við eigum bara að gera,“ sagði ráðherrann. Talið barst þá að gjaldtöku.Af hverju má ekki kosta að ganga Laugaveginn?„Nákvæmlega,“ sagði Ragnheiður. „Ég er ekkert á móti því. Og þurfum við að skikka að vera með leiðsögumann? Það getur bara vel verið.“ Til þess að tryggja þær náttúruauðlindir sem farið sé að ganga á með auknum straumi ferðamanna taldi ráðherrann að nauðsynlegt sé að leita leiða sem þessa til að tryggja að varan Íslands sé sem tærust og sem fallegust. Spjall þeirra Ragnheiðar, Sigurjóns og Gulla má heyra í heild sinni hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira