Kristján Flóki í aðalhlutverki er FH féll úr leik í Aserbaísjan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júlí 2015 14:31 Kristján Flóki skoraði og var svo rekinn út af. Vísir/Valli FH er úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-2 jafntefli við Inter Bakú. Aserarnir unnu fyrri leikinn í Kaplakrika 1-2 og fóru því áfram, 4-3 samanlagt. Inter Bakú mætir Athletic Bilbao í næstu umferð. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-2, FH í vil en Kristján Flóki Finnbogason kom FH yfir á 52. mínútu. Þremur mínútum síðar var hann rekinn af velli og FH-ingar voru því einum færri síðustu 35 mínútur leiksins og alla framlenginguna. FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Eina mark fyrri hálfleiks var þó aserskt en það gerði Abbas Huseynov í uppbótartíma eftir stungusendingu Nika Kvekveskiri. En leikmenn Fimleikafélagsins komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og eftir aðeins tveggja mínútna leik jafnaði Þórarinn Ingi Valdimarsson metin. Jeremy Serwy átti góða fyrirgjöf frá hægri, beint á kollinn á Eyjamanninum sem skallaði boltann í netið af stuttu færi. Og aðeins fimm mínútum síðar kom varamaðurinn Kristján Flóki FH yfir þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Serwy og skalla Atla Guðnasonar fyrir markið. Flóki kom aftur við sögu á 55. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt, fyrir afar litlar sakir en úkraníski dómarinn, Yaroslav Kozyk, var FH-ingum mjög óhagstæður í dag. Eftir brottvísunina sóttu heimamenn meira en ógnuðu marki FH sárasjaldan. Það var helst að þeir næðu langskotum en þau voru flest víðsfjarri markinu eða enduðu öruggum höndum hins 44 ára gamla Kristjáns Finnbogasonar. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-2 og því þurfti að framlengja. Strax á fyrstu mínútu framlengingarinnar jafnaði Rauf Aliyev metin með góðu skoti fyrir utan vítateig eftir að FH-ingar komu boltanum ekki nógu vel í burtu. Eftir jöfnunarmarkið var á brattan að sækja fyrir FH sem varð að lokum að sætta sig við jafntefli og þar með að falla úr leik. Evrópudeild UEFA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
FH er úr leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir 2-2 jafntefli við Inter Bakú. Aserarnir unnu fyrri leikinn í Kaplakrika 1-2 og fóru því áfram, 4-3 samanlagt. Inter Bakú mætir Athletic Bilbao í næstu umferð. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-2, FH í vil en Kristján Flóki Finnbogason kom FH yfir á 52. mínútu. Þremur mínútum síðar var hann rekinn af velli og FH-ingar voru því einum færri síðustu 35 mínútur leiksins og alla framlenginguna. FH-ingar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Eina mark fyrri hálfleiks var þó aserskt en það gerði Abbas Huseynov í uppbótartíma eftir stungusendingu Nika Kvekveskiri. En leikmenn Fimleikafélagsins komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og eftir aðeins tveggja mínútna leik jafnaði Þórarinn Ingi Valdimarsson metin. Jeremy Serwy átti góða fyrirgjöf frá hægri, beint á kollinn á Eyjamanninum sem skallaði boltann í netið af stuttu færi. Og aðeins fimm mínútum síðar kom varamaðurinn Kristján Flóki FH yfir þegar hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Serwy og skalla Atla Guðnasonar fyrir markið. Flóki kom aftur við sögu á 55. mínútu þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt, fyrir afar litlar sakir en úkraníski dómarinn, Yaroslav Kozyk, var FH-ingum mjög óhagstæður í dag. Eftir brottvísunina sóttu heimamenn meira en ógnuðu marki FH sárasjaldan. Það var helst að þeir næðu langskotum en þau voru flest víðsfjarri markinu eða enduðu öruggum höndum hins 44 ára gamla Kristjáns Finnbogasonar. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-2 og því þurfti að framlengja. Strax á fyrstu mínútu framlengingarinnar jafnaði Rauf Aliyev metin með góðu skoti fyrir utan vítateig eftir að FH-ingar komu boltanum ekki nógu vel í burtu. Eftir jöfnunarmarkið var á brattan að sækja fyrir FH sem varð að lokum að sætta sig við jafntefli og þar með að falla úr leik.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira