Vantar tekjur til að standa undir þjónustu við ferðamenn Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. júlí 2015 19:00 Reykjavíkurborg hefur ekki notið aukins ferðamannafjölda í borginni í formi hærri skatttekna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill að Reykjavík fái gistináttagjald á reykvískum hótelum til að standa straum af kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýri líkastur. Ef spár ganga eftir munu tvær milljónir ferðamanna sækja landið heim árið 2018. Mikil aukning ferðamanna hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir íslensk sveitarfélög vegna þjónustu við þá. Vegna ferðamannastraumsins og þess kostnaðar sem sveitarfélögin bera vegna hans hafa vaknað spurningar um hvort sanngjarnt sé að sveitarfélög, eins og Reykjavík, fái auknar skatttekjur til að mæta kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. Auk sorphirðu og viðhalds helstu innviða má nefna hér sundlaugar Reykjavíkurborgar en ferðamenn sem sækja borgina njóta þess að reykvískir skattgreiðendur niðurgreiða sundferðir þeirra enda greiða þeir sama verð fyrir miðann í laugina og íbúarnir.Hafa ekki séð auknar skatttekjur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að borgin hafi ekki séð auknar skatttekjur vegna ferðamannastraumsins. „Við sjáum það ekki eins mikið í útsvarinu eins og við hefðum getað búist við. Skatttekjur af ferðamönnum renna fyrst og fremst til ríkisins í formi virðisaukaskatts og gistináttagjalds,“ segir Dagur. Hann segir eðlilegt að Reykjavíkurborg fái gistináttagjaldið til að mæta auknum kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. „Við höfum fært rök fyrir því að Reykjavík og sveitarfélögin fái gistináttagjaldið, sem um allan heim eru sveitarfélagaskattar, til að standa straum af meiri umhirðu, innviðum og öðru sem við þurfum að standa undir.“Skattkerfisbreytingar skoðaðar í samráði við fjármálaráðuneytið „Við vitum að sveitarfélögin bera mikinn kostnað af ferðaþjónustunni án þess að fá sambærilegar tekjur og renna í ríkissjóð. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða í samráði við fjármálaráðuneytið og við erum að skoða þessi mál,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra. Borgarstjóri segir vel geta hugsað sér fyrirkomulag þar sem gistináttagjaldið skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. „Við erum alveg opin fyrir öllum útfærslum á því. Það er markmiðið sem skiptir mestu máli. Þar sem álagið er, þar sem fjárfesta þarf í innviðum, veita þjónustu og leggja pening í rekstur, þar komi tekjurnar á móti,“ segir Dagur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur ekki notið aukins ferðamannafjölda í borginni í formi hærri skatttekna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill að Reykjavík fái gistináttagjald á reykvískum hótelum til að standa straum af kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýri líkastur. Ef spár ganga eftir munu tvær milljónir ferðamanna sækja landið heim árið 2018. Mikil aukning ferðamanna hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir íslensk sveitarfélög vegna þjónustu við þá. Vegna ferðamannastraumsins og þess kostnaðar sem sveitarfélögin bera vegna hans hafa vaknað spurningar um hvort sanngjarnt sé að sveitarfélög, eins og Reykjavík, fái auknar skatttekjur til að mæta kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. Auk sorphirðu og viðhalds helstu innviða má nefna hér sundlaugar Reykjavíkurborgar en ferðamenn sem sækja borgina njóta þess að reykvískir skattgreiðendur niðurgreiða sundferðir þeirra enda greiða þeir sama verð fyrir miðann í laugina og íbúarnir.Hafa ekki séð auknar skatttekjur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að borgin hafi ekki séð auknar skatttekjur vegna ferðamannastraumsins. „Við sjáum það ekki eins mikið í útsvarinu eins og við hefðum getað búist við. Skatttekjur af ferðamönnum renna fyrst og fremst til ríkisins í formi virðisaukaskatts og gistináttagjalds,“ segir Dagur. Hann segir eðlilegt að Reykjavíkurborg fái gistináttagjaldið til að mæta auknum kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. „Við höfum fært rök fyrir því að Reykjavík og sveitarfélögin fái gistináttagjaldið, sem um allan heim eru sveitarfélagaskattar, til að standa straum af meiri umhirðu, innviðum og öðru sem við þurfum að standa undir.“Skattkerfisbreytingar skoðaðar í samráði við fjármálaráðuneytið „Við vitum að sveitarfélögin bera mikinn kostnað af ferðaþjónustunni án þess að fá sambærilegar tekjur og renna í ríkissjóð. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða í samráði við fjármálaráðuneytið og við erum að skoða þessi mál,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra. Borgarstjóri segir vel geta hugsað sér fyrirkomulag þar sem gistináttagjaldið skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. „Við erum alveg opin fyrir öllum útfærslum á því. Það er markmiðið sem skiptir mestu máli. Þar sem álagið er, þar sem fjárfesta þarf í innviðum, veita þjónustu og leggja pening í rekstur, þar komi tekjurnar á móti,“ segir Dagur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu