Ferðasumarið við Snæfellsjökul: Eltu GPS-leiðbeiningar í rangan þjóðgarð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. júlí 2015 10:30 Úr þjóðgarðinum Snæfellsjökli. vísir/pjetur (u.v) og myndir/guðbjörg „Sumarið hefur gengið mjög vel hingað til,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, þjóðgarðsvörður í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. „Veðrið hefur verið mjög gott sem hjálpar og hingað hefur komið margt fólk í sumar.“ Þjóðgarðurinn markast af svæði milli Hellissands og Gufuskála og liggur í kringum jökulinn allan. Að sunnan er hann markaður af Háahrauni. Ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á ferðir upp á jökul, þá bæði á troðurum og gönguferðir. Hægt er að fara í hellaferðir í Vatnshelli og í nágrenninu er fjölbreytt úrval afþreyingar. Sex landverðir vinna hjá þjóðgarðinum en þrír til fjórir þeirra eru við störf hverju sinni. Á þessu ári eru þeir við störf frá því í byrjun maí og út október en tímabilið hefur verið styttra hingað til. Aukafjárveiting gerir kleift að lengja tímabil þeirra. Að auki hafa tíu sjálfboðaliðar komið að starfinu en þeir unnu meðal annars að því að leggja stíga og uppbyggingu ýmissa innviða.Víða er lagfæringar þörf í þjóðgarðinum.mynd/guðbjörgAlltaf hægt að finna not fyrir meira fé „Það eru ýmis vandamál sem fylgja fleira fólki og breyttum ferðavenjum. Ekki er leyfilegt að gista innan þjóðgarðsins en margir hafa tekið upp á því að gista í bílum sínum á bílastæðum og ganga örna sinna út í móa. Við eltum klósettpappír út um allt í þjóðgarðinum. Þegar við spyrjum þá út í þetta hafa sumir svarað því að þeim sé sagt að þeir megi gista hvar sem er í eina nótt, landið sé markaðsett svona.“ Eins og á svo mörgum stöðum var þjóðgarðurinn ekki fullkomlega í stakk búinn til að taka á móti þessum aukna fjölda ferðamanna sem heimsótt hefur landið undanfarin ár. Salernisaðstöðu á staðnum sé til að mynda ábótavant. „Við höfum fengið aukið fé að undanförnu og getum því haft landverði hér fleiri mánuði ársins en áður og byggt upp göngustíga og palla,“ segir Guðbjörg en bætir við að meira verði að koma til. „Hér eru öll bílastæði sprungin og klósettin á Djúpalandssandi þarfnast endurbóta. Það væri líka frábært að geta boðið upp landvörslu enn lengur. Það er ekki vandamál að finna not fyrir peninginn hérna. “Fóru á rangan Þingvöll „Við erum reglulega spurð að því hvar sé hægt að finna lunda hér á svæðinu,“ segir Guðbjörg aðspurð um hvort hún muni eftir einhverju sérlega skemmtilegu sem á daga hennar hefur drifið í starfinu. „Lundana er erfitt að finna en það var mjög skondið þegar einn spurði hvort og þá hvar hann gæti fundið mörgæsir á svæðinu. Hann varð nokkuð vandræðalegur þegar hann áttaði sig á því að þær væri hvergi að finna á norðurhveli Jarðar.“ Hún minnist þess einnig þegar hingað komu ferðalangar fyrir nokkrum árum sem voru nýkomnir úr Reykjavík. Þeir höfðu ekið í þjóðgarðinn eftir leiðbeiningum GPS tækis en voru hálf villtir. „Þá kom í ljós að þeir voru staddir í vitlausum þjóðgarði. Þeir höfðu ætlað sér á Þingvelli og þeir höfðu að vísu farið á Þingvelli en það voru Þingvellir í Helgafellssveit! Það borgar sig ekki alltaf að treysta tækninni í blindni,“ segir hún og hlær. Landverðir þjóðgarðsins sjá einnig um friðlöndin að Arnarstapa, Hellnum og í Búðarhrauni. Guðbjörg segir að flestir ferðamenn séu jákvæðir og að það sé gaman að vinna með þeim og fyrir þá. „Þeir gefa svo mikið til baka. Þeim finnst landið svo fallegt, margt nýtt að sjá og eru forvitnir um lífið hér, það er gaman að ræða við þá. Nú rétt í þessu voru Svisslendingar að hrósa okkur fyrir hvað salernin væru hrein og gáfu okkur súkkulaði frá heimalandinu. Það er frábært að vinna við landvörslu.“Vísir mun í sumar fjalla um ferðamennsku á Íslandi og taka púlsinn á helstu ferðamannastöðum. Allar ábendingar og fréttaskot er snerta ferðamennsku á Íslandi með einum eða öðrum hætti eru vel þegnar á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill fleiri ferðamenn um vetur: Hálf milljón heimsækja Vík í ár en rými til aukningar Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segir ferðasumarið hafa gengið mjög vel í Mýrdalnum. 14. júlí 2015 10:48 Ferðasumarið á Seyðisfirði: Fólk smælar framan í heiminn og nýtur þrátt fyrir veðrið Bókunarstjóri á Seyðisfirði segir bæinn orðinn svo samheldinn og sjóaðan að íbúar geti tekið við öllu. 16. júlí 2015 21:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
„Sumarið hefur gengið mjög vel hingað til,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, þjóðgarðsvörður í þjóðgarðinum Snæfellsjökli. „Veðrið hefur verið mjög gott sem hjálpar og hingað hefur komið margt fólk í sumar.“ Þjóðgarðurinn markast af svæði milli Hellissands og Gufuskála og liggur í kringum jökulinn allan. Að sunnan er hann markaður af Háahrauni. Ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á ferðir upp á jökul, þá bæði á troðurum og gönguferðir. Hægt er að fara í hellaferðir í Vatnshelli og í nágrenninu er fjölbreytt úrval afþreyingar. Sex landverðir vinna hjá þjóðgarðinum en þrír til fjórir þeirra eru við störf hverju sinni. Á þessu ári eru þeir við störf frá því í byrjun maí og út október en tímabilið hefur verið styttra hingað til. Aukafjárveiting gerir kleift að lengja tímabil þeirra. Að auki hafa tíu sjálfboðaliðar komið að starfinu en þeir unnu meðal annars að því að leggja stíga og uppbyggingu ýmissa innviða.Víða er lagfæringar þörf í þjóðgarðinum.mynd/guðbjörgAlltaf hægt að finna not fyrir meira fé „Það eru ýmis vandamál sem fylgja fleira fólki og breyttum ferðavenjum. Ekki er leyfilegt að gista innan þjóðgarðsins en margir hafa tekið upp á því að gista í bílum sínum á bílastæðum og ganga örna sinna út í móa. Við eltum klósettpappír út um allt í þjóðgarðinum. Þegar við spyrjum þá út í þetta hafa sumir svarað því að þeim sé sagt að þeir megi gista hvar sem er í eina nótt, landið sé markaðsett svona.“ Eins og á svo mörgum stöðum var þjóðgarðurinn ekki fullkomlega í stakk búinn til að taka á móti þessum aukna fjölda ferðamanna sem heimsótt hefur landið undanfarin ár. Salernisaðstöðu á staðnum sé til að mynda ábótavant. „Við höfum fengið aukið fé að undanförnu og getum því haft landverði hér fleiri mánuði ársins en áður og byggt upp göngustíga og palla,“ segir Guðbjörg en bætir við að meira verði að koma til. „Hér eru öll bílastæði sprungin og klósettin á Djúpalandssandi þarfnast endurbóta. Það væri líka frábært að geta boðið upp landvörslu enn lengur. Það er ekki vandamál að finna not fyrir peninginn hérna. “Fóru á rangan Þingvöll „Við erum reglulega spurð að því hvar sé hægt að finna lunda hér á svæðinu,“ segir Guðbjörg aðspurð um hvort hún muni eftir einhverju sérlega skemmtilegu sem á daga hennar hefur drifið í starfinu. „Lundana er erfitt að finna en það var mjög skondið þegar einn spurði hvort og þá hvar hann gæti fundið mörgæsir á svæðinu. Hann varð nokkuð vandræðalegur þegar hann áttaði sig á því að þær væri hvergi að finna á norðurhveli Jarðar.“ Hún minnist þess einnig þegar hingað komu ferðalangar fyrir nokkrum árum sem voru nýkomnir úr Reykjavík. Þeir höfðu ekið í þjóðgarðinn eftir leiðbeiningum GPS tækis en voru hálf villtir. „Þá kom í ljós að þeir voru staddir í vitlausum þjóðgarði. Þeir höfðu ætlað sér á Þingvelli og þeir höfðu að vísu farið á Þingvelli en það voru Þingvellir í Helgafellssveit! Það borgar sig ekki alltaf að treysta tækninni í blindni,“ segir hún og hlær. Landverðir þjóðgarðsins sjá einnig um friðlöndin að Arnarstapa, Hellnum og í Búðarhrauni. Guðbjörg segir að flestir ferðamenn séu jákvæðir og að það sé gaman að vinna með þeim og fyrir þá. „Þeir gefa svo mikið til baka. Þeim finnst landið svo fallegt, margt nýtt að sjá og eru forvitnir um lífið hér, það er gaman að ræða við þá. Nú rétt í þessu voru Svisslendingar að hrósa okkur fyrir hvað salernin væru hrein og gáfu okkur súkkulaði frá heimalandinu. Það er frábært að vinna við landvörslu.“Vísir mun í sumar fjalla um ferðamennsku á Íslandi og taka púlsinn á helstu ferðamannastöðum. Allar ábendingar og fréttaskot er snerta ferðamennsku á Íslandi með einum eða öðrum hætti eru vel þegnar á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill fleiri ferðamenn um vetur: Hálf milljón heimsækja Vík í ár en rými til aukningar Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segir ferðasumarið hafa gengið mjög vel í Mýrdalnum. 14. júlí 2015 10:48 Ferðasumarið á Seyðisfirði: Fólk smælar framan í heiminn og nýtur þrátt fyrir veðrið Bókunarstjóri á Seyðisfirði segir bæinn orðinn svo samheldinn og sjóaðan að íbúar geti tekið við öllu. 16. júlí 2015 21:00 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Vill fleiri ferðamenn um vetur: Hálf milljón heimsækja Vík í ár en rými til aukningar Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segir ferðasumarið hafa gengið mjög vel í Mýrdalnum. 14. júlí 2015 10:48
Ferðasumarið á Seyðisfirði: Fólk smælar framan í heiminn og nýtur þrátt fyrir veðrið Bókunarstjóri á Seyðisfirði segir bæinn orðinn svo samheldinn og sjóaðan að íbúar geti tekið við öllu. 16. júlí 2015 21:00