Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöð Birgir Olgeirsson skrifar 25. júlí 2015 19:55 Björn Ingi Hrafnsson er einn af eigendum Vefpressunnar ehf. Vísir/Ernir Vefpressan ehf. hefur keypt útgáfuréttinn af vikublöðum sem Fótspor ehf. hefur hingað til gefið út. Björn Þorláksson, ritstjóri Akureyri Vikublaðs, greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að honum hefði verið tilkynnt af eigendum Fótspors ehf. að fyrirtækið myndi hætta útgáfu frá og með deginum í dag.Skjótt skipast veður í lofti sem er ekkert nýtt í fjölmiðlaheiminum. Eftir fjögurra ára farsælt útgáfusamstarf með Á...Posted by Björn Þorláksson on Saturday, July 25, 2015„Verð að minnka við mig“ Ámundi Ámundason er ábyrgðarmaður blaða og auglýsingastjóri Fótspors ehf. en hann segir í samtali við Vísi fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, Vefpressuna ehf., hafa keypt útgáfuréttinn að blöðum sem Fótspor hefur hingað til gefið út. Rekstri Fótspors ehf. verður hætt en Ámundi mun taka til starfa hjá Vefpressunni. „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir Ámundi í samtali við Vísi um málið en hann segir fyrirtækið Fótspor ehf. skulda hvergi krónu.Ámundi Ámundason. Vísir/Ernir„Málið er það, sem er líka skemmtilegt, að ég mun vinna hjá hinu nýja útgáfufélagi og byrja vinna þar fyrsta september hjá Birni Inga sem auglýsingastjóri,“ segir Ámundi. Ekki náðist í Björn Inga Hrafnsson, einn eigenda Vefpressunnar ehf., við vinnslu þessarar fréttar.Gífurleg vinna Hann segir Fótspor ehf. hafa gefið út 12 blöð og það sé gífurleg vinna. Á meðal þeirra eru blöðin Akureyri Vikublað, Reykjavík Vikublað, Bæjarblaðið Kópavogur, Bæjarblaðið Hafnarfjörður/Garðabær, Reykjanesblaðið, Selfossblaðið, Vesturlandsblaðið, Austurland, Vestfirðir. Hann segir blöðin vera þau langvinsælustu í hverju héraði fyrir sig. „Núna slepp ég við allt rekstrarvandamál þegar ég fer að vinna hjá Birni Inga. Það er svo skrýtið þó ég sé kominn á þennan aldur þá eru allir fjölmiðlar búnir að bjóða mér vinnu sem auglýsingastjóri,“ segir Ámundi.„Álag á einum manni“ Hann segir Björn Inga hafa haft samband við sig að fyrra bragði og hann sé mjög ánægður með þessa niðurstöðu. „Hugsaðu þér ef ég yrði veikur á næsta eða þar næsta ári, sem ég trúi ekki af því ég er svo velbyggður, þá myndi útgáfan hrynja. Þetta er rosa álag á einum manni að sjá um þennan rekstur,“ segir Ámundi sem er á leiðinni í sólarlandafrí að eigin sögn. „Nú fer ég bara á CostadelSol á mánudaginn klukkan átta um morguninn og ligg á maganum í tíu daga í sólbaði og svo á bakinu í aðra tíu daga, það þýðir tuttugu daga á CostadelSol.“ Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Sjá meira
Vefpressan ehf. hefur keypt útgáfuréttinn af vikublöðum sem Fótspor ehf. hefur hingað til gefið út. Björn Þorláksson, ritstjóri Akureyri Vikublaðs, greindi frá því á Facebook-síðu sinni fyrr í dag að honum hefði verið tilkynnt af eigendum Fótspors ehf. að fyrirtækið myndi hætta útgáfu frá og með deginum í dag.Skjótt skipast veður í lofti sem er ekkert nýtt í fjölmiðlaheiminum. Eftir fjögurra ára farsælt útgáfusamstarf með Á...Posted by Björn Þorláksson on Saturday, July 25, 2015„Verð að minnka við mig“ Ámundi Ámundason er ábyrgðarmaður blaða og auglýsingastjóri Fótspors ehf. en hann segir í samtali við Vísi fyrirtæki Björns Inga Hrafnssonar, Vefpressuna ehf., hafa keypt útgáfuréttinn að blöðum sem Fótspor hefur hingað til gefið út. Rekstri Fótspors ehf. verður hætt en Ámundi mun taka til starfa hjá Vefpressunni. „Staðreyndin er sú að ég er 70 ára og verð að minnka við mig álag áður en ég missi allt úr höndunum,“ segir Ámundi í samtali við Vísi um málið en hann segir fyrirtækið Fótspor ehf. skulda hvergi krónu.Ámundi Ámundason. Vísir/Ernir„Málið er það, sem er líka skemmtilegt, að ég mun vinna hjá hinu nýja útgáfufélagi og byrja vinna þar fyrsta september hjá Birni Inga sem auglýsingastjóri,“ segir Ámundi. Ekki náðist í Björn Inga Hrafnsson, einn eigenda Vefpressunnar ehf., við vinnslu þessarar fréttar.Gífurleg vinna Hann segir Fótspor ehf. hafa gefið út 12 blöð og það sé gífurleg vinna. Á meðal þeirra eru blöðin Akureyri Vikublað, Reykjavík Vikublað, Bæjarblaðið Kópavogur, Bæjarblaðið Hafnarfjörður/Garðabær, Reykjanesblaðið, Selfossblaðið, Vesturlandsblaðið, Austurland, Vestfirðir. Hann segir blöðin vera þau langvinsælustu í hverju héraði fyrir sig. „Núna slepp ég við allt rekstrarvandamál þegar ég fer að vinna hjá Birni Inga. Það er svo skrýtið þó ég sé kominn á þennan aldur þá eru allir fjölmiðlar búnir að bjóða mér vinnu sem auglýsingastjóri,“ segir Ámundi.„Álag á einum manni“ Hann segir Björn Inga hafa haft samband við sig að fyrra bragði og hann sé mjög ánægður með þessa niðurstöðu. „Hugsaðu þér ef ég yrði veikur á næsta eða þar næsta ári, sem ég trúi ekki af því ég er svo velbyggður, þá myndi útgáfan hrynja. Þetta er rosa álag á einum manni að sjá um þennan rekstur,“ segir Ámundi sem er á leiðinni í sólarlandafrí að eigin sögn. „Nú fer ég bara á CostadelSol á mánudaginn klukkan átta um morguninn og ligg á maganum í tíu daga í sólbaði og svo á bakinu í aðra tíu daga, það þýðir tuttugu daga á CostadelSol.“
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent