Markaðsmisnotkunarmál Kaupþings fer fyrir Hæstarétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. júlí 2015 16:53 Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson. vísir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa báðir áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða til Hæstaréttar. Þetta herma heimildir Vísis en dómur var kveðinn upp fyrir rúmum fjórum vikum. Hreiðari Má var ekki gerð frekari refsing umfram dóminn sem hann hlaut í Al Thani-málinu en hann var þá dæmdur í fangelsi í fimm og hálft ár. Samanlögð refsing Sigurðar Einarssonar fyrir hans aðild að markaðsmisnotkunarmálinu og Al Thani-málinu er fangelsi í fimm ár, fjögur ár fyrir Al Thani-viðskiptin og svo bættist eitt ár við vegna markaðsmisnotkunarmálsins. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara áfrýjuðu þrír sakborningar til Hæstaréttar. Vísir hefur ekki fengið staðfest hver þriðji maðurinn er en í frétt Viðskiptablaðsins kemur fram að það sé Bjarki Diego, framkvæmdastjóri útlána hjá bankanum. Eftir því sem Vísir kemst næst mun ríkissaksóknari hafa áfrýjað málinu hvað varðar hina sakborningana sex í málinu, en embættið hefur ekki viljað staðfesta þetta. Heimildir Viðskiptablaðsins eru þó á sama veg. Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, var dæmdur í fangelsi í fjögur og hálft ár fyrir markaðsmisnotkunarmálið. Þá var Bjarki Diego dæmdur í fangelsi í tvö og hálft ár. Þá hlaut Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings, tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson, starfsmenn eigin viðskipta, hlutu 18 mánaða skilorðsbundinn dóm. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Björk Þórarinsdóttir, sem sat í lánanefnd bankans, voru bæði sýknuð í málinu. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hver var dæmdur fyrir hvað? Sakfellt fyrir markaðsmisnotkun en enginn dæmdur fyrir milljarða lán til Mata Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er tæpar 100 blaðsíður. Vísir fór yfir dóminn og bar hann saman við ákæruna í málinu sem var allítarleg. 1. júlí 2015 11:45 Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15 „Stórfelld markaðsmisnotkun“ stunduð í deild eigin viðskipta Kaupþings "Ótrúverðugt“ að Hreiðar Már og Sigurður hafi ekki vitað af því hvernig deildin vann. 26. júní 2015 16:16 Fer fram á þunga dóma yfir Kaupþingstoppum: Alvarlegri brot en í Al Thani-málinu Björn Þorvaldsson, saksóknari, lauk fyrri málflutningsræðu sinni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 18. maí 2015 17:48 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður bankans, hafa báðir áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmálinu svokallaða til Hæstaréttar. Þetta herma heimildir Vísis en dómur var kveðinn upp fyrir rúmum fjórum vikum. Hreiðari Má var ekki gerð frekari refsing umfram dóminn sem hann hlaut í Al Thani-málinu en hann var þá dæmdur í fangelsi í fimm og hálft ár. Samanlögð refsing Sigurðar Einarssonar fyrir hans aðild að markaðsmisnotkunarmálinu og Al Thani-málinu er fangelsi í fimm ár, fjögur ár fyrir Al Thani-viðskiptin og svo bættist eitt ár við vegna markaðsmisnotkunarmálsins. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara áfrýjuðu þrír sakborningar til Hæstaréttar. Vísir hefur ekki fengið staðfest hver þriðji maðurinn er en í frétt Viðskiptablaðsins kemur fram að það sé Bjarki Diego, framkvæmdastjóri útlána hjá bankanum. Eftir því sem Vísir kemst næst mun ríkissaksóknari hafa áfrýjað málinu hvað varðar hina sakborningana sex í málinu, en embættið hefur ekki viljað staðfesta þetta. Heimildir Viðskiptablaðsins eru þó á sama veg. Ingólfur Helgason, fyrrverandi forstjóri Kaupþings á Íslandi, var dæmdur í fangelsi í fjögur og hálft ár fyrir markaðsmisnotkunarmálið. Þá var Bjarki Diego dæmdur í fangelsi í tvö og hálft ár. Þá hlaut Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings, tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson, starfsmenn eigin viðskipta, hlutu 18 mánaða skilorðsbundinn dóm. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og Björk Þórarinsdóttir, sem sat í lánanefnd bankans, voru bæði sýknuð í málinu.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hver var dæmdur fyrir hvað? Sakfellt fyrir markaðsmisnotkun en enginn dæmdur fyrir milljarða lán til Mata Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er tæpar 100 blaðsíður. Vísir fór yfir dóminn og bar hann saman við ákæruna í málinu sem var allítarleg. 1. júlí 2015 11:45 Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15 „Stórfelld markaðsmisnotkun“ stunduð í deild eigin viðskipta Kaupþings "Ótrúverðugt“ að Hreiðar Már og Sigurður hafi ekki vitað af því hvernig deildin vann. 26. júní 2015 16:16 Fer fram á þunga dóma yfir Kaupþingstoppum: Alvarlegri brot en í Al Thani-málinu Björn Þorvaldsson, saksóknari, lauk fyrri málflutningsræðu sinni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 18. maí 2015 17:48 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Hver var dæmdur fyrir hvað? Sakfellt fyrir markaðsmisnotkun en enginn dæmdur fyrir milljarða lán til Mata Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er tæpar 100 blaðsíður. Vísir fór yfir dóminn og bar hann saman við ákæruna í málinu sem var allítarleg. 1. júlí 2015 11:45
Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15
„Stórfelld markaðsmisnotkun“ stunduð í deild eigin viðskipta Kaupþings "Ótrúverðugt“ að Hreiðar Már og Sigurður hafi ekki vitað af því hvernig deildin vann. 26. júní 2015 16:16
Fer fram á þunga dóma yfir Kaupþingstoppum: Alvarlegri brot en í Al Thani-málinu Björn Þorvaldsson, saksóknari, lauk fyrri málflutningsræðu sinni í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 18. maí 2015 17:48