Fjölmenn mótmæli í Helsinki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júlí 2015 11:30 Um 15.000 mættu á mótmælin. Vísir/AFP Þúsundir komu saman í Helsinki í gær til að mótmæla ummælum finnska stjórnarþingmannsins Olli Immonen þar sem hann hvatti Finna til að standa saman til að vernda hina einu sönnu finnsku þjóð. „Mig dreymir um sterka og hugrakka þjóð sem mun sigra þessa martröð sem kallast fjölmenningarstefna. Þessi ófríða loftbóla sem óvinir okkar búa í mun brátt brotna í þúsund mola. Ég hef mikla trú á okkar kröftugu baráttumönnum. Við munum berjast til loka fyrir föðurlandið og hina einu sönnu finnsku þjóð.“ Þetta skrifaði Immonen á Facebook-síðu sína um helgina en hann er þingmaður Sannra Finna sem er einn af þremur flokkum sem mynda ríkisstjórn Finnlands. „Við erum vön kynþáttafordómum en við verðum að berjast gegn þessu. Við höfum verið þögul í of langan tíma en nú er kominn tími til að segja það upphátt: Þetta er ekki í lagi“ sagði Ozan Yanar, þingmaður Græningja, en hann er fæddur í Tyrklandi en talið er að um 15.000 manns hafi verið viðstaddir mótmælin. Sannir Finnar er næststærsti flokkurinn á finnska þinginu og hefur það á stefnuskrá sinni að herða innflytjendalögin. Flokkurinn vill þó ekki kenna sig við öfgasinnaða hægri flokka í Evrópu. Formaður flokksins, utanríkisráðherrann Timo Soini taldi að ummæli Immonen myndu skaða flokkinn.Ráðherrar ósáttir með ummælin Margir sáu tengsl á milli tímasetningar ummæla Immonen og þess að 22. júlí sl. voru fjögur ár frá fjöldamorðum Anders Behring Breivik í Útey í Noregi. Immonen neitaði að einhver tengsl lægu þarna á milli. Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands, sagði að ummæli Immonen væri óásættanleg: „Finnland hefur alltaf verið alþjóðlegt land, þeir sem hafa flutt hingað til lands hafa ávallt auðgað menningar- og viðskiptalíf okkar.“ Juhana Aunesluoma, rannsóknastjóri Evrópufræða við Háskólann í Helsinki, telur að ummæli Immonen sýni að klofningur sé að myndast innan flokks Sannra Finna eftir að hann myndaði ríkisstjórn með mið-hægri flokkum og hafi þurft að glíma við málefni á borð við ástandið í Griklandi. „Það er ákveðinn herskár armur innan flokksins og það er krefjandi verkefni fyrir stjórn flokksins að stilla stefnu sína af.“ Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Formaður Sannra Finna nýr utanríkisráðherra Finnlands Juha Sipilä kynnti stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sinnar í morgun. 27. maí 2015 12:07 Uppsveifla norrænna popúlista Svíþjóðardemókratar mælast næststærstir allra flokka á sænska þinginu. 24. júlí 2015 07:00 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Þúsundir komu saman í Helsinki í gær til að mótmæla ummælum finnska stjórnarþingmannsins Olli Immonen þar sem hann hvatti Finna til að standa saman til að vernda hina einu sönnu finnsku þjóð. „Mig dreymir um sterka og hugrakka þjóð sem mun sigra þessa martröð sem kallast fjölmenningarstefna. Þessi ófríða loftbóla sem óvinir okkar búa í mun brátt brotna í þúsund mola. Ég hef mikla trú á okkar kröftugu baráttumönnum. Við munum berjast til loka fyrir föðurlandið og hina einu sönnu finnsku þjóð.“ Þetta skrifaði Immonen á Facebook-síðu sína um helgina en hann er þingmaður Sannra Finna sem er einn af þremur flokkum sem mynda ríkisstjórn Finnlands. „Við erum vön kynþáttafordómum en við verðum að berjast gegn þessu. Við höfum verið þögul í of langan tíma en nú er kominn tími til að segja það upphátt: Þetta er ekki í lagi“ sagði Ozan Yanar, þingmaður Græningja, en hann er fæddur í Tyrklandi en talið er að um 15.000 manns hafi verið viðstaddir mótmælin. Sannir Finnar er næststærsti flokkurinn á finnska þinginu og hefur það á stefnuskrá sinni að herða innflytjendalögin. Flokkurinn vill þó ekki kenna sig við öfgasinnaða hægri flokka í Evrópu. Formaður flokksins, utanríkisráðherrann Timo Soini taldi að ummæli Immonen myndu skaða flokkinn.Ráðherrar ósáttir með ummælin Margir sáu tengsl á milli tímasetningar ummæla Immonen og þess að 22. júlí sl. voru fjögur ár frá fjöldamorðum Anders Behring Breivik í Útey í Noregi. Immonen neitaði að einhver tengsl lægu þarna á milli. Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands, sagði að ummæli Immonen væri óásættanleg: „Finnland hefur alltaf verið alþjóðlegt land, þeir sem hafa flutt hingað til lands hafa ávallt auðgað menningar- og viðskiptalíf okkar.“ Juhana Aunesluoma, rannsóknastjóri Evrópufræða við Háskólann í Helsinki, telur að ummæli Immonen sýni að klofningur sé að myndast innan flokks Sannra Finna eftir að hann myndaði ríkisstjórn með mið-hægri flokkum og hafi þurft að glíma við málefni á borð við ástandið í Griklandi. „Það er ákveðinn herskár armur innan flokksins og það er krefjandi verkefni fyrir stjórn flokksins að stilla stefnu sína af.“
Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Formaður Sannra Finna nýr utanríkisráðherra Finnlands Juha Sipilä kynnti stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sinnar í morgun. 27. maí 2015 12:07 Uppsveifla norrænna popúlista Svíþjóðardemókratar mælast næststærstir allra flokka á sænska þinginu. 24. júlí 2015 07:00 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Formaður Sannra Finna nýr utanríkisráðherra Finnlands Juha Sipilä kynnti stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sinnar í morgun. 27. maí 2015 12:07
Uppsveifla norrænna popúlista Svíþjóðardemókratar mælast næststærstir allra flokka á sænska þinginu. 24. júlí 2015 07:00