Fjölmenn mótmæli í Helsinki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. júlí 2015 11:30 Um 15.000 mættu á mótmælin. Vísir/AFP Þúsundir komu saman í Helsinki í gær til að mótmæla ummælum finnska stjórnarþingmannsins Olli Immonen þar sem hann hvatti Finna til að standa saman til að vernda hina einu sönnu finnsku þjóð. „Mig dreymir um sterka og hugrakka þjóð sem mun sigra þessa martröð sem kallast fjölmenningarstefna. Þessi ófríða loftbóla sem óvinir okkar búa í mun brátt brotna í þúsund mola. Ég hef mikla trú á okkar kröftugu baráttumönnum. Við munum berjast til loka fyrir föðurlandið og hina einu sönnu finnsku þjóð.“ Þetta skrifaði Immonen á Facebook-síðu sína um helgina en hann er þingmaður Sannra Finna sem er einn af þremur flokkum sem mynda ríkisstjórn Finnlands. „Við erum vön kynþáttafordómum en við verðum að berjast gegn þessu. Við höfum verið þögul í of langan tíma en nú er kominn tími til að segja það upphátt: Þetta er ekki í lagi“ sagði Ozan Yanar, þingmaður Græningja, en hann er fæddur í Tyrklandi en talið er að um 15.000 manns hafi verið viðstaddir mótmælin. Sannir Finnar er næststærsti flokkurinn á finnska þinginu og hefur það á stefnuskrá sinni að herða innflytjendalögin. Flokkurinn vill þó ekki kenna sig við öfgasinnaða hægri flokka í Evrópu. Formaður flokksins, utanríkisráðherrann Timo Soini taldi að ummæli Immonen myndu skaða flokkinn.Ráðherrar ósáttir með ummælin Margir sáu tengsl á milli tímasetningar ummæla Immonen og þess að 22. júlí sl. voru fjögur ár frá fjöldamorðum Anders Behring Breivik í Útey í Noregi. Immonen neitaði að einhver tengsl lægu þarna á milli. Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands, sagði að ummæli Immonen væri óásættanleg: „Finnland hefur alltaf verið alþjóðlegt land, þeir sem hafa flutt hingað til lands hafa ávallt auðgað menningar- og viðskiptalíf okkar.“ Juhana Aunesluoma, rannsóknastjóri Evrópufræða við Háskólann í Helsinki, telur að ummæli Immonen sýni að klofningur sé að myndast innan flokks Sannra Finna eftir að hann myndaði ríkisstjórn með mið-hægri flokkum og hafi þurft að glíma við málefni á borð við ástandið í Griklandi. „Það er ákveðinn herskár armur innan flokksins og það er krefjandi verkefni fyrir stjórn flokksins að stilla stefnu sína af.“ Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Formaður Sannra Finna nýr utanríkisráðherra Finnlands Juha Sipilä kynnti stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sinnar í morgun. 27. maí 2015 12:07 Uppsveifla norrænna popúlista Svíþjóðardemókratar mælast næststærstir allra flokka á sænska þinginu. 24. júlí 2015 07:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Þúsundir komu saman í Helsinki í gær til að mótmæla ummælum finnska stjórnarþingmannsins Olli Immonen þar sem hann hvatti Finna til að standa saman til að vernda hina einu sönnu finnsku þjóð. „Mig dreymir um sterka og hugrakka þjóð sem mun sigra þessa martröð sem kallast fjölmenningarstefna. Þessi ófríða loftbóla sem óvinir okkar búa í mun brátt brotna í þúsund mola. Ég hef mikla trú á okkar kröftugu baráttumönnum. Við munum berjast til loka fyrir föðurlandið og hina einu sönnu finnsku þjóð.“ Þetta skrifaði Immonen á Facebook-síðu sína um helgina en hann er þingmaður Sannra Finna sem er einn af þremur flokkum sem mynda ríkisstjórn Finnlands. „Við erum vön kynþáttafordómum en við verðum að berjast gegn þessu. Við höfum verið þögul í of langan tíma en nú er kominn tími til að segja það upphátt: Þetta er ekki í lagi“ sagði Ozan Yanar, þingmaður Græningja, en hann er fæddur í Tyrklandi en talið er að um 15.000 manns hafi verið viðstaddir mótmælin. Sannir Finnar er næststærsti flokkurinn á finnska þinginu og hefur það á stefnuskrá sinni að herða innflytjendalögin. Flokkurinn vill þó ekki kenna sig við öfgasinnaða hægri flokka í Evrópu. Formaður flokksins, utanríkisráðherrann Timo Soini taldi að ummæli Immonen myndu skaða flokkinn.Ráðherrar ósáttir með ummælin Margir sáu tengsl á milli tímasetningar ummæla Immonen og þess að 22. júlí sl. voru fjögur ár frá fjöldamorðum Anders Behring Breivik í Útey í Noregi. Immonen neitaði að einhver tengsl lægu þarna á milli. Juha Sipila, forsætisráðherra Finnlands, sagði að ummæli Immonen væri óásættanleg: „Finnland hefur alltaf verið alþjóðlegt land, þeir sem hafa flutt hingað til lands hafa ávallt auðgað menningar- og viðskiptalíf okkar.“ Juhana Aunesluoma, rannsóknastjóri Evrópufræða við Háskólann í Helsinki, telur að ummæli Immonen sýni að klofningur sé að myndast innan flokks Sannra Finna eftir að hann myndaði ríkisstjórn með mið-hægri flokkum og hafi þurft að glíma við málefni á borð við ástandið í Griklandi. „Það er ákveðinn herskár armur innan flokksins og það er krefjandi verkefni fyrir stjórn flokksins að stilla stefnu sína af.“
Hryðjuverk í Útey Tengdar fréttir Formaður Sannra Finna nýr utanríkisráðherra Finnlands Juha Sipilä kynnti stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sinnar í morgun. 27. maí 2015 12:07 Uppsveifla norrænna popúlista Svíþjóðardemókratar mælast næststærstir allra flokka á sænska þinginu. 24. júlí 2015 07:00 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Formaður Sannra Finna nýr utanríkisráðherra Finnlands Juha Sipilä kynnti stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sinnar í morgun. 27. maí 2015 12:07
Uppsveifla norrænna popúlista Svíþjóðardemókratar mælast næststærstir allra flokka á sænska þinginu. 24. júlí 2015 07:00