Gunnar er frábær fyrirmynd fyrir UFC Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 11. júlí 2015 14:00 Garry Cook er einn af aðalmönnunum hjá UFC og Vísir heimsótti hann á skrifstofu hans í Las Vegas. Cook, sem er fyrrum stjórnarformaður Man. City, var yfir Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku hjá UFC. Hann þótti standa sig frábærlega í starfi og var því gerður yfirmaður útbreiðslumála í öllum heiminum hjá UFC. Hann er því orðinn einn áhrifamesti maðurinn hjá UFC. Það kallaði á flutning til Las Vegas og hann segist kunna vel við sig þar. Hinn geðþekki Cook segist kunna vel við sig í starfi og ekki sakna fótboltans mjög mikið. Hann er eðlilega yfir sig spenntur fyrir bardagakvöldið mikla. „Þetta er spennandi tími fyrir okkur. Maður veit aldrei hvað gerist í þessum bransa en þegar við erum með mann eins og Conor McGregor þá er allt hægt," segir Cook en UFC 189 er að slá öll met hjá UFC. „Við erum ungt fyrirtæki og fyrir fimm árum ákváðum við að ná vinsældum út um allan heim. Við höfum gert það með látum." Cook bendir á að UFC sé að framleiða mikið sjónvarpsefni og standi í mörgu. Þetta sé mikill rekstur. Mesti uppgangurinn hefur þó verið í Evrópu. „Gunnar á sinn þátt í því. Gunnar er vinsæll um allan heim. Írarnir hafa ættleitt hann. Ég hef átt samskipti við Gunnar og hann er yndislegur maður. Hann er frábær fyrirmynd fyrir UFC," segir Cook og ítrekar að UFC hafi enn áhuga á því að koma til Íslands ef blandaðar bardagalistir verða leyfðar á Íslandi. Sjá má viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar talar Cook um ýmislegt annað sem viðkemur UFC.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir UFC 189: Hvernig getur Conor McGregor sigrað Mendes? Einn stærsti bardagi ársins fer fram annað kvöld þegar þeir Conor McGregor og Chad Mendes eigast við. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 189 og búast margir við bardaga ársins. 10. júlí 2015 23:30 Forseti UFC: Gunnar getur farið alla leið Dana White segir ekkert annað hafa komið til greina en að vera með bardaga Gunnars sem einn af aðalbardögunum á stærsta bardagakvöldi í sögu UFC. 11. júlí 2015 09:00 Gunnar í besta formi lífsins: Ég er tilbúinn Gunnar Nelson ætlar sér að klára bardagann í Las Vegas í kvöld en ekki láta dómara skera úr um sigurvegara. 11. júlí 2015 10:00 Thatch: Ætla að rota Gunnar í annarri lotu Brandon Thatch ætlar að halda upp á þrítugsafmælið sitt í dag með því að sigra Gunnar Nelson. 11. júlí 2015 12:00 Gunnar og Conor báðir í löglegri þyngd | Sjáðu lætin Það var ótrúleg flott stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld þegar vigtun fyrir UFC 189 fór fram. 10. júlí 2015 22:28 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sjá meira
Garry Cook er einn af aðalmönnunum hjá UFC og Vísir heimsótti hann á skrifstofu hans í Las Vegas. Cook, sem er fyrrum stjórnarformaður Man. City, var yfir Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku hjá UFC. Hann þótti standa sig frábærlega í starfi og var því gerður yfirmaður útbreiðslumála í öllum heiminum hjá UFC. Hann er því orðinn einn áhrifamesti maðurinn hjá UFC. Það kallaði á flutning til Las Vegas og hann segist kunna vel við sig þar. Hinn geðþekki Cook segist kunna vel við sig í starfi og ekki sakna fótboltans mjög mikið. Hann er eðlilega yfir sig spenntur fyrir bardagakvöldið mikla. „Þetta er spennandi tími fyrir okkur. Maður veit aldrei hvað gerist í þessum bransa en þegar við erum með mann eins og Conor McGregor þá er allt hægt," segir Cook en UFC 189 er að slá öll met hjá UFC. „Við erum ungt fyrirtæki og fyrir fimm árum ákváðum við að ná vinsældum út um allan heim. Við höfum gert það með látum." Cook bendir á að UFC sé að framleiða mikið sjónvarpsefni og standi í mörgu. Þetta sé mikill rekstur. Mesti uppgangurinn hefur þó verið í Evrópu. „Gunnar á sinn þátt í því. Gunnar er vinsæll um allan heim. Írarnir hafa ættleitt hann. Ég hef átt samskipti við Gunnar og hann er yndislegur maður. Hann er frábær fyrirmynd fyrir UFC," segir Cook og ítrekar að UFC hafi enn áhuga á því að koma til Íslands ef blandaðar bardagalistir verða leyfðar á Íslandi. Sjá má viðtalið í heild sinni hér að ofan en þar talar Cook um ýmislegt annað sem viðkemur UFC.Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir UFC 189: Hvernig getur Conor McGregor sigrað Mendes? Einn stærsti bardagi ársins fer fram annað kvöld þegar þeir Conor McGregor og Chad Mendes eigast við. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 189 og búast margir við bardaga ársins. 10. júlí 2015 23:30 Forseti UFC: Gunnar getur farið alla leið Dana White segir ekkert annað hafa komið til greina en að vera með bardaga Gunnars sem einn af aðalbardögunum á stærsta bardagakvöldi í sögu UFC. 11. júlí 2015 09:00 Gunnar í besta formi lífsins: Ég er tilbúinn Gunnar Nelson ætlar sér að klára bardagann í Las Vegas í kvöld en ekki láta dómara skera úr um sigurvegara. 11. júlí 2015 10:00 Thatch: Ætla að rota Gunnar í annarri lotu Brandon Thatch ætlar að halda upp á þrítugsafmælið sitt í dag með því að sigra Gunnar Nelson. 11. júlí 2015 12:00 Gunnar og Conor báðir í löglegri þyngd | Sjáðu lætin Það var ótrúleg flott stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld þegar vigtun fyrir UFC 189 fór fram. 10. júlí 2015 22:28 Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sjá meira
UFC 189: Hvernig getur Conor McGregor sigrað Mendes? Einn stærsti bardagi ársins fer fram annað kvöld þegar þeir Conor McGregor og Chad Mendes eigast við. Bardaginn er aðalbardaginn á UFC 189 og búast margir við bardaga ársins. 10. júlí 2015 23:30
Forseti UFC: Gunnar getur farið alla leið Dana White segir ekkert annað hafa komið til greina en að vera með bardaga Gunnars sem einn af aðalbardögunum á stærsta bardagakvöldi í sögu UFC. 11. júlí 2015 09:00
Gunnar í besta formi lífsins: Ég er tilbúinn Gunnar Nelson ætlar sér að klára bardagann í Las Vegas í kvöld en ekki láta dómara skera úr um sigurvegara. 11. júlí 2015 10:00
Thatch: Ætla að rota Gunnar í annarri lotu Brandon Thatch ætlar að halda upp á þrítugsafmælið sitt í dag með því að sigra Gunnar Nelson. 11. júlí 2015 12:00
Gunnar og Conor báðir í löglegri þyngd | Sjáðu lætin Það var ótrúleg flott stemning í MGM Grand Garden Arena í kvöld þegar vigtun fyrir UFC 189 fór fram. 10. júlí 2015 22:28