Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 11. júlí 2015 18:22 Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum, ekki bara á opinberum friðlýstum svæðum heldur líka stöðum í eigu einkaaðila. Þingvallanefnd ætlar taka upp bílastæðagjald í Þjóðgarðinum og er vonast til þess að gjaldið muni skila fjörutíu til fimmtíu milljónum króna á ári. Mikil uppbygging á sér stað á Þingvöllum til að bæta þjónustuna og það kostar peninga. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að gera þurfi skýran greinarmun á aðgangsgjöldum og þjónustugjöldum. Ekki sé verið að rukka fyrir aðgang að náttúrunni heldur afnot af þjónustunni. Búið er að panta gjaldmæla sem verða settir upp á Hakinu, á Þingplani neðan Almannagjár, á gamla Vallhallarreitnum. Bílastæðagjaldið verður 500 krónur fyrir fólksbíla, 750 fyrir jeppa og fimmtán hundruð til þrjú þúsund krónur fyrir stærri bíla. Áfram verður rukkað fyrir salernisferðir og eins verður tekið gjald fyrir að kafa í Silfru. Þegar farið var að selja aðgang að salerninu 2011 brugðust margir við með því að fara bak við salernisbygginguna og gera þarfir sínar þar. Við því hefur verið brugðist með því að reisa vígalega girðingu. Ólafur Örn segir að búast megi við því að fleiri vilji taka upp þjónustugjöld í kjölfar þessarar ákvörðunar enda hafi Þingvellir ákveðið forystuhlutverk í þessum málum. Bæði forsætisráðuneytið og sjö manna þingmannanefnd komi að þessari ákvörðun. Hann segir þjónustugjöld mun jákvæðari þróun en aðgangsgjöld. Hafa verði þó í huga að það gildi sérlög um Þingvelli sem veiti skýra heimild fyrir slíkri gjaldtöku. Breyta þurfi lögum til að auðvelda fleirum að fara þessa leið. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rukka 500 krónur á bílinn á Þingvöllum "Það er búið að vinna lengi í þessu og vanda vel til verka með lagalegu hliðina,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um nýtt bílastæðagjald sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka upp á þremur bílastæðum. 11. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum, ekki bara á opinberum friðlýstum svæðum heldur líka stöðum í eigu einkaaðila. Þingvallanefnd ætlar taka upp bílastæðagjald í Þjóðgarðinum og er vonast til þess að gjaldið muni skila fjörutíu til fimmtíu milljónum króna á ári. Mikil uppbygging á sér stað á Þingvöllum til að bæta þjónustuna og það kostar peninga. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að gera þurfi skýran greinarmun á aðgangsgjöldum og þjónustugjöldum. Ekki sé verið að rukka fyrir aðgang að náttúrunni heldur afnot af þjónustunni. Búið er að panta gjaldmæla sem verða settir upp á Hakinu, á Þingplani neðan Almannagjár, á gamla Vallhallarreitnum. Bílastæðagjaldið verður 500 krónur fyrir fólksbíla, 750 fyrir jeppa og fimmtán hundruð til þrjú þúsund krónur fyrir stærri bíla. Áfram verður rukkað fyrir salernisferðir og eins verður tekið gjald fyrir að kafa í Silfru. Þegar farið var að selja aðgang að salerninu 2011 brugðust margir við með því að fara bak við salernisbygginguna og gera þarfir sínar þar. Við því hefur verið brugðist með því að reisa vígalega girðingu. Ólafur Örn segir að búast megi við því að fleiri vilji taka upp þjónustugjöld í kjölfar þessarar ákvörðunar enda hafi Þingvellir ákveðið forystuhlutverk í þessum málum. Bæði forsætisráðuneytið og sjö manna þingmannanefnd komi að þessari ákvörðun. Hann segir þjónustugjöld mun jákvæðari þróun en aðgangsgjöld. Hafa verði þó í huga að það gildi sérlög um Þingvelli sem veiti skýra heimild fyrir slíkri gjaldtöku. Breyta þurfi lögum til að auðvelda fleirum að fara þessa leið.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rukka 500 krónur á bílinn á Þingvöllum "Það er búið að vinna lengi í þessu og vanda vel til verka með lagalegu hliðina,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um nýtt bílastæðagjald sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka upp á þremur bílastæðum. 11. júlí 2015 07:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Rukka 500 krónur á bílinn á Þingvöllum "Það er búið að vinna lengi í þessu og vanda vel til verka með lagalegu hliðina,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um nýtt bílastæðagjald sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka upp á þremur bílastæðum. 11. júlí 2015 07:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu