„Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt.
„Þá er ég að tala um að hreyfa sig og lesa andstæðinginn. Mér leið vel og er gríðarlega ánægður með þetta."
Gunnar var í frábæru formi, spennustigið rétt stillt, hungrið mikið og grimmdin meiri en áður. Samt var enginn skortur á hinni rómuðu yfirvegun hans.
Það var hreinn unaður að sjá hvað hann leit vel út í búrinu. Það var verið að gefa honum risatækifæri með þessum bardaga og það tækifæri ætlaði hann ekki að láta sér úr greipum renna.
„Hann byrjaði á að sækja sem er fínt því þá gat ég byrjað að lesa hann og fá tilfinningu fyrir orkunni sem hann hefur. Það var fínt.
„Ég hafði fínan tíma í gólfinu og þá vissi ég að ég myndi vinna hann. Þegar ég er kominn í gólfið þá finn ég taugaspennu hjá hinum. Gólfið er minn vígvöllur og ég er vanur að vera þar. Það er minn staður," sagði Gunnar afar hamingjusamur.
Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur

Tengdar fréttir

Mike Tyson sá Gunnar vinna Thatch og óskaði honum til hamingju
Fyrrverandi heimsmeistarinn í hnefaleikum var ánægður með frammistöðu Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch.

Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch
Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189.

Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil
Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt.