Conor: Ég grét af gleði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. júlí 2015 08:25 Conor kominn með beltið um mittið. vísir/getty Conor McGregor stóð við stóru orðin enn eina ferðina í nótt er hann varð heimsmeistari í fjaðurvigt eftir ótrúlegan bardaga gegn Chad Mendes. Conor mætti til leiks sírifandi kjaft og nýtti stærðarmuninn til þess að sparka og kýla Mendes. Hann varð þó aðeins of góður með sig því hann gætti ekki að sér og var tekinn niður tvisvar strax í fyrstu lotu. Í annarri lotu náði Mendes honum fljótt niður og var ofan á McGregor í um fjórar mínútur. Hann er frábær glímumaður og náði að halda McGregor. Hann meiddi og blóðgaði hann líka. Þegar nokkrar sekúndur eru eftir af annarri lotu nær McGregor að losa sig á ævintýralegan hátt og í kjölfarið rotaði hann Mendes á nokkrum sekúndum. Hann snéri að því er virtist töpuðum bardaga upp í sigur. Hann er því tímabundinn meistari en Jose Aldo fær að keppa við hann síðar en Aldo hefur haldið beltinu frá upphafi.Conor nær góðu sparki á Mendes.vísir/getty„Það þyrmdi yfir mig þegar ég náði loks takmarki mínu. Ég táraðist enda hefur þetta verið ótrúlegt ferðalag," sagði McGregor á blaðamannafundi eftir bardagann. Hann mætti langsíðastur á fundinn og sat einn með blaðamönnum. Honum gekk ekkert vel að klára lyfjapróf en það hafðist. „Það eru alltaf einhverjir að efast um að ég geti ekki hitt og þetta. Ég sýndi núna að ég ræð vel við glímuna og gat losað mig frá sterkum manni eins og Chad. Ég get alltaf svarað öllu," sagði McGregor en hann var augljóslega í miklu tilfinningalega uppnámi. Hann hefur lagt mikið á sig við að gera þetta að stærsta viðburði í sögu UFC og til að mynda aðeins sofið 19 sinnum heima hjá sér á árinu. Hann er búinn að setja heimset í fjölda viðtala og öll vinnan var að skila sér. „Ég elska ykkur blaðamenn en ég hef gjörsamlega fengið nóg af ykkur í bili," sagði McGregor og uppskar mikil hlátrasköll. Hann sagðist líka hafa verið meira meiddur en Jose Aldo sem dró sig úr bardaganum. Hann vildi samt ekki segja hvað hefði verið að plaga hann. „Ég gat ekki brugðist þjóð minni. Það er dýrt fyrir Íra að koma hingað og ég veit að fólkið var búið að vinna mikið fyrir því að komast hingað. Færa fórnir og ég gat ekki brugðist þessu fólki. Ég ætlaði alltaf að berjast." Mendes var auðmjúkur eftir tapið sem var svekkjandi enda var hann í góðri stöðu. „Ég tók áhættu og reyndi að klára hann í stað þess að halda áfram að halda minni stöðu og lemja á honum. Þessi áhættu kostaði mig sigurinn," sagði Mendes en hann var augljóslega mjög þreyttur er þeir stóðu aftur upp. „Ég var mjög þreyttur og lappirnar riðuðu. Ég tek samt ekkert af Conor að hann gat rifið kjaft allan bardagann. Meira að segja þegar ég náði að meiða hann og blóðga. Það var ótrúlegt. Hann er ekki endilega svo höggþungur eins og talað er um en hann er svakalega nákvæmur. Hann var betri og ég óska honum til hamingju."Mendes með Conor í erfiðri stöðu.vísir/getty MMA Tengdar fréttir Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur "Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 07:59 Mike Tyson sá Gunnar vinna Thatch og óskaði honum til hamingju Fyrrverandi heimsmeistarinn í hnefaleikum var ánægður með frammistöðu Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch. 12. júlí 2015 03:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Conor McGregor stóð við stóru orðin enn eina ferðina í nótt er hann varð heimsmeistari í fjaðurvigt eftir ótrúlegan bardaga gegn Chad Mendes. Conor mætti til leiks sírifandi kjaft og nýtti stærðarmuninn til þess að sparka og kýla Mendes. Hann varð þó aðeins of góður með sig því hann gætti ekki að sér og var tekinn niður tvisvar strax í fyrstu lotu. Í annarri lotu náði Mendes honum fljótt niður og var ofan á McGregor í um fjórar mínútur. Hann er frábær glímumaður og náði að halda McGregor. Hann meiddi og blóðgaði hann líka. Þegar nokkrar sekúndur eru eftir af annarri lotu nær McGregor að losa sig á ævintýralegan hátt og í kjölfarið rotaði hann Mendes á nokkrum sekúndum. Hann snéri að því er virtist töpuðum bardaga upp í sigur. Hann er því tímabundinn meistari en Jose Aldo fær að keppa við hann síðar en Aldo hefur haldið beltinu frá upphafi.Conor nær góðu sparki á Mendes.vísir/getty„Það þyrmdi yfir mig þegar ég náði loks takmarki mínu. Ég táraðist enda hefur þetta verið ótrúlegt ferðalag," sagði McGregor á blaðamannafundi eftir bardagann. Hann mætti langsíðastur á fundinn og sat einn með blaðamönnum. Honum gekk ekkert vel að klára lyfjapróf en það hafðist. „Það eru alltaf einhverjir að efast um að ég geti ekki hitt og þetta. Ég sýndi núna að ég ræð vel við glímuna og gat losað mig frá sterkum manni eins og Chad. Ég get alltaf svarað öllu," sagði McGregor en hann var augljóslega í miklu tilfinningalega uppnámi. Hann hefur lagt mikið á sig við að gera þetta að stærsta viðburði í sögu UFC og til að mynda aðeins sofið 19 sinnum heima hjá sér á árinu. Hann er búinn að setja heimset í fjölda viðtala og öll vinnan var að skila sér. „Ég elska ykkur blaðamenn en ég hef gjörsamlega fengið nóg af ykkur í bili," sagði McGregor og uppskar mikil hlátrasköll. Hann sagðist líka hafa verið meira meiddur en Jose Aldo sem dró sig úr bardaganum. Hann vildi samt ekki segja hvað hefði verið að plaga hann. „Ég gat ekki brugðist þjóð minni. Það er dýrt fyrir Íra að koma hingað og ég veit að fólkið var búið að vinna mikið fyrir því að komast hingað. Færa fórnir og ég gat ekki brugðist þessu fólki. Ég ætlaði alltaf að berjast." Mendes var auðmjúkur eftir tapið sem var svekkjandi enda var hann í góðri stöðu. „Ég tók áhættu og reyndi að klára hann í stað þess að halda áfram að halda minni stöðu og lemja á honum. Þessi áhættu kostaði mig sigurinn," sagði Mendes en hann var augljóslega mjög þreyttur er þeir stóðu aftur upp. „Ég var mjög þreyttur og lappirnar riðuðu. Ég tek samt ekkert af Conor að hann gat rifið kjaft allan bardagann. Meira að segja þegar ég náði að meiða hann og blóðga. Það var ótrúlegt. Hann er ekki endilega svo höggþungur eins og talað er um en hann er svakalega nákvæmur. Hann var betri og ég óska honum til hamingju."Mendes með Conor í erfiðri stöðu.vísir/getty
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur "Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 07:59 Mike Tyson sá Gunnar vinna Thatch og óskaði honum til hamingju Fyrrverandi heimsmeistarinn í hnefaleikum var ánægður með frammistöðu Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch. 12. júlí 2015 03:30 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06 Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Fleiri fréttir Harmur hrokagikksins Haaland Telur daga McGregor í UFC talda Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur "Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 07:59
Mike Tyson sá Gunnar vinna Thatch og óskaði honum til hamingju Fyrrverandi heimsmeistarinn í hnefaleikum var ánægður með frammistöðu Gunnars Nelson gegn Brandon Thatch. 12. júlí 2015 03:30
Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40
Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06