Óttast að yfirbragð landsins breytist með gjaldtökunni Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. júlí 2015 13:25 Ferðamenn munu þurfa að greiða fyrir bílastæði á Þingvöllum á komandi misserum. Vísir/vilhelm Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum og segir að slík gjöld geti breytt ásýnd Íslands sem ferðamannalands. Þingvallanefnd ætlar taka upp bílastæðagjald í Þjóðgarðinum og er vonast til þess að gjaldið muni skila fjörutíu til fimmtíu milljónum króna á ári. Þá greiða gestir fyrir afnot af salerni og köfun í Silfru. Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum, ekki bara á opinberum friðlýstum svæðum heldur líka stöðum í eigu einkaaðila. „Þetta slær mig heldur illa. Hingað streyma ferðamenn í stórum hópum til landsins með opin veski og kort á lofti til að greiða fyrir flugfar og gistingu og mat og varning. Þessir fjármunir koma að sjálfsögðu fyrirtækjunum til góða og ríki og sveitarfélögunum því að þarna myndast myndarlegir skattstofnar. En það sem gerist með þessu er að yfirbragð landsins breytist með því að gera þetta svona að verslunarvöru,” segir Ögmundur Jónasson þingmaður VG. „Alls staðar er verið að rukka, setja upp stöðumæla og eftirlit og gjaldtöku. En það er ekki bara að yfirbragðið breytist heldur verður okkur gert torveldara að njóta landsins því að ég hef grun um að þarna verði ekki látið staðar numið. Þingvellir, svo koma Gullfoss og Geysir og Jökulsárlón og Dettfoss og svo framvegis. Þannig að viljum við hafa þetta yfirbragð á landinu? Ég held ekki,” segir hann ennfremur. Mikil uppbygging á sér stað á Þingvöllum til að bæta þjónustuna og það kostar peninga. Stefnt er að því að þjónustugjöldin létti undir kostnaði við uppbyggingu en ekkert umfram það. Um milljón manns fara árlega um þjóðgarðinn og svæðið er viðkvæmt. „Við vitum það að það var bærileg sátt um það að setja annað hvort á komugjöld til landsins eða gjald á hótelgistingu en þessi notendagjöld þau fara illa í mig," segir Ögmundur Jónasson. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum og segir að slík gjöld geti breytt ásýnd Íslands sem ferðamannalands. Þingvallanefnd ætlar taka upp bílastæðagjald í Þjóðgarðinum og er vonast til þess að gjaldið muni skila fjörutíu til fimmtíu milljónum króna á ári. Þá greiða gestir fyrir afnot af salerni og köfun í Silfru. Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum, ekki bara á opinberum friðlýstum svæðum heldur líka stöðum í eigu einkaaðila. „Þetta slær mig heldur illa. Hingað streyma ferðamenn í stórum hópum til landsins með opin veski og kort á lofti til að greiða fyrir flugfar og gistingu og mat og varning. Þessir fjármunir koma að sjálfsögðu fyrirtækjunum til góða og ríki og sveitarfélögunum því að þarna myndast myndarlegir skattstofnar. En það sem gerist með þessu er að yfirbragð landsins breytist með því að gera þetta svona að verslunarvöru,” segir Ögmundur Jónasson þingmaður VG. „Alls staðar er verið að rukka, setja upp stöðumæla og eftirlit og gjaldtöku. En það er ekki bara að yfirbragðið breytist heldur verður okkur gert torveldara að njóta landsins því að ég hef grun um að þarna verði ekki látið staðar numið. Þingvellir, svo koma Gullfoss og Geysir og Jökulsárlón og Dettfoss og svo framvegis. Þannig að viljum við hafa þetta yfirbragð á landinu? Ég held ekki,” segir hann ennfremur. Mikil uppbygging á sér stað á Þingvöllum til að bæta þjónustuna og það kostar peninga. Stefnt er að því að þjónustugjöldin létti undir kostnaði við uppbyggingu en ekkert umfram það. Um milljón manns fara árlega um þjóðgarðinn og svæðið er viðkvæmt. „Við vitum það að það var bærileg sátt um það að setja annað hvort á komugjöld til landsins eða gjald á hótelgistingu en þessi notendagjöld þau fara illa í mig," segir Ögmundur Jónasson.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22