Írska söngkonan Sinead O‘Connor er vægast sagt ósátt við nýjustu forsíðu tónlistartímaritsins Rolling Stone en hana prýðir þúsundþjalasmiðurinn Kim Kardashian.
Í færslu á Facebook-síðu sinni segir O‘Connor:
„Hvað er þessi kunta að gera á forsíðunni á Rolling Stone? Tónlistin er opinberlega dauð. Hverjum hefði trúað því að Rolling Stone myndi drepa hana? Simon Cowell og Louis Walsh geta ekki lengur tekið á sig sökina. Bob Dylan hlýtur að vera algjörlega miður sín.“
Söngkonan hvetur síðan fólk til að sniðganga Rolling Stone.
Fjöldi manns hefur skrifað athugasemdir við færslu O‘Connor og sitt sýnist hverjum. Sumir taka undir með írsku söngkonunni á meðan aðrir koma Kardashian og Rolling Stone til varnar.
Sinead O‘Connor er ekki þekkt fyrir að liggja á skoðunum sínum. Hún skrifaði meðal annnars þrjú opin bréf til Miley Cyrus árið 2013 eftir að söngkonan gaf út myndband við lag sitt Wrecking Ball. Í myndbandinu er Cyrus nánast nakin og hvatti O‘Connor hana til að sýna sjálfri sér meiri virðingu með því að vera í fötunum.
„Hver hefði trúað því að Rolling Stone myndi drepa tónlistina?“

Tengdar fréttir

Kanye stíliserar eiginkonuna
Kim Kardashian sat fyrir í myndaþætti fyrir System ásamt eiginmanninum og ljósmyndaranum.

100.000 króna förðunarnámskeið með Kim Kardashian
Það kostar sitt að læra réttu handtökin

Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari
Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch í fyrstu lotu og Conor McGregor varð heimsmeistari á sögulegu kvöldi í Las Vegas.