Hólmar Örn: Hefði verið sætt að skora úr skallafærinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júlí 2015 21:56 Hólmar Örn hefur góðar gætur á Jacob Schoop í Vesturbænum í kvöld. vísir/valli „Hólmar er stjarnan,“ sagði góðlátleg norsk kona og smellti mynd af Hólmari Erni Eyjólfssyni áður en fréttamenn ræddu við hann eftir 1-0 sigur Rosenborg á KR í Vesturbænum í kvöld. „Þetta var frekar skrítið [að spila með erlendu liði gegn íslensku, innsk. blm] en það var gott að komast vel frá þessum leik. Við áttum góðan útileik, héldum hreinu og náðum að skora,“ sagði Hólmar eftir leikinn. KR-ingar byrjuðu leikinn með hápressu og voru ekkert að leggja rútunni við eigið mark. „Þetta kom mér á óvart. Ég hélt að þeir myndu byrja aðeins aftar þar sem það er er vont að fá á sig útivallarmark í Evrópu. Þeir mættu okkur framar á vellinum en ég hélt. En við ráðum líka ágætlega við það. Við erum vanir þessi frá Noregi,“ sagði miðvörðurinn sem spilaði frábærlega í leiknum. Aðspurður hvernig það væri að eiga við framherja íslensku liðanna í samanburði við þá norsku sagði Hólmar: „Þó Hólmbert spilaði ekki mikið var ég mest í honum. Hinir framherjar KR voru að hlaupa meira í svæði en þeir eru öflugir, það er ekki spurning. Þeir voru erfiðir viðureignar.“ Hólmar viðurkennir að það var pressa á honum fyrir leikinn þar sem fjölskylda og vinir voru mættir til að horfa á hann gegn bikarmeisturunum. „Maður fann aðeins fyrir því. Það var blanda af tilhlökkun og pressu að reyna að standa sig fyrir framan vini og fjölskyldu sem sjá mann sjaldnar spila,“ sagði Hólmar sem var nálægt því að skora í fyrri hálfleik. „Það hefði verið sætt að setja mark úr skallanum en þetta kemur bara næst.“ Hólmar Örn reiknar fastlega með því að Rosenborg komist áfram eftir seinni leikinn í Þrándheimi eftir viku. „Ég reikna með því. Við erum oftast mjög góðir á Lerkendal fyrir framan okkar fólk. Það verður erfitt fyrir KR að koma þangað og slá okkur út.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira
„Hólmar er stjarnan,“ sagði góðlátleg norsk kona og smellti mynd af Hólmari Erni Eyjólfssyni áður en fréttamenn ræddu við hann eftir 1-0 sigur Rosenborg á KR í Vesturbænum í kvöld. „Þetta var frekar skrítið [að spila með erlendu liði gegn íslensku, innsk. blm] en það var gott að komast vel frá þessum leik. Við áttum góðan útileik, héldum hreinu og náðum að skora,“ sagði Hólmar eftir leikinn. KR-ingar byrjuðu leikinn með hápressu og voru ekkert að leggja rútunni við eigið mark. „Þetta kom mér á óvart. Ég hélt að þeir myndu byrja aðeins aftar þar sem það er er vont að fá á sig útivallarmark í Evrópu. Þeir mættu okkur framar á vellinum en ég hélt. En við ráðum líka ágætlega við það. Við erum vanir þessi frá Noregi,“ sagði miðvörðurinn sem spilaði frábærlega í leiknum. Aðspurður hvernig það væri að eiga við framherja íslensku liðanna í samanburði við þá norsku sagði Hólmar: „Þó Hólmbert spilaði ekki mikið var ég mest í honum. Hinir framherjar KR voru að hlaupa meira í svæði en þeir eru öflugir, það er ekki spurning. Þeir voru erfiðir viðureignar.“ Hólmar viðurkennir að það var pressa á honum fyrir leikinn þar sem fjölskylda og vinir voru mættir til að horfa á hann gegn bikarmeisturunum. „Maður fann aðeins fyrir því. Það var blanda af tilhlökkun og pressu að reyna að standa sig fyrir framan vini og fjölskyldu sem sjá mann sjaldnar spila,“ sagði Hólmar sem var nálægt því að skora í fyrri hálfleik. „Það hefði verið sætt að setja mark úr skallanum en þetta kemur bara næst.“ Hólmar Örn reiknar fastlega með því að Rosenborg komist áfram eftir seinni leikinn í Þrándheimi eftir viku. „Ég reikna með því. Við erum oftast mjög góðir á Lerkendal fyrir framan okkar fólk. Það verður erfitt fyrir KR að koma þangað og slá okkur út.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Sjá meira