Sport

Tennisstjarna handtekin í Miami

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Ástralska tennisstjarnan Bernard Tomic hefur komið sér í vandræði með hegðun sinni á hóteli í Miami á miðvikudag. Hann neitaði að yfirgefa hótelherbergi sitt og veitt mótspyrnu við handtöku.

„Ég biðst forláts á þeim truflunum sem ég hef valdið,“ sagði hann í útvarpsviðtali en samkvæmt sjónarvottum neitaði Tomic að lækka í tónlist sem hann var að spila á herbergi sínu eftir að aðrir gestir kvörtuðu undan hávaða.

Tomic var með gesti á herbergi sínu sem yfirgáfu samkvæmið eftir uppákomuna. Hann mun hafa látið öllum illum látum við starfsmenn hótelsins og haft í hótunum við þá.

Hann sér eftir öllu í dag en búast má við að málið fari fyrir dómara í Bandaríkjunum. Verði hann sakfelldur gæti hann átt yfir höfði sér fangelsisdóm.

Tomic hefur verið mikið í fréttum í heimalandinu en honum var grýtt úr landsliði Ástralíu sem keppir á Davis Cup. Hann gagnrýndi forráðamenn ástralska tennissambandsins harkalega eftir að hann féll úr leik á Wimbledon-mótinu í tennis fyrr í mánuðinum.

Tomic hefur áður komið sér í klandur fyrir ofbeldisfulla hegðun gagnvart hótelstarfsmönnum og þá hlaut faðir hans, John, átta mánaða fangelsisdóm fyrir að skalla Thomas Drouet, æfingafélaga sonar síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×