Lið Fylkis í Pepsi-deild kvenna heldur áfram að bæta við sig mannskap fyrir seinni hluta sumarsins.
Fyrr í vikunni samdi Fylkir við ástralska landsliðskonu og nú hefur önnur landsliðskona frá Rúmeníu, Andreea Laiu, bæst í hópinn.
Laiu, sem er 29 ára sóknarmaður, lék með Amazon Grimstad í Noregi í fyrra en þar áður var hún hjá Apollon Limassol á Kýpur og lék m.a. með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Hún hefur leikið yfir 90 landsleiki fyrir Rúmeníu.
Fylkiskonur hafa verið á mikilli siglingu að undanförnu og unnið fjóra leiki í röð í Pepsi-deildinni, auk þess sem liðið er komið í undanúrslit Borgunarbikarsins.
Þrautreynd rúmensk landsliðskona til Fylkis

Tengdar fréttir

Níu mörk á tólf dögum hjá Berglindi
Það er óhætt að segja Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Fylkis í Pepsi-deild kvenna, hafi verið sjóðheit upp við mark andstæðinganna í síðustu leikjum.

Berglind Björg áfram á skotskónum | Tryggði Fylki þrjú stig
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði í fimmta leiknum í röð þegar Fylkiskonur sóttu þrjú stig á Selfoss í tíundu umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Fylkir fær ástralska landsliðskonu
Fylkir hefur fengið góðan liðsstyrk í Pepsi-deild kvenna en ástralska landsliðskonan Aivi Luik er gengin í raðir Árbæjarliðsins.