Tónlist

President Bongo kveður Gusgus

Birgir Olgeirsson skrifar
Hljómsveitin Gusgus með Stefán Stephensen innanborðs, fyrir miðju, en hann hefur sagt skilið við bandið.
Hljómsveitin Gusgus með Stefán Stephensen innanborðs, fyrir miðju, en hann hefur sagt skilið við bandið.
„20 árum mínum með Gusgus er lokið,“ skrifar tónlistarmaðurinn Stephan Stephensen, eða PresidentBongo eins og hann kallast iðulega, í kveðjubréfi sem hann birtir á Facebook-síðu sinni.

Tónlistarmaðurinn hefur því sagt skilið við þessa vinsælu sveit og þakkar hann öllum fyrir stuðninginn og gleðina sem hann upplifði öll þessi ár. „Næst mun ég færa ykkur Serengeti sem verður kemur út í gegnum AlbumLabel í október,“ skrifar Stephan.

Greint var frá því í apríl síðastliðnum að nafn Stephans væri hvergi að finna á Facebook-síðu Gusgus og fengust engin svör frá sveitinni á þeim tíma og því hávær orðrómur um að hann hefði sagt skilið við bandið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×