FH-ingar eru í fínum málum í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 útisigur á SJK í dag í fyrri leik liðanna sem fór fram í Finnlandi.
Það var Skotinn Steven Lennon sem skoraði eina mark leiksins á 56. mínútu en það skoraði hann með skoti beint úr aukaspyrnu.
Þetta var fyrsta skot FH í leiknum á mark Finnanna en FH-liðið fóru varlega inn í leikinn og gáfu fá færi á sér. Finnarnir áttu þó sláarskot í fyrri hálfleiknum.
Mark FH-liðsins kveikti í lærisveinum Heimis Guðjónssonar sem voru betra liðið í seinni hálfleiknum og fögnuðu vel flottum sigri.
Þetta er gríðarlega mikilvægur sigur fyrir FH-liðið sem ætti að eiga mjög góða möguleika á því að komast áfram enda er seinni leikurinn á Kaplakrikavellinum í næstu viku.
Komist FH áfram mætir liðið annaðhvort Laci frá Albaníu eða Inter Baku frá Aserbaídsjan en þau gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik sínum sem fór fram í Albaníu í dag.
Lennon tryggði FH sigur í Finnlandi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Körfubolti




Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann
Handbolti





Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir
Körfubolti
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
