Bandaríkjamenn héldu upp á þjóðhátíðardaginn sinn á laugardag með tilheyrandi pompi og prakt en í Las Vegas, eins og víðar, var skotið upp flugeldum.
Í nýjasta þætti af UFC 189 Embedded er Írinn Conor McGregor heimsóttur í glæsivilluna þar sem hann býr nú ásamt Gunnari Nelson í Las Vegas. Þeir munu báðir berjast á stærsta bardagakvöldi ársins hjá UFC á laugardag.
„Maður fær ekki betra útsýni en hér,“ sagði McGregor en á meðan er Gunnar úti í sundlaug með spjaldtölvu í hönd. „Íslendingum er alveg sama.“
Þáttinn má sjá hér fyrir ofan.
