Ekki hægt að sætta sig við þolanlegt flugöryggi Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 7. júlí 2015 19:30 VISIR/PJETUR Það er ekki hægt að sætta sig við þolanlegt öryggi í flugöryggismálum líkt og verður ef minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður lokað. Þetta segir formaður Hjartans í Vatnsmýri sem gagnrýnir nýtt áhættumat Isavia harðlega. Innanríkisráðuneytið óskaði eftir því við Isavia þann 30. desember 2013 að hefja undirbúning fyrirhugaðrar lokunar minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Meðal annars átti Isavia að gera áhættumat en þar er komist að þeirri niðurstöðu að með lokun brautarinnar séu hverfandi líkur á því að slys yrði þar sem mannslíf töpuðust og flugvél eyðilegðist. Isavia metur áhættuna af lokun brautarinnar þannig að hún sé þolanleg. Forsvarsmenn félagsins Hjartað í Vatnsmýri, sem berst gegn því að brautinni verði lokað, gera alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu Isavia. „Það er eiginlega á mörkunum að við trúum því að menn séu að tala í alvöru um það að láta sér detta í hug að eitthvað sé þolanlegt flugöryggi, sé það sem við erum að stefna að. Í mínum huga er ekki til að þú sættir þig við þolanlegt ástand í öryggismálum. Það er stanslaust verið að vinna að auknu öryggi, hvort sem það er á vegum landsins eða hvar sem er,“ segir Friðrik Pálsson, formaður Hjartans í Vatnsmýri.„Eins og að ráðast inn í flugvél" Hann segir að félagið sé ósammála Isavia um aðferðafræði áhættumatsins, til að mynda sé mörgum alvarlegum þáttum sleppt líkt og hliðarvindi og hálku, sem skipti verulegu máli. Áhrif lokunar á sjúkraflug hefðu ekki heldur verið skoðuð. Varðandi framtíð flugvallarins segir Friðrik að Reykjavíkurborg og ríkið þurfi að komast að niðurstöðu um framhaldið. Þá gagnrýnir hann harðlega að framkvæmdir Valsmanna hefðu hafist áður en slík niðurstaða liggur fyrir. „Og það að ráðast af stað með byggingarframkvæmdir við enda flugbrautar sem er í fullum gangi og hefur ekki verið lokað og hefur ekki verið tekin ákvörðun um að loka, og vera svo að væla að verið sé að stugga við mönnum í því sambandi. Það er bara eins og þú ætlir að ráðast inn í flugvél án þess að hafa farmiða og vera svo reiður yfir því að vera rekinn til baka og það sé einhverjum öðrum að kenna. Menn verða að fara að þeim leikreglum sem gilda í þjóðfélaginu,“ segir Friðrik. Fréttir af flugi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Það er ekki hægt að sætta sig við þolanlegt öryggi í flugöryggismálum líkt og verður ef minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verður lokað. Þetta segir formaður Hjartans í Vatnsmýri sem gagnrýnir nýtt áhættumat Isavia harðlega. Innanríkisráðuneytið óskaði eftir því við Isavia þann 30. desember 2013 að hefja undirbúning fyrirhugaðrar lokunar minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Meðal annars átti Isavia að gera áhættumat en þar er komist að þeirri niðurstöðu að með lokun brautarinnar séu hverfandi líkur á því að slys yrði þar sem mannslíf töpuðust og flugvél eyðilegðist. Isavia metur áhættuna af lokun brautarinnar þannig að hún sé þolanleg. Forsvarsmenn félagsins Hjartað í Vatnsmýri, sem berst gegn því að brautinni verði lokað, gera alvarlegar athugasemdir við niðurstöðu Isavia. „Það er eiginlega á mörkunum að við trúum því að menn séu að tala í alvöru um það að láta sér detta í hug að eitthvað sé þolanlegt flugöryggi, sé það sem við erum að stefna að. Í mínum huga er ekki til að þú sættir þig við þolanlegt ástand í öryggismálum. Það er stanslaust verið að vinna að auknu öryggi, hvort sem það er á vegum landsins eða hvar sem er,“ segir Friðrik Pálsson, formaður Hjartans í Vatnsmýri.„Eins og að ráðast inn í flugvél" Hann segir að félagið sé ósammála Isavia um aðferðafræði áhættumatsins, til að mynda sé mörgum alvarlegum þáttum sleppt líkt og hliðarvindi og hálku, sem skipti verulegu máli. Áhrif lokunar á sjúkraflug hefðu ekki heldur verið skoðuð. Varðandi framtíð flugvallarins segir Friðrik að Reykjavíkurborg og ríkið þurfi að komast að niðurstöðu um framhaldið. Þá gagnrýnir hann harðlega að framkvæmdir Valsmanna hefðu hafist áður en slík niðurstaða liggur fyrir. „Og það að ráðast af stað með byggingarframkvæmdir við enda flugbrautar sem er í fullum gangi og hefur ekki verið lokað og hefur ekki verið tekin ákvörðun um að loka, og vera svo að væla að verið sé að stugga við mönnum í því sambandi. Það er bara eins og þú ætlir að ráðast inn í flugvél án þess að hafa farmiða og vera svo reiður yfir því að vera rekinn til baka og það sé einhverjum öðrum að kenna. Menn verða að fara að þeim leikreglum sem gilda í þjóðfélaginu,“ segir Friðrik.
Fréttir af flugi Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Óttast að stóru verkfræðistofunnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent