KR og Cork City frá Írlandi mætast í seinni leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í fótbolta á Alvogen-vellinum klukkan 19.15 í kvöld.
Cork City er nokkuð merkilegt félag, en stuðningurinn við það er magnaður og er það í eigu stuðningsmanna félagsins.
Fyrir fimm árum síðan stefndi allt í gjaldþrot þegar ríkur eigandi félagsins keyrði upp allar skuldir, en stuðningsmennirnir björguðu því og reka það í dag.
Hér að ofan má sjá stutta heimildamynd um þetta merkilega félag sem spilar svo í Frostaskjólinu í kvöld.
Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld og í beinni textalýsingu á Vísi.
