Uppröðun bardaga á UFC 189 þann 11. júlí er nú klár og verður Gunnar Nelson á aðalhluta bardagakvöldsins. Gunnar mætir Bretanum John Hathaway og er bardaginn fjórði síðasti bardagi kvöldsins.
UFC 189 er eitt stærsta bardagakvöld ársins en erkifjendurnir Conor McGregor og Jose Aldo eigast við í aðalbardaganum. Robbie Lawler og Rory MacDonald berjast svo um titilinn í þyngdarflokki Gunnars í næstsíðasta bardaga kvöldsins.
Á númeruðu bardagakvöldum UFC eru síðustu fimm bardagar kvöldsins á Pay Per View hluta kvöldsins. Í Bandaríkjunum og víðar þarf að borga sérstaklega fyrir að horfa á þann hluta bardagakvöldsins á meðan aðrir bardagar eru ýmist á Fight Pass rás UFC eða á Fox Sports.
Aðalhluti bardagakvöldsins (e. main card) verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst kl 2. Bardagi Gunnars er annar í röðinni á aðalhluta kvöldsins og ætti því að hefjast um kl 2:30 aðfaranótt sunnudags. Bardagakvöldið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Aðalhluti bardagakvöldsins (main card) hefst kl 02.00:
Titilbardagi í fjaðurvigtinni: Jose Aldo gegn Conor McGregor
Titilbardagi í veltivigtinni: Robbie Lawler gegn Rory MacDonald
Fjaðurvigt: Dennis Bermudez gegn Jeremy Stephens
Veltivigt: Gunnar Nelson gegn John Hathaway
Bantamvigt: Thomas Almeida gegn Brad Pickett
Fox Sports 1 Prelims
Veltivigt: Matt Brown gegn Tim Means
Veltivigt: Brandon Thatch gegn John Howard
Veltivigt: Mike Swick gegn Alex Garcia
Bantamvigt: Cody Garbrandt gegn Henry Briones
Fight Pass Prelims
Fluguvigt: Neil Seery gegn Louis Smolka
Léttvigt: Yosdenis Cedeno gegn Cody Pfister
Gunnar Nelson verður á aðalhluta UFC 189

Tengdar fréttir

Conor McGregor fær titilbardaga í Las Vegas í júlí
Írinn skemmtilegi Conor McGregor staðfesti í gærkvöldi að titilbardagi hans og Jose Aldo fari fram á UFC 189 í Las Vegas í júlí.

Gunnar Nelson: Conor getur gengið frá Aldo í gólfglímu
Heimsmeistarinn Jose Aldo má ekki vanmeta írska vélbyssukjaftinn hvort sem það er standandi eða glímu þegar þeir berjast í Vegas.

Gunnar berst með Conor McGregor í Vegas
Gunnar Nelson snýr aftur í hringinn 11. júlí og berst við öflugan Breta