Faðir Gunnars: Allt á fullu að finna nýjan andstæðing Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. júní 2015 20:37 Gunnar Nelson og Haraldur Dean Nelson í Stokkhólmi. vísir/getty „Þetta voru leiðinlegar fréttir og auðvitað bara leiðinlegt fyrir bæði Gunnar og John Hathaway,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, í samtali við Vísi.Eins og greint var frá fyrr í kvöld er Bandaríkjamaðurinn Hathaway, sem átti að berjast við Gunnar á risa UFC-kvöldinu 11. júlí meiddur og hættur við. „Hann varð fyrir meiðslum á æfingu og treystir sér ekki til að berjast. Þetta er stærsta bardagakvöld í sögu UFC og því hlýtur að hafa mikið gengið á hjá honum. Ég trúi ekki öðru,“ segir Haraldur.Súpergæjar ekki einu sinni í aðalhlutanum Hann segir allt vera á fullu hjá UFC í því að finna nýjan andstæðing fyrir Gunnar. „Það er búið að bjóða einhverjum sem hafa sagt nei en það hlýtur að koma einhver öflugur. Þetta er svo stórt kvöld að það eru strákar sem berjast ekki í aðalhlutanum sem eru betri en Hathaway. Alveg súpergæjar. Það hlýtur því einhver að vilja færa sig upp,“ segir Haraldur. „Ég var að tala við Joe Silva [einn af yfirmönnum UFC] í dag og það er allt á fullri ferð. Ég vonast til að eitthvað skýrist á næstu klukkutímunum. Málið er bara að flestir af þeim sem eru á topp 15 í veltivigtinni eru annað hvort meiddir eða komnir með bardaga.“Undirbjó sig fyrir Hathaway Gunnar hefur farið í gegnum þetta áður og margsinnis sagt að það skipti hann í raun ekki máli við hvern hann berst. Undirbúningur hans miðast ekki við keppinautinn. „Þetta er aldrei gott samt. Gunnar æfir eins og hann æfir en auðvitað hugsa menn alltaf á móti hvernig týpu menn eru að fara að berjast og hver það er. Nú er undirbúningstímabilið hjá honum alveg að verða búið og hann hefur verið með Hathaway í huga allan tímann. Hann hefur samt lent í þessu áður og gerir alveg ráð fyrir því að svona gerist,“ segir Haraldur Dean Nelson. MMA Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
„Þetta voru leiðinlegar fréttir og auðvitað bara leiðinlegt fyrir bæði Gunnar og John Hathaway,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, í samtali við Vísi.Eins og greint var frá fyrr í kvöld er Bandaríkjamaðurinn Hathaway, sem átti að berjast við Gunnar á risa UFC-kvöldinu 11. júlí meiddur og hættur við. „Hann varð fyrir meiðslum á æfingu og treystir sér ekki til að berjast. Þetta er stærsta bardagakvöld í sögu UFC og því hlýtur að hafa mikið gengið á hjá honum. Ég trúi ekki öðru,“ segir Haraldur.Súpergæjar ekki einu sinni í aðalhlutanum Hann segir allt vera á fullu hjá UFC í því að finna nýjan andstæðing fyrir Gunnar. „Það er búið að bjóða einhverjum sem hafa sagt nei en það hlýtur að koma einhver öflugur. Þetta er svo stórt kvöld að það eru strákar sem berjast ekki í aðalhlutanum sem eru betri en Hathaway. Alveg súpergæjar. Það hlýtur því einhver að vilja færa sig upp,“ segir Haraldur. „Ég var að tala við Joe Silva [einn af yfirmönnum UFC] í dag og það er allt á fullri ferð. Ég vonast til að eitthvað skýrist á næstu klukkutímunum. Málið er bara að flestir af þeim sem eru á topp 15 í veltivigtinni eru annað hvort meiddir eða komnir með bardaga.“Undirbjó sig fyrir Hathaway Gunnar hefur farið í gegnum þetta áður og margsinnis sagt að það skipti hann í raun ekki máli við hvern hann berst. Undirbúningur hans miðast ekki við keppinautinn. „Þetta er aldrei gott samt. Gunnar æfir eins og hann æfir en auðvitað hugsa menn alltaf á móti hvernig týpu menn eru að fara að berjast og hver það er. Nú er undirbúningstímabilið hjá honum alveg að verða búið og hann hefur verið með Hathaway í huga allan tímann. Hann hefur samt lent í þessu áður og gerir alveg ráð fyrir því að svona gerist,“ segir Haraldur Dean Nelson.
MMA Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti