Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2015 10:42 Helgi Mikael gefur Summer Williams gula spjaldið í gær. vísir/valli Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf en Selfyssingar voru afar ósáttir við vítaspyrnudóminn. Atvikið umdeilda má sjá á heimasíðu SportTV.is, eða með því að smella hér.Skiptar skoðanir „Vítaspyrnudómurinn í fyrri hálfleik skildi liðin að. Að mínu mati var það rangur dómur,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, í samtali við Vísi eftir leik. „Ég held að hún hafi bara dottið eins og gerist í fótbolta, enda bað hún ekki um neitt og ég held að hún hafi verið alveg jafn hissa og allir aðrir þegar hún fékk vítið.“ Fanndís sjálf var hins vegar á annarri skoðun og sagði varnarmann Selfoss, Summer Williams, hafa farið í sig. „Hún fer beint í lappirnar á mér. Hún snertir mig og ég missi jafnvægið og dett. „Ég hefði viljað sjá rautt spjald þar sem hún var aftasti maður,“ sagði Fanndís en stuðningsmenn og þjálfarar beggja liða voru ósáttir með dóminn; Selfoss að fá á sig víti og Blikar að fá ekki rautt spjald á Williams.Dómarinn spilaði með Breiðabliki í yngri flokkunum Óánægja Selfyssinga snýr einnig að því að dómari leiksins, hinn 21 árs gamli Helgi Mikael Jónasson, er uppalinn Bliki og lék með félaginu í yngri flokkunum. Hann lék síðast með Blikum í 2. flokki árið 2010 en hann er í dag skráður í Boltafélag Norðfjarðar. Leikurinn í gær var annar leikurinn sem Helgi dæmir í Pepsi-deild kvenna í sumar en hann dæmdi einnig leik ÍBV og KR í 5. umferð. Helgi dæmdi 11 leiki í Pepsi-deild kvenna í fyrra, þar af þrjá þar sem Breiðablik var að keppa. Einn af þessum þremur leikjum var leikur Selfoss og Breiðabliks í 12. umferð sem lyktaði með 1-2 sigri Blika. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Breiðablik og Selfoss mætast í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri kemst Selfoss á topp deildarinnar í fyrsta sinn en Breiðablik getur styrkt stöðu sína með því að ná í stigin þrjú. 23. júní 2015 08:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00 Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf en Selfyssingar voru afar ósáttir við vítaspyrnudóminn. Atvikið umdeilda má sjá á heimasíðu SportTV.is, eða með því að smella hér.Skiptar skoðanir „Vítaspyrnudómurinn í fyrri hálfleik skildi liðin að. Að mínu mati var það rangur dómur,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, í samtali við Vísi eftir leik. „Ég held að hún hafi bara dottið eins og gerist í fótbolta, enda bað hún ekki um neitt og ég held að hún hafi verið alveg jafn hissa og allir aðrir þegar hún fékk vítið.“ Fanndís sjálf var hins vegar á annarri skoðun og sagði varnarmann Selfoss, Summer Williams, hafa farið í sig. „Hún fer beint í lappirnar á mér. Hún snertir mig og ég missi jafnvægið og dett. „Ég hefði viljað sjá rautt spjald þar sem hún var aftasti maður,“ sagði Fanndís en stuðningsmenn og þjálfarar beggja liða voru ósáttir með dóminn; Selfoss að fá á sig víti og Blikar að fá ekki rautt spjald á Williams.Dómarinn spilaði með Breiðabliki í yngri flokkunum Óánægja Selfyssinga snýr einnig að því að dómari leiksins, hinn 21 árs gamli Helgi Mikael Jónasson, er uppalinn Bliki og lék með félaginu í yngri flokkunum. Hann lék síðast með Blikum í 2. flokki árið 2010 en hann er í dag skráður í Boltafélag Norðfjarðar. Leikurinn í gær var annar leikurinn sem Helgi dæmir í Pepsi-deild kvenna í sumar en hann dæmdi einnig leik ÍBV og KR í 5. umferð. Helgi dæmdi 11 leiki í Pepsi-deild kvenna í fyrra, þar af þrjá þar sem Breiðablik var að keppa. Einn af þessum þremur leikjum var leikur Selfoss og Breiðabliks í 12. umferð sem lyktaði með 1-2 sigri Blika.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Breiðablik og Selfoss mætast í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri kemst Selfoss á topp deildarinnar í fyrsta sinn en Breiðablik getur styrkt stöðu sína með því að ná í stigin þrjú. 23. júní 2015 08:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00 Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Breiðablik og Selfoss mætast í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri kemst Selfoss á topp deildarinnar í fyrsta sinn en Breiðablik getur styrkt stöðu sína með því að ná í stigin þrjú. 23. júní 2015 08:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00