Dregið var í undanriðla í Meistaradeild Evrópu í dag.
Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru í C-riðli með Apollon Limassol frá Kýpur, KÍ Klaksvík frá Færeyjum og Hibernians frá Möltu.
Undanriðlarnir eru alls átta en hver riðill samanstendur af fjórum liðum. Sigurvegari hvers riðils kemst í 32-liða úrslit Meistaradeildarinnar sem hefjast 7. október.
Leikirnir í undanriðlunum verða 11.-16. ágúst næstkomandi en þeir fara allir fram á sama stað. Riðill Stjörnunnar verður leikinn á Kýpur en liðin leika innbyrðis hvert við annað.
Stjörnustúlkur féllu úr leik fyrir rússneska liðinu Zvezda Perm í 32-liða úrslitunum í fyrra.
Dregið í Meistaradeild Evrópu | Stjarnan fer til Kýpur
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt
Íslenski boltinn

Fyrrum leikmaður Liverpool að ganga í raðir Stjörnunnar
Íslenski boltinn



Uppgjörið: Breiðablik - ÍA 1-4 | Skagamenn völtuðu yfir Blika
Íslenski boltinn

Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill
Íslenski boltinn

Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United
Enski boltinn


Uppgjörið: Fram - KA 1-2 | Færeyingurinn hetjan í Úlfarsárdal
Íslenski boltinn