225 sækja um vottorð um hjúkrunarleyfi til að starfa í útlöndum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 27. júní 2015 21:00 Á undarnförnum vikum hafa rúmlega 180 hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum í tengslum við kjaradeilur við ríkið. Þá hafa 225 einstaklingar óskað eftir hjúkrunarleyfi til að starfa í útlöndum. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Ólafur G. Skúlason segir þetta renna stoðum undir ótta hans um að fjöldauppsagnir verði ekki dregnar til baka.„Ég hef ekki séð svona fjölda sækja pappíra til að sækja um leyfi erlendis síðan 2011. Þetta sýnir að þeir sem hafa sagt upp eru raunverulega að hugsa sér til hreyfings,“ segir Ólafur.Enn er að bætast í uppsagnir hjúkrunarfræðinga sem eru ósáttir við nýjan kjarasamning sem felur í sér 18,6% hækkun launa á samningstímanum sem nær til 31.mars 2019. „Ég hef heyrt það síðustu daga að það hefur bæst við uppsagnirnar.Hjúkrunarfræðingar eru enn að segja upp, enda eru þeir ekki margir sáttir við kjarasamninginn sem var undirritaður í vikunni.“Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning hefst 4. júlí og stendur til 15. júlí og ætti niðurstaða hennar að liggja fyrir þá. Ólafur segist eiga erfitt með að meta hvort hjúkrunarfræðingar muni hafna samningnum en segir þá ósátta. „Ég á svolítið erfitt með að meta það. Nú hef ég heyrt í töluvert mörgum hjúkrunarfræðingum og þeir virðast ekki vera sáttir. Það sem við vorum að gera var að leyfa hjúkrunarfræðingum sjálfum að ráða hvort þeir segja já eða nei við því sem ríkið var að bjóða. Ríkið er vissulega bundið af forsendum almenna markaðarins og getur ekki farið í þá vegferð sem við vorum að fara í sem var að reyna að minnka kynbundinn launamun hjá hinu opinbera og hjúkrunarfræðingar eru ekki sáttir við það.“ Verkfall 2016 Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Á undarnförnum vikum hafa rúmlega 180 hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum í tengslum við kjaradeilur við ríkið. Þá hafa 225 einstaklingar óskað eftir hjúkrunarleyfi til að starfa í útlöndum. Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Ólafur G. Skúlason segir þetta renna stoðum undir ótta hans um að fjöldauppsagnir verði ekki dregnar til baka.„Ég hef ekki séð svona fjölda sækja pappíra til að sækja um leyfi erlendis síðan 2011. Þetta sýnir að þeir sem hafa sagt upp eru raunverulega að hugsa sér til hreyfings,“ segir Ólafur.Enn er að bætast í uppsagnir hjúkrunarfræðinga sem eru ósáttir við nýjan kjarasamning sem felur í sér 18,6% hækkun launa á samningstímanum sem nær til 31.mars 2019. „Ég hef heyrt það síðustu daga að það hefur bæst við uppsagnirnar.Hjúkrunarfræðingar eru enn að segja upp, enda eru þeir ekki margir sáttir við kjarasamninginn sem var undirritaður í vikunni.“Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning hefst 4. júlí og stendur til 15. júlí og ætti niðurstaða hennar að liggja fyrir þá. Ólafur segist eiga erfitt með að meta hvort hjúkrunarfræðingar muni hafna samningnum en segir þá ósátta. „Ég á svolítið erfitt með að meta það. Nú hef ég heyrt í töluvert mörgum hjúkrunarfræðingum og þeir virðast ekki vera sáttir. Það sem við vorum að gera var að leyfa hjúkrunarfræðingum sjálfum að ráða hvort þeir segja já eða nei við því sem ríkið var að bjóða. Ríkið er vissulega bundið af forsendum almenna markaðarins og getur ekki farið í þá vegferð sem við vorum að fara í sem var að reyna að minnka kynbundinn launamun hjá hinu opinbera og hjúkrunarfræðingar eru ekki sáttir við það.“
Verkfall 2016 Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira