Hann hefur síðustu vikur æft í Mexíkó en í gær kom hann til Las Vegas þar sem hann mun æfa fram að bardaga sínum þann 11. júlí.
Í Vegas mun Gunnar æfa með Íranum Conor McGregor en hann er aðalnúmerið á bardagakvöldi Gunnars. Þá keppir McGregor um titil.
Þeir félagar hafa æft saman um árabil og voru fagnaðarfundir er Gunnar mætti í glæsivilluna sem Conor er með á leigu. Hún hefur gengið undir nafninu Mac Mansion.
Eins og Íra er siður þá bauð Conor félaga sínum upp á vískí við komuna. Svo tekur alvaran við í dag.
Toasting the arrival of my Viking brother @GunniNelson to the Mac Mansion!! https://t.co/IoKsGWOQpm pic.twitter.com/LL1GHf8C28
— Conor McGregor (@TheNotoriousMMA) June 10, 2015
On my way to Vegas! @thenotoriousmma lets train! https://t.co/GyUqntwhNd pic.twitter.com/edTtvbnVbu
— Gunnar Nelson (@GunniNelson) June 10, 2015