Þýskaland vann öruggan sigur á Finnlandi, 34-20, í undankeppni EM 2016 í kvöld. Leikurinn fór fram í Vantaa í Finnlandi en staðan í hálfleik var 16-8, Þjóðverjum í vil.
Uwe Gensheimer skoraði sex mörk fyrir Þjóðverja og Patrick Wiencek fimm. Dagur Sigurðsson er þjálfari liðsins en allir útileikmenn liðsins nema einn komust á blað í dag.
Þýskaland er á góðri leið með að tryggja sér sæti á EM í Póllandi en ef Spánn vinnur Austurríki síðar í kvöld er sæti Þjóðverja tryggt.
