ÍBV vann 6-0 stórsigur á KR í lokaleik 5. umferðar í Pepsi-deild kvenna á Hásteinsvelli í kvöld.
Kristín Erna Sigurlásdóttir og Sigríður Lára Garðarsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir ÍBV og Þórhildur Ólafsdóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir eitt hvor þar að auki.
ÍBV skaust upp í rjóða sæti deildarinnar með sigrinum en liðið er með tíu stig. KR er eitt þriggja liða í deildinni sem er enn án sigurs en liðið er með eitt stig, rétt eins og Afturelding og Þróttur.
Breiðablik er á toppnum með þrettán stig en Selfoss er með tólf og Þór/KA ellefu.
