Glæpasaga úr íslenskri sveit: Frönskumælandi glæpapar heldur hreppnum í heljargreipum Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2015 14:49 "Hún er með ljóst axlasítt hár og er með lokk í vörinni í þau skipti sem ég hef séð hana hefur hún verið í vínrauðri kápu. Hann er grannur og dökkhærður. Þau eru með lítið mosagrænt tjald sem þau hafast við í.“ Myndir af Facebooksíðu hópsins Í síðustu viku var brotist inn í Kaupfélagið í Norðfirði í Árneshreppi. Þarna, nánast á hjara veraldar, búa fáir og tíðindalítið. Fljótlega bárust böndin að frönskumælandi pari, puttaferðalöngum og tjaldbúum. Þau höfðu slegið upp tjaldi sínu þar á staðnum. Í raun kom komu engir aðrir til greina sem þeir seku. Og, þegar kölluð var til lögregla og hún yfirheyrði parið, játuðu þau umsvifalaust á sig verknaðinn. Lögreglan fylgdi parinu í Kaupfélagið þar sem það baðst afsökunar, greiddi 50 þúsund krónur fyrir þann varning sem þau höfðu stolið og fyrir skemmdir og báðust afsökunar.Heimafólk farið að læsa bílum og húsumTaldi lögregla málinu þar með lokið, fyrir sína parta en, svo er ekki, því ekkert fararsnið er á parinu sem er enn á staðnum, hreppsbúum til sárrar armæðu. Segja má að parið haldi hreppnum í heljargreipum. Linda Guðmundsdóttir er útibússtjóri í Kaupfélaginu í Norðurfirði. Hún sagði innbrotið hafa verið aðfararnótt þriðjudags í síðustu viku og parið hafi látið það uppi að það hyggist dvelja þarna áfram allt fram í september. Innbrot þarna eiga sér engin fordæmi, lífið í sveitinni hefur hingað til verið friðsælt og græskulaust. Linda segir að fólk fylgist vel með parinu, hvert fótmál, og öryggistilfinningin sem áður einkenndi lífið í Árneshreppi er farin fyrir lítið. „Þetta skapar óöryggi, allir eru á tánum, allir læsa bílum sínum og húsum, og fylgist með þeim til að vita hvar þau eru stödd,“ segir Linda.Strandir eru afskekkt sveit, og áður friðsæl.Með ljóst axlasítt hár og lokk í vörinniOg í lokuðum Facebookhópi ræða sveitungar hina uggvænlegu stöðu mála og ástandið almennt. Einn pósturinn er svohljóðandi og lýsandi fyrir skelfinguna sem gripið hefur um sig: „Sæl öll. Ákvað að henda hérna inn pósti vegna þess að eins og þið hafið öll heyrt var brotist inn í kaupfélagið hérna í Norðurfirði í síðustu viku og parið sem braust inn er enn á svæðinu. Í kvöld fundust heilmikið af matarbirgðum sem þau voru búin að koma fyrir hérna rétt hjá lauginni. Þau eru búin að vera hérna á svæðinu síðustu daga og nú eru þau búin að taka upp tjaldið sitt og sáust síðast stefna inn í Norðurfjörð. Ég á ekki myndir af þeim en þetta er frönskumælandi par, hún er með ljóst axlasítt hár og er með lokk í vörinni í þau skipti sem ég hef séð hana hefur hún verið í vínrauðri kápu. Hann er grannur og dökkhærður. Þau eru með lítið mosagrænt tjald sem þau hafast við í. Bið ykkur að hafa vakandi auga með þessu liði þannig að þau nái ekki að valda frekari skaða.“ Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Í síðustu viku var brotist inn í Kaupfélagið í Norðfirði í Árneshreppi. Þarna, nánast á hjara veraldar, búa fáir og tíðindalítið. Fljótlega bárust böndin að frönskumælandi pari, puttaferðalöngum og tjaldbúum. Þau höfðu slegið upp tjaldi sínu þar á staðnum. Í raun kom komu engir aðrir til greina sem þeir seku. Og, þegar kölluð var til lögregla og hún yfirheyrði parið, játuðu þau umsvifalaust á sig verknaðinn. Lögreglan fylgdi parinu í Kaupfélagið þar sem það baðst afsökunar, greiddi 50 þúsund krónur fyrir þann varning sem þau höfðu stolið og fyrir skemmdir og báðust afsökunar.Heimafólk farið að læsa bílum og húsumTaldi lögregla málinu þar með lokið, fyrir sína parta en, svo er ekki, því ekkert fararsnið er á parinu sem er enn á staðnum, hreppsbúum til sárrar armæðu. Segja má að parið haldi hreppnum í heljargreipum. Linda Guðmundsdóttir er útibússtjóri í Kaupfélaginu í Norðurfirði. Hún sagði innbrotið hafa verið aðfararnótt þriðjudags í síðustu viku og parið hafi látið það uppi að það hyggist dvelja þarna áfram allt fram í september. Innbrot þarna eiga sér engin fordæmi, lífið í sveitinni hefur hingað til verið friðsælt og græskulaust. Linda segir að fólk fylgist vel með parinu, hvert fótmál, og öryggistilfinningin sem áður einkenndi lífið í Árneshreppi er farin fyrir lítið. „Þetta skapar óöryggi, allir eru á tánum, allir læsa bílum sínum og húsum, og fylgist með þeim til að vita hvar þau eru stödd,“ segir Linda.Strandir eru afskekkt sveit, og áður friðsæl.Með ljóst axlasítt hár og lokk í vörinniOg í lokuðum Facebookhópi ræða sveitungar hina uggvænlegu stöðu mála og ástandið almennt. Einn pósturinn er svohljóðandi og lýsandi fyrir skelfinguna sem gripið hefur um sig: „Sæl öll. Ákvað að henda hérna inn pósti vegna þess að eins og þið hafið öll heyrt var brotist inn í kaupfélagið hérna í Norðurfirði í síðustu viku og parið sem braust inn er enn á svæðinu. Í kvöld fundust heilmikið af matarbirgðum sem þau voru búin að koma fyrir hérna rétt hjá lauginni. Þau eru búin að vera hérna á svæðinu síðustu daga og nú eru þau búin að taka upp tjaldið sitt og sáust síðast stefna inn í Norðurfjörð. Ég á ekki myndir af þeim en þetta er frönskumælandi par, hún er með ljóst axlasítt hár og er með lokk í vörinni í þau skipti sem ég hef séð hana hefur hún verið í vínrauðri kápu. Hann er grannur og dökkhærður. Þau eru með lítið mosagrænt tjald sem þau hafast við í. Bið ykkur að hafa vakandi auga með þessu liði þannig að þau nái ekki að valda frekari skaða.“
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira