Heimir: Hvar endar þetta? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. júní 2015 22:03 Vísir/Ernir „Þetta er sennilega stærsti sigur Íslands undir okkar stjórn," sagði glaður landsliðsþjálfari, Heimir Hallgrímsson, og skal engan undra að hann hafi brosað. „Þetta var mikilvægur sigur að svo mörgu leyti. Að ná toppsætinu á þessum tímapunkti, komast skrefinu á undan Tékkum. Innbyrðisviðureignir jafnar en við erum með mun betri markatölu. Það telur mikið í lokin. Sömuleiðis gefur þetta okkur líklega annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM. Þessi sigur gefur okkur alveg ótrúlega mikið." Heimir viðurkenndi að það hefði farið svolítið um hann þegar Tékkarnir komust yfir í leiknum. „Það fer alltaf hrollur um mann þegar það er skorað gegn okkur og það hefði verið rosalega slæmt að missa Tékkana fjórum stigum á undan okkur og eiga svo erfiðan leik næst í Hollandi. Maður er svo óendanlega stoltur af þessum strákum. Það er svo mikill karakter í þeim. Þeir geta alltaf grafið dýpra eftir karakternum. Hvar endar þetta?" spurði Heimir og brosti allan hringinn. Hann veit sem er að Ísland tók ansi stórt skref í átt að EM í Frakklandi með þessum sigri í kvöld. „Stefnan er að komast til Frakklands og vonandi rætist sá draumur. Við höfum verið mjög meðvitaðir samt um að fara ekki fram úr okkur. Ég vona að þið fjölmiðlamenn gerið það ekki heldur og bara Íslendingar almennt. Við höfum náð þessum úrslitum með því að vera einbeittir á verkefnið og ekki halda að við séum mikið betri en andstæðingurinn." Það var búið að fara mikið yfir fyrri leikinn í Tékklandi en Heimir segir að þessi leikur hafi samt ekki spilast alveg eins og hann átti von á. „Þetta spilaðist öðruvísi en ég átti von á. Þeir sýndu okkur mikla virðingu og voru ekki eins sókndjarfir og þeir hafa verið venjulega. Mér fannst þessi leikur svolítið eins og amerískur fótbolti. Menn misstu boltann og svo var stillt upp í fast leikatriði og sparkað inn í," segir Heimir og honum fannst sigurinn vera sanngjarn. „Mér fannst við heilt yfir sterkari á boltanum og líka líkamlega sterkari. Það var meiri vilji og kraftur í okkur. Mér fannst við eiga einn gír inni í fyrri hálfleik. Þeir reyndu að róa leikinn niður sem hefur ekki verið þeirra stíll. Það kom mér svolítið á óvart." EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Sjá meira
„Þetta er sennilega stærsti sigur Íslands undir okkar stjórn," sagði glaður landsliðsþjálfari, Heimir Hallgrímsson, og skal engan undra að hann hafi brosað. „Þetta var mikilvægur sigur að svo mörgu leyti. Að ná toppsætinu á þessum tímapunkti, komast skrefinu á undan Tékkum. Innbyrðisviðureignir jafnar en við erum með mun betri markatölu. Það telur mikið í lokin. Sömuleiðis gefur þetta okkur líklega annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM. Þessi sigur gefur okkur alveg ótrúlega mikið." Heimir viðurkenndi að það hefði farið svolítið um hann þegar Tékkarnir komust yfir í leiknum. „Það fer alltaf hrollur um mann þegar það er skorað gegn okkur og það hefði verið rosalega slæmt að missa Tékkana fjórum stigum á undan okkur og eiga svo erfiðan leik næst í Hollandi. Maður er svo óendanlega stoltur af þessum strákum. Það er svo mikill karakter í þeim. Þeir geta alltaf grafið dýpra eftir karakternum. Hvar endar þetta?" spurði Heimir og brosti allan hringinn. Hann veit sem er að Ísland tók ansi stórt skref í átt að EM í Frakklandi með þessum sigri í kvöld. „Stefnan er að komast til Frakklands og vonandi rætist sá draumur. Við höfum verið mjög meðvitaðir samt um að fara ekki fram úr okkur. Ég vona að þið fjölmiðlamenn gerið það ekki heldur og bara Íslendingar almennt. Við höfum náð þessum úrslitum með því að vera einbeittir á verkefnið og ekki halda að við séum mikið betri en andstæðingurinn." Það var búið að fara mikið yfir fyrri leikinn í Tékklandi en Heimir segir að þessi leikur hafi samt ekki spilast alveg eins og hann átti von á. „Þetta spilaðist öðruvísi en ég átti von á. Þeir sýndu okkur mikla virðingu og voru ekki eins sókndjarfir og þeir hafa verið venjulega. Mér fannst þessi leikur svolítið eins og amerískur fótbolti. Menn misstu boltann og svo var stillt upp í fast leikatriði og sparkað inn í," segir Heimir og honum fannst sigurinn vera sanngjarn. „Mér fannst við heilt yfir sterkari á boltanum og líka líkamlega sterkari. Það var meiri vilji og kraftur í okkur. Mér fannst við eiga einn gír inni í fyrri hálfleik. Þeir reyndu að róa leikinn niður sem hefur ekki verið þeirra stíll. Það kom mér svolítið á óvart."
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Sjá meira