Óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC krýndur í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 13. júní 2015 09:00 Velasquez (t.v.) og Werdum (t.h.). Gætu ekki verið ólíkari. Vísir/Getty UFC 188 fer fram í kvöld þar sem þeir Cain Velasquez og Fabricio Werdum berjast. Sigurvegarinn í kvöld verður óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Cain Velasquez hefur verið þungavigtarmeistari UFC í tæp þrjú ár en ekkert barist síðan í október 2013. Meiðsli hafa hrjáð feril hans og var ástandið orðið svo slæmt að UFC bjó til svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim title). Um þann titil börðust þeir Fabricio Werdum og Mark Hunt í nóvember síðastliðnum. Þar fór Werdum með sigur af hólmi og munu því tveir meistarar mætast í kvöld. Aðeins annar getur staðið eftir sem óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Cain Velasquez kemur af mexíkönskum ættum en bardagarnir í kvöld fara fram í Mexíkó. Velasquez er frábær glímumaður sem hefur verið líkt við tortímandann þar sem hann hættir aldrei að pressa áfram. Auk þess er Velasquez með þol á við léttvigtarmann og fáir sem höndla hraðann og pressuna sem hann setur á andstæðinga sína.Sjá einnig: Vélmennið Cain Velasquez Fabricio Werdum er gerólíkur Velasquez. Hann er mikill grínisti og skemmtikraftur á meðan Velasquez er mun alvarlegri. Werdum er einn af allra bestu gólfglímumönnum veraldar og fáir sem kjósa að eiga við hann í gólfinu. Velasquez gæti þó verið einn af þeim fáu en báðir eru svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Werdum hefur á undanförnum árum tekið stórtækum framförum í sparkboxi eða frá því hann var rekinn úr UFC fyrir sjö árum síðan. Nánar má lesa um upprisu Werdum á vef MMA Frétta hér. Bardaginn í kvöld ætti að verða æsispennandi viðureign tveggja ólíkra keppenda. Aðeins annar mun stíga úr búrinu sem óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. UFC 188 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í þungavigt: Cain Velasquez gegn Fabricio WerdumLéttvigt: Eddie Alvarez gegn Gilbert MelendezMillivigt: Kelvin Gastelum gegn Nate MarquardtFjaðurvigt: Yair Rodríguez gegn Angel HillStrávigt kvenna: Tecia Torres gegn Angela Hill MMA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Sjá meira
UFC 188 fer fram í kvöld þar sem þeir Cain Velasquez og Fabricio Werdum berjast. Sigurvegarinn í kvöld verður óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Cain Velasquez hefur verið þungavigtarmeistari UFC í tæp þrjú ár en ekkert barist síðan í október 2013. Meiðsli hafa hrjáð feril hans og var ástandið orðið svo slæmt að UFC bjó til svo kallaðan bráðabirgðartitil (e. interim title). Um þann titil börðust þeir Fabricio Werdum og Mark Hunt í nóvember síðastliðnum. Þar fór Werdum með sigur af hólmi og munu því tveir meistarar mætast í kvöld. Aðeins annar getur staðið eftir sem óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. Cain Velasquez kemur af mexíkönskum ættum en bardagarnir í kvöld fara fram í Mexíkó. Velasquez er frábær glímumaður sem hefur verið líkt við tortímandann þar sem hann hættir aldrei að pressa áfram. Auk þess er Velasquez með þol á við léttvigtarmann og fáir sem höndla hraðann og pressuna sem hann setur á andstæðinga sína.Sjá einnig: Vélmennið Cain Velasquez Fabricio Werdum er gerólíkur Velasquez. Hann er mikill grínisti og skemmtikraftur á meðan Velasquez er mun alvarlegri. Werdum er einn af allra bestu gólfglímumönnum veraldar og fáir sem kjósa að eiga við hann í gólfinu. Velasquez gæti þó verið einn af þeim fáu en báðir eru svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Werdum hefur á undanförnum árum tekið stórtækum framförum í sparkboxi eða frá því hann var rekinn úr UFC fyrir sjö árum síðan. Nánar má lesa um upprisu Werdum á vef MMA Frétta hér. Bardaginn í kvöld ætti að verða æsispennandi viðureign tveggja ólíkra keppenda. Aðeins annar mun stíga úr búrinu sem óumdeilanlegur þungavigtarmeistari UFC. UFC 188 verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst kl 2. Eftirtaldir fimm bardagar verða á dagskrá:Titilbardagi í þungavigt: Cain Velasquez gegn Fabricio WerdumLéttvigt: Eddie Alvarez gegn Gilbert MelendezMillivigt: Kelvin Gastelum gegn Nate MarquardtFjaðurvigt: Yair Rodríguez gegn Angel HillStrávigt kvenna: Tecia Torres gegn Angela Hill
MMA Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Sjá meira