England er óstöðvandi og Rooney búinn að jafna Lineker 14. júní 2015 18:00 Jack Wilshire skoraði stórkostlegt mark þegar hann kom Englandi í 2-1. Hér er boltinn á leið í samskeytinn. vísir/getty England sótti þrjú stig til Slóveníu í undankeppni EM þegar liðin mættust í Ljúblíana í dag. Wayne Rooney var hetja Englendinga í 3-2 sigri. Milivoje Novakovic, sem leikur með Nagoya Grampus í Japan, kom Slóvenum yfir með marki á 37. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Englendingar gerðu breytingu í hálfleik, tóku Phil Jones af velli og settu Adam Lallana inn í hans stað. Það virtist hressa upp á sóknarleik Englands sem náði að jafna á 57. mínútu. Var þar að verki Jack Wilshire, leikmaður Arsenal. Englendingar voru nálægt því að komast yfir í tvígang skömmu eftir markið frá Wilshire. Wayne Rooney var þar að verki í bæði skiptin og er óhætt að flokka fyrra færið hans sem dauðafæri. Wilshire hafði hins vegar ekki sagt sitt síðasta orð. Á 73. mínútu batt hann enda á góða sókn enska liðsins með því að þruma boltanum í samskeytin á slóvenska markinu. Stórkostlegt mark. Slóvenar voru hins vegar ekkert á þeim buxunum að gefast upp og varamaðurinn Nejc Pecnik jafnaði metin með laglegu skallamarki á 84. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Rooney sigurmark Englands í leiknum. Þetta var jafnframt 48. landsliðsmark Wayne Rooney sem er þar með búinn að skora jafnmörg mörk og Gary Lineker gerði á sínum ferli. Rooney er núna einu marki frá því að jafna metið sem Bobby Charlton á, 49 mörk. Englendingar eru lang efstir í E-riðli með 18 stig að loknum 6 leikjum og komnir með annan fótinn til Frakklands, þar sem lokakeppnin verður á næsta ári. Slóvenar eru í 2. sæti með 9 stig, jafnmörg stig og Sviss sem á leik til góða gegn Litháen í kvöld. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira
England sótti þrjú stig til Slóveníu í undankeppni EM þegar liðin mættust í Ljúblíana í dag. Wayne Rooney var hetja Englendinga í 3-2 sigri. Milivoje Novakovic, sem leikur með Nagoya Grampus í Japan, kom Slóvenum yfir með marki á 37. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Englendingar gerðu breytingu í hálfleik, tóku Phil Jones af velli og settu Adam Lallana inn í hans stað. Það virtist hressa upp á sóknarleik Englands sem náði að jafna á 57. mínútu. Var þar að verki Jack Wilshire, leikmaður Arsenal. Englendingar voru nálægt því að komast yfir í tvígang skömmu eftir markið frá Wilshire. Wayne Rooney var þar að verki í bæði skiptin og er óhætt að flokka fyrra færið hans sem dauðafæri. Wilshire hafði hins vegar ekki sagt sitt síðasta orð. Á 73. mínútu batt hann enda á góða sókn enska liðsins með því að þruma boltanum í samskeytin á slóvenska markinu. Stórkostlegt mark. Slóvenar voru hins vegar ekkert á þeim buxunum að gefast upp og varamaðurinn Nejc Pecnik jafnaði metin með laglegu skallamarki á 84. mínútu. Tveimur mínútum síðar skoraði Rooney sigurmark Englands í leiknum. Þetta var jafnframt 48. landsliðsmark Wayne Rooney sem er þar með búinn að skora jafnmörg mörk og Gary Lineker gerði á sínum ferli. Rooney er núna einu marki frá því að jafna metið sem Bobby Charlton á, 49 mörk. Englendingar eru lang efstir í E-riðli með 18 stig að loknum 6 leikjum og komnir með annan fótinn til Frakklands, þar sem lokakeppnin verður á næsta ári. Slóvenar eru í 2. sæti með 9 stig, jafnmörg stig og Sviss sem á leik til góða gegn Litháen í kvöld.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira