Fótbolti

Hættir Blatter við að hætta?

Sepp Blatter hefur setið í 17 ár sem forseti FIFA og hefur gefið það út að hann hætti síðar á árinu.
Sepp Blatter hefur setið í 17 ár sem forseti FIFA og hefur gefið það út að hann hætti síðar á árinu. vísir/getty
Svissneskir fjölmiðlar fullyrða að Sepp Blatter íhugi að hætta við að hætta sem forseti FIFA eftir að hafa fengið stuðning til áframhaldandi setu frá Afríku og Asíu.

Domenico Scala, formaður endurskoðunar og eftirlitsnefndar FIFA, hefur varað Blatter við að endurskoða ákvörðun sína um að hætta sem forseti FIFA. Scala hefur m.a. það verkefni að fylgjast með að kosningarnar um eftirmann Blatter fari fram með eðlilegum hætti.

Einn af þeim hlutum sem endurskoðunar og eftirlitsnefnd FIFA vill innleiða er að sami aðilinn megi að hámarki vera þrjú kjörtímabil (12 ár) samtals sem forseti FIFA eða í stjórn FIFA. Einnig leggur nefndin ríka áherslu á betra gegnsæi í fjármálum sambandsins.

Talið er að mikil kergja og spenna ríki á milli Blatter og Scala. En stefnt er að því að nýr forseti FIFA verði kjörinn á þingi sambandsins í Zurich í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×