Slökkviliðið er á vettvangi og verður fréttin uppfærð eftir því sem frekari upplýsingar berast.
Uppfært 15.26:
Eldurinn kviknaði í Bílaleigu Akureyrar sem stendur við hliðina á svæðinu þar sem eldurinn í Fönn kviknaði fyrir ári. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni bílaleigunnar kviknaði eldurinn á efri hæð hússins en enn eru upptök hans ókunn.
Starfsmenn höfðu ekki teljandi áhyggjur og töldu slökkviliðsmönnum hafa tekist að ráða niðurlögum eldsins.
Uppfært 15.46:
Eldurinn kviknaði í þakpappa út frá logsuðu en smiðir voru að vinnu á efri hæð hússins.
