Ísland getur ekki fallið úr 2. deild Evrópumóts landsliða Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. júní 2015 06:30 Aníta Hinriksdóttir er vitaskuld í íslenska liðinu og er líkleg til gulls og silfurs í 2. deild Evrópukeppni landsliða. vísir/stefán Íslenska landsliðið í frjálsíþróttum hefur leik á morgun í 2. deild Evrópukeppni landsliða, en keppni í 2. deildinni fer að þessu sinni fram í Stara Zagora í Búlgaríu. Keppt er í 20 greinum í karla- og kvennaflokki og fara tvö stigahæstu liðin upp í 1. deildina sem er sú næstefsta. Ísland var í 3. deild í fyrra en komst upp sem liðið í 2. sæti á eftir Kýpur. Keppnin í ár verður miklu erfiðari þar sem Ísland etur kappi við mun sterkari þjóðir á borð við Búlgara, Króata, Serba og Dani, en engu að síður þarf Ísland ekki að hafa áhyggjur af því að falla niður um deild. „Það verður fjölgað í 2. deildinni fyrir næsta ár, þannig að það koma fjögur lið upp úr 3. deild. Ég var í stjórninni í fyrra og fékk það í gegn að þessu yrði breytt. Stjórnin samþykkti þessa tillögu mína,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. Undanfarin ár hefur keppnisþjóðum verið fjölgað í efstu tveimur deildunum og nú var kominn tími á að fjölga í 2. deild. Íslenska liðið getur því keppt án mikillar pressu og mátað sig við mun betri þjóðir. „Það gerðist fyrir nokkru að breska landsliðið féll og breska ríkisútvarpið var nú ekki nógu ánægt með það. Það nennti ekki að sýna frá keppni þar sem Bretland var ekki með. Þessu var því breytt þannig að karlar og konur kepptu saman og fjölgað var í úrvalsdeildinni úr átta í tólf lið. Það er til þess að tryggja að Þýskaland, Bretland og Frakkland geti ekki fallið. Þetta eru löndin sem borga langstærsta hlutann af sjónvarpsréttinum. Þetta er bara nákvæmlega eins og í Eurovision,“ segir Jónas. Haldi Ísland svo sæti sínu á næsta ári segir Jónas eiginlega bara einn hlut standa í vegi fyrir því að Ísland jafnvel sæki um að halda 2. deildina árið 2017. „Við höfum hótelin og alla umgjörð. Laugardalsvöllur er fínn sem slíkur en tartanið verður orðið hátt í 30 ára gamalt þegar að þessu kemur. Verðum við með keppnisvöll í lagi er ekkert því til fyrirstöðu að við getum haldið svona mót,“ segir Jónas Egilsson Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sjá meira
Íslenska landsliðið í frjálsíþróttum hefur leik á morgun í 2. deild Evrópukeppni landsliða, en keppni í 2. deildinni fer að þessu sinni fram í Stara Zagora í Búlgaríu. Keppt er í 20 greinum í karla- og kvennaflokki og fara tvö stigahæstu liðin upp í 1. deildina sem er sú næstefsta. Ísland var í 3. deild í fyrra en komst upp sem liðið í 2. sæti á eftir Kýpur. Keppnin í ár verður miklu erfiðari þar sem Ísland etur kappi við mun sterkari þjóðir á borð við Búlgara, Króata, Serba og Dani, en engu að síður þarf Ísland ekki að hafa áhyggjur af því að falla niður um deild. „Það verður fjölgað í 2. deildinni fyrir næsta ár, þannig að það koma fjögur lið upp úr 3. deild. Ég var í stjórninni í fyrra og fékk það í gegn að þessu yrði breytt. Stjórnin samþykkti þessa tillögu mína,“ segir Jónas Egilsson, framkvæmdastjóri Frjálsíþróttasambands Íslands. Undanfarin ár hefur keppnisþjóðum verið fjölgað í efstu tveimur deildunum og nú var kominn tími á að fjölga í 2. deild. Íslenska liðið getur því keppt án mikillar pressu og mátað sig við mun betri þjóðir. „Það gerðist fyrir nokkru að breska landsliðið féll og breska ríkisútvarpið var nú ekki nógu ánægt með það. Það nennti ekki að sýna frá keppni þar sem Bretland var ekki með. Þessu var því breytt þannig að karlar og konur kepptu saman og fjölgað var í úrvalsdeildinni úr átta í tólf lið. Það er til þess að tryggja að Þýskaland, Bretland og Frakkland geti ekki fallið. Þetta eru löndin sem borga langstærsta hlutann af sjónvarpsréttinum. Þetta er bara nákvæmlega eins og í Eurovision,“ segir Jónas. Haldi Ísland svo sæti sínu á næsta ári segir Jónas eiginlega bara einn hlut standa í vegi fyrir því að Ísland jafnvel sæki um að halda 2. deildina árið 2017. „Við höfum hótelin og alla umgjörð. Laugardalsvöllur er fínn sem slíkur en tartanið verður orðið hátt í 30 ára gamalt þegar að þessu kemur. Verðum við með keppnisvöll í lagi er ekkert því til fyrirstöðu að við getum haldið svona mót,“ segir Jónas Egilsson
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sjá meira