Rússneska tennisdrottningin Maria Sharapova mun ekki verja titil sinn á opna franska meistaramótinu.
Sharapova tapaði í dag fyrir tékknesku stelpunni Lucie Safarova. Safarova vann í tveim settum, 7-6 og 6-4.
Þetta er mikill skellur fyrir Sharapovu sem hefur farið í úrslit í þessu móti þrjú ár í röð.
Safarova, sem er í 13. sæti á styrkleikalista mótsins, mun nú mæta Garbine Muguruza í átta manna úrslitum.
Sharapova óvænt úr leik
