Framundan hjá Fufanu er hljómleikaferð til London sem stendur yfir frá 14.-21. júní.
„Við ljúkum einmitt þeirri tónleikaferð með tónleikum í Hyde Park að hita upp fyrir bresku stórsveitina Blur. Í kjölfarið af tónleikaferðinni kemur fyrsta EP platan okkar út, en hún ber nafnið Adjust To The Light og inniheldur Will We Last auk þriggja annarra laga.“
Sjá einnig: Þótti ekki töff að eiga enga útgefna tónlist fyrir hátíðina
Það er breska útgáfufyrirtækið One Little Indian sem gefur plötuna út, en Björk og Ásgeir Trausti eru meðal þeirra listamanna sem eru hjá One Little Indian.
Áður en Fufanu varð til hét sveitin Captain Fufanu og spilaði þá allt öðruvísi tónlist. Þar var elektróníkin allsráðandi og stemningin ekki sú sama. Sú sveit starfaði frá 2008 en eftir Iceland Airwaves 2013 tóku meðlimir þá ákvörðun að fella Captain úr nafninu.
„Í haust mun svo breiðskífan okkar koma þar út, en hún ber nafnið Few More Days To Go.“
Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið.