Geir um Blatter: Nauðsynlegt og ánægjulegt Eirikur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2015 18:28 Geir Þorsteinsson á blaðamannafundi KSÍ með Sepp Blatter árið 2012. Vísir/Pjetur Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það hafi komið sér á óvart að Sepp Blatter hafi í dag tilkynnt að hann muni stíga til hliðar sem forseti FIFA. Blatter var kjörinn forseti FIFA í fimmta sinn á ársþingi sambandsins í síðustu viku en þar var Geir viðstaddur. Hann, eins og aðrar Evrópuþjóðir, lýstu yfir stuðningi við mótframbjóðanda Blatter. „Maður var að vonast til þess að þetta myndi gerast á föstudaginn. Tímasetningin kemur manni því vissulega á óvart,“ sagði Geir í samtali við Vísi í dag. „Nú bíður maður eftir því hvað gerist næst í málinu. Evrópuþjóðirnar ákváðu að ræða þetta mál næst á laugardaginn þegar úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í Evrópu,“ sagði Geir. „En þetta var algjörlega nauðsynlegt enda hafði Evrópa kallað eftir breytingum. Og það er ánægjulegt að þetta hafi gerst í dag.“ Rannsókn bandarískra yfirvalda á spillingarmálum FIFA hafa varpað skugga yfir störf sambandsins og stjórnartíð Blatter. En Geir getur ekki varpað ljósi á hvað hafi breyst á þessum örfáu dögum síðan að forsetakjörið fór fram og Blatter var kjörinn forseti. „Við sem störfum í knattspyrnunni höfum engan áhuga á að okkar störf snúist um þessi málefni. Við viljum einbeita okkur að knattspyrnunni sjálfri. Þess vegna var breytinga þörf.“ „Nú hafa nýir frambjóðendur tíma til að stíga fram og ég held að það sé alveg ljóst að næsta forsetakjör muni snúast um knattspyrnuna sjálfra. Þetta getur ekki haldið áfram svona.“ Blatter hefur notið stuðnings ríkja í Afríku, Asíu og mið-Ameríku en Geir hefur áður sagt að það sé nauðsynlegt að fulltrúar Evrópu vinni betur með löndum í öðrum heimsálfum í málefnum FIFA. „Það þarf að skapa skilning á milli landa í mismunandi heimsálfum. Það er ekki síst nauðsynlegt fyrir Evrópu. Maður fann að það andaði köldu á milli Evrópu og annarra heimsálfa á síðasta þingi. Það er ekki aðalmálið að næsti forseti FIFA verði Evrópumaður heldur góður leiðtogi.“ Í dag er talið líklegast að Michel Platini, foresti UEFA, myndi vinna kjörið ef hann gæfi kost á sér. „Ég myndi styðja hann heilshugar. Hann yrði rétti maðurinn til að sinna þessu starfi enda hefur hann gert frábæra hluti fyrir knattspyrnuna og myndi gera áfram á þessum vettvangi.“ Fótbolti Tengdar fréttir Forsetakjör með fjögurra mánaða fyrirvara Boða verður til forsetakjörs FIFA með minnst fjögurra mánaða fyrirvara. 2. júní 2015 18:04 Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Spillingin sem bandarísk yfirvöld komu upp um hjá FIFA kom Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ, ekkert á óvart. 2. júní 2015 10:00 FIFA skellir skuldinni á látinn mann FIFA hefur neitað því að framkvæmdastjóri sambandsins, Jerome Valcke, sé háttsetti maðurinn sem er sagður hafa mútað Jack Warner. Warner er einn þeirra sem FBI handtók á dögunum. 2. júní 2015 12:15 Blatter hættir sem forseti FIFA Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn. 2. júní 2015 16:50 Platini: Djörf en rétt ákvörðun hjá Blatter Viðbrögð knattspyrnuheimsins við tilkynningu Sepp Blatter um að hann ætli að hætta sem forseti FIFA. 2. júní 2015 17:47 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að það hafi komið sér á óvart að Sepp Blatter hafi í dag tilkynnt að hann muni stíga til hliðar sem forseti FIFA. Blatter var kjörinn forseti FIFA í fimmta sinn á ársþingi sambandsins í síðustu viku en þar var Geir viðstaddur. Hann, eins og aðrar Evrópuþjóðir, lýstu yfir stuðningi við mótframbjóðanda Blatter. „Maður var að vonast til þess að þetta myndi gerast á föstudaginn. Tímasetningin kemur manni því vissulega á óvart,“ sagði Geir í samtali við Vísi í dag. „Nú bíður maður eftir því hvað gerist næst í málinu. Evrópuþjóðirnar ákváðu að ræða þetta mál næst á laugardaginn þegar úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í Evrópu,“ sagði Geir. „En þetta var algjörlega nauðsynlegt enda hafði Evrópa kallað eftir breytingum. Og það er ánægjulegt að þetta hafi gerst í dag.“ Rannsókn bandarískra yfirvalda á spillingarmálum FIFA hafa varpað skugga yfir störf sambandsins og stjórnartíð Blatter. En Geir getur ekki varpað ljósi á hvað hafi breyst á þessum örfáu dögum síðan að forsetakjörið fór fram og Blatter var kjörinn forseti. „Við sem störfum í knattspyrnunni höfum engan áhuga á að okkar störf snúist um þessi málefni. Við viljum einbeita okkur að knattspyrnunni sjálfri. Þess vegna var breytinga þörf.“ „Nú hafa nýir frambjóðendur tíma til að stíga fram og ég held að það sé alveg ljóst að næsta forsetakjör muni snúast um knattspyrnuna sjálfra. Þetta getur ekki haldið áfram svona.“ Blatter hefur notið stuðnings ríkja í Afríku, Asíu og mið-Ameríku en Geir hefur áður sagt að það sé nauðsynlegt að fulltrúar Evrópu vinni betur með löndum í öðrum heimsálfum í málefnum FIFA. „Það þarf að skapa skilning á milli landa í mismunandi heimsálfum. Það er ekki síst nauðsynlegt fyrir Evrópu. Maður fann að það andaði köldu á milli Evrópu og annarra heimsálfa á síðasta þingi. Það er ekki aðalmálið að næsti forseti FIFA verði Evrópumaður heldur góður leiðtogi.“ Í dag er talið líklegast að Michel Platini, foresti UEFA, myndi vinna kjörið ef hann gæfi kost á sér. „Ég myndi styðja hann heilshugar. Hann yrði rétti maðurinn til að sinna þessu starfi enda hefur hann gert frábæra hluti fyrir knattspyrnuna og myndi gera áfram á þessum vettvangi.“
Fótbolti Tengdar fréttir Forsetakjör með fjögurra mánaða fyrirvara Boða verður til forsetakjörs FIFA með minnst fjögurra mánaða fyrirvara. 2. júní 2015 18:04 Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Spillingin sem bandarísk yfirvöld komu upp um hjá FIFA kom Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ, ekkert á óvart. 2. júní 2015 10:00 FIFA skellir skuldinni á látinn mann FIFA hefur neitað því að framkvæmdastjóri sambandsins, Jerome Valcke, sé háttsetti maðurinn sem er sagður hafa mútað Jack Warner. Warner er einn þeirra sem FBI handtók á dögunum. 2. júní 2015 12:15 Blatter hættir sem forseti FIFA Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn. 2. júní 2015 16:50 Platini: Djörf en rétt ákvörðun hjá Blatter Viðbrögð knattspyrnuheimsins við tilkynningu Sepp Blatter um að hann ætli að hætta sem forseti FIFA. 2. júní 2015 17:47 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Forsetakjör með fjögurra mánaða fyrirvara Boða verður til forsetakjörs FIFA með minnst fjögurra mánaða fyrirvara. 2. júní 2015 18:04
Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Spillingin sem bandarísk yfirvöld komu upp um hjá FIFA kom Eggerti Magnússyni, fyrrverandi formanni KSÍ, ekkert á óvart. 2. júní 2015 10:00
FIFA skellir skuldinni á látinn mann FIFA hefur neitað því að framkvæmdastjóri sambandsins, Jerome Valcke, sé háttsetti maðurinn sem er sagður hafa mútað Jack Warner. Warner er einn þeirra sem FBI handtók á dögunum. 2. júní 2015 12:15
Blatter hættir sem forseti FIFA Sepp Blatter sagði af sér sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, skyndilega í dag. Hann gegnir starfinu þar til nýr forseti verður kjörinn. 2. júní 2015 16:50
Platini: Djörf en rétt ákvörðun hjá Blatter Viðbrögð knattspyrnuheimsins við tilkynningu Sepp Blatter um að hann ætli að hætta sem forseti FIFA. 2. júní 2015 17:47