UFC orðið leiðandi afl í lyfjamálum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júní 2015 22:45 Dana White, forseti UFC. vísir/getty UFC hefur haft það orð á sér að taka vægt á lyfjamálum. Það mun heyra sögunni til um næstu mánaðarmót. Þá taka við nýir tímar í lyfjamálum sambandsins. UFC hefur nefnilega samið við bandaríska lyfjaeftirlitið um að sjá alfarið um lyfjamál bardagasambandsins. „Ég myndi segja að miðað við sjálfstæðið sem við höfum, gagnsæið og refsirammann þá er UFC komið með bestu lyfjalöggjöf í íþróttaheiminum," sagði Travis Tygart, stjórnarformaður bandaríska lyfjaeftirlitsins.Sjá einnig: Gunnar Nelson: Það á að lyfjaprófa menn allt árið Við erum að tala um gjörbreytt landslag í UFC þar sem á að útrýma öllum ólöglegum efnum úr íþróttinni. UFC greiðir lyfjaeftirlitinu milljónir dollara á ári fyrir að sjá um lyfjaeftirlitið og eftirlitið hefur algjörlega frjálsar hendur með sína vinnu.Jon Jones var besti bardagakappinn í UFC. Hann er í ótímabundnu banni.vísir/gettyBandaríska lyfjaeftirlitið má nú prófa hvaða bardagakappa sem er þegar því hentar. Forráðamenn UFC munu aldrei vita að það standi til að lyfjaprófa einhvern. Sjálfstæðið er algjört. Bandaríska lyfjaeftirlitið mun taka 2.750 próf á ári samkvæmt samningnum. Sé miðað við þann fjölda sem er á samningi hjá UFC þá verða allir bardagakappar sambandsins lyfjaprófaðir rúmlega fimm sinnum á ári.Sjá einnig: Vill fleiri lyfjapróf í UFC Þeir sem falla á lyfjaprófi fá nú tveggja ára keppnisbann en hægt er að gefa mönnum fjögurra ára dóm í sérstökum tilvikum. Ef keppandi fellur aftur þá fær viðkomandi helmingi lengra bann en áður. Það er orðið virkilega dýrt að falla á lyfjaprófi. UFC hefur einnig samið við tvö fyrirtæki þar sem bardagakappar geta lært hvernig sé best að æfa sig og missa þyngd. Einnig geta kapparnir fengið fræðslu í því hvernig eigi að forðast meiðsli og endurhæfa sig ef þeir meiðast. MMA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Sjá meira
UFC hefur haft það orð á sér að taka vægt á lyfjamálum. Það mun heyra sögunni til um næstu mánaðarmót. Þá taka við nýir tímar í lyfjamálum sambandsins. UFC hefur nefnilega samið við bandaríska lyfjaeftirlitið um að sjá alfarið um lyfjamál bardagasambandsins. „Ég myndi segja að miðað við sjálfstæðið sem við höfum, gagnsæið og refsirammann þá er UFC komið með bestu lyfjalöggjöf í íþróttaheiminum," sagði Travis Tygart, stjórnarformaður bandaríska lyfjaeftirlitsins.Sjá einnig: Gunnar Nelson: Það á að lyfjaprófa menn allt árið Við erum að tala um gjörbreytt landslag í UFC þar sem á að útrýma öllum ólöglegum efnum úr íþróttinni. UFC greiðir lyfjaeftirlitinu milljónir dollara á ári fyrir að sjá um lyfjaeftirlitið og eftirlitið hefur algjörlega frjálsar hendur með sína vinnu.Jon Jones var besti bardagakappinn í UFC. Hann er í ótímabundnu banni.vísir/gettyBandaríska lyfjaeftirlitið má nú prófa hvaða bardagakappa sem er þegar því hentar. Forráðamenn UFC munu aldrei vita að það standi til að lyfjaprófa einhvern. Sjálfstæðið er algjört. Bandaríska lyfjaeftirlitið mun taka 2.750 próf á ári samkvæmt samningnum. Sé miðað við þann fjölda sem er á samningi hjá UFC þá verða allir bardagakappar sambandsins lyfjaprófaðir rúmlega fimm sinnum á ári.Sjá einnig: Vill fleiri lyfjapróf í UFC Þeir sem falla á lyfjaprófi fá nú tveggja ára keppnisbann en hægt er að gefa mönnum fjögurra ára dóm í sérstökum tilvikum. Ef keppandi fellur aftur þá fær viðkomandi helmingi lengra bann en áður. Það er orðið virkilega dýrt að falla á lyfjaprófi. UFC hefur einnig samið við tvö fyrirtæki þar sem bardagakappar geta lært hvernig sé best að æfa sig og missa þyngd. Einnig geta kapparnir fengið fræðslu í því hvernig eigi að forðast meiðsli og endurhæfa sig ef þeir meiðast.
MMA Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Fleiri fréttir Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Sjá meira