Langhlaupari vann gull í hindrunarhlaupi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2015 19:54 Arnar hoppar í mark í dag. Vísir/Stefán Arnar Pétursson, sem er aðallega þekktur sem langhlaupari, vann nokkuð öruggan sigur í 3000 m hindrunarhlaupi á Smáþjóðaleikunum í dag. Arnar kom í mark á 9:22,16 sekúndum og forysta hans var slík að hann leyfði sér að hoppa yfir marklínuna. „Ég stefndi að þessu og það var gaman að fá gullið,“ sagði Arnar sem var að keppa í greininni í fimmta sinn á ferlinum. Arnar segir að hann hafi aðeins tekið samtals eina æfingu sérstaklega fyrir hindrunarhlaupið. „Hlaupin eru mun fleiri en æfingarnar,“ sagði Arnar sem segist njóta góðs af því að hafa æft körfubolta lengi. „Þar er maður að hlaupa og hoppa til skipts. Maður er aðallega hræddur við vatnsgryfjuna í hindrunarhlaupinu en það hefur yfirleitt gengið afskaplega vel að komast í gegnum hana. Þetta virðist liggja ágætlega fyrir manni.“ „Það vantaði einhvern til að hlaupa 3000 m hindrun í Evrópubikarnum og eftir það hefur maður fallið meira og meira fyrir henni.“ „En ég held að ég taki þetta meira með hinu enn sem komið er. Ég þarf að bæta tæknina en annars eru æfingarnar ótrúlega svipaðar æfingum fyrir langhlaupin.“ Þrátt fyrir allt segist hann sterkastur í þessari grein og eigi flest IAAF-stig í 3000 m hindrunarhlaupi af öllum þeim sem hann keppir í. „Mitt markmið er að komast nær níu mínútunum og það er tækifæri til að gera það í Evrópukeppninni í Búlgaríu þar sem margir sterkir hlauparar verða. Það er erfitt að gera það þegar maður er nánast einn eins og í dag.“ Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Arnar Pétursson, sem er aðallega þekktur sem langhlaupari, vann nokkuð öruggan sigur í 3000 m hindrunarhlaupi á Smáþjóðaleikunum í dag. Arnar kom í mark á 9:22,16 sekúndum og forysta hans var slík að hann leyfði sér að hoppa yfir marklínuna. „Ég stefndi að þessu og það var gaman að fá gullið,“ sagði Arnar sem var að keppa í greininni í fimmta sinn á ferlinum. Arnar segir að hann hafi aðeins tekið samtals eina æfingu sérstaklega fyrir hindrunarhlaupið. „Hlaupin eru mun fleiri en æfingarnar,“ sagði Arnar sem segist njóta góðs af því að hafa æft körfubolta lengi. „Þar er maður að hlaupa og hoppa til skipts. Maður er aðallega hræddur við vatnsgryfjuna í hindrunarhlaupinu en það hefur yfirleitt gengið afskaplega vel að komast í gegnum hana. Þetta virðist liggja ágætlega fyrir manni.“ „Það vantaði einhvern til að hlaupa 3000 m hindrun í Evrópubikarnum og eftir það hefur maður fallið meira og meira fyrir henni.“ „En ég held að ég taki þetta meira með hinu enn sem komið er. Ég þarf að bæta tæknina en annars eru æfingarnar ótrúlega svipaðar æfingum fyrir langhlaupin.“ Þrátt fyrir allt segist hann sterkastur í þessari grein og eigi flest IAAF-stig í 3000 m hindrunarhlaupi af öllum þeim sem hann keppir í. „Mitt markmið er að komast nær níu mínútunum og það er tækifæri til að gera það í Evrópukeppninni í Búlgaríu þar sem margir sterkir hlauparar verða. Það er erfitt að gera það þegar maður er nánast einn eins og í dag.“
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Sjö íslensk gull á Laugardalsvelli Fylgst var náið með gangi mála í frjálsíþróttakeppninni á Smáþjóðaleikunum í Laugardal í dag. 4. júní 2015 12:16