Djazz í Djúpinu Stefán Árni Pálsson skrifar 5. júní 2015 14:00 Silva og Anna Sóley koma fram á mánudagskvöldið. Næstkomandi mánudag, 8. júní, verða haldnir jazztónleikar í Djúpinu. Fram koma söngkonurnar Silva og Anna Sóley með þeim spila Hilmar Jensson á gítar og Þórður Högnason á bassa. Tónleikarnir hefjast kl 20:00 og kostar 1000 kr. inn. Anna Sóley stundar nú nám við Tónlistarskóla FíH undir leiðsögn Guðlaugar Drafnar Ólafsdóttur og lauk framhaldsprófi nú í vor. Hún hefur bæði komið fram sem jazzsöngkona og flutt sínar eigin lagasmíðar sem eru undir áhrifum frá soul, fönk og jazzi. Af hverju jazz? „Nostalgía og frelsi, leyfið til að leika sér með laglínur og persónulegan stíl,“ segir Anna Sóley. Silva stundar söngnám við Tónlistarskóla FÍH og er á sínu þriðja ári. Þar hafa kennarar hennar verið Ragnheiður Gröndal, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Hilmar Jensson. Silva hefur sungið reglulega á kaffihúsum borgarinnar en í fyrra hélt hún sérstaka Chet Baker tónleika í Hannesarholti. Af hverju jazz? „Af því að ég ólst upp við jazz tónlist. Ég býst við því að ég elski jazz, það er svo mikil tilfinning sem fylgir því og frelsið er cool.“ Djúpið er hópasalur á neðri hæð á veitingahúsinu Horninu við hafnarstræti í Reykjavík. Veitingahúsið Hornið opnaði árið 1979 og er enn í sinni upprunalegu mynd. Hornið er með ítölskum blæ og var fyrsti veitingastaðurinn í þessum stíl á Íslandi. Hornið er fjölskyldufyrirtæki með Jakob H. Magnússon og eiginkonu hans Valgerði Jóhannsdóttir fremst í flokki og nú hefur dóttir þeirra hún Ólöf tekið við eldhúsinu og er yfirmatreiðslumaður staðarins. Tónlist Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira
Næstkomandi mánudag, 8. júní, verða haldnir jazztónleikar í Djúpinu. Fram koma söngkonurnar Silva og Anna Sóley með þeim spila Hilmar Jensson á gítar og Þórður Högnason á bassa. Tónleikarnir hefjast kl 20:00 og kostar 1000 kr. inn. Anna Sóley stundar nú nám við Tónlistarskóla FíH undir leiðsögn Guðlaugar Drafnar Ólafsdóttur og lauk framhaldsprófi nú í vor. Hún hefur bæði komið fram sem jazzsöngkona og flutt sínar eigin lagasmíðar sem eru undir áhrifum frá soul, fönk og jazzi. Af hverju jazz? „Nostalgía og frelsi, leyfið til að leika sér með laglínur og persónulegan stíl,“ segir Anna Sóley. Silva stundar söngnám við Tónlistarskóla FÍH og er á sínu þriðja ári. Þar hafa kennarar hennar verið Ragnheiður Gröndal, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Hilmar Jensson. Silva hefur sungið reglulega á kaffihúsum borgarinnar en í fyrra hélt hún sérstaka Chet Baker tónleika í Hannesarholti. Af hverju jazz? „Af því að ég ólst upp við jazz tónlist. Ég býst við því að ég elski jazz, það er svo mikil tilfinning sem fylgir því og frelsið er cool.“ Djúpið er hópasalur á neðri hæð á veitingahúsinu Horninu við hafnarstræti í Reykjavík. Veitingahúsið Hornið opnaði árið 1979 og er enn í sinni upprunalegu mynd. Hornið er með ítölskum blæ og var fyrsti veitingastaðurinn í þessum stíl á Íslandi. Hornið er fjölskyldufyrirtæki með Jakob H. Magnússon og eiginkonu hans Valgerði Jóhannsdóttir fremst í flokki og nú hefur dóttir þeirra hún Ólöf tekið við eldhúsinu og er yfirmatreiðslumaður staðarins.
Tónlist Mest lesið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Sjá meira